„Ertu að vinna sem pítsubakari eða spilar þú fótbolta?“ Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2021 13:30 Zlatan Ibrahimovic er hátt skrifaður hjá Jens Petter Hauge. Getty/Gabriele Maltinti Norðmaðurinn uni Jens Petter Hauge nýtur þess í botn að vera með AC Milan í baráttunni um ítalska meistaratitilinn í fótbolta. Hann fer ekki leynt með aðdáun sína á sænsku ofurstjörnunni og liðsfélaga sínum, Zlatan Ibrahimovic. Hauge var keyptur til Milan frá Noregsmeisturum Bodö/Glimt eftir góða frammistöðu í Evrópuleik gegn Milan í september, þar sem hann skoraði í 3-2 tapi norska liðsins. Kaupverðið mun hafa numið 4 milljónum evra eða rúmum 620 milljónum króna. Hauge mun væntanlega koma við sögu í Mílanóslagnum á sunnudag þegar tvö efstu lið ítölsku deildarinnar mætast. Litlu munaði að Hauge færi til belgísks félags síðasta sumar en félagi hans úr norska landsliðinu, markahrókurinn Erling Braut Haaland, réði honum frá því. „Já, við tölum mikið saman… sérstaklega síðasta sumar þegar ég var næstum því farinn til belgísks félags. Haaland tók undir það að betra væri að ég hafnaði þessu boði og biði eftir betra tilboði. Eftir að ég spilaði gegn AC Milan sagði hann svo: „Stökktu á þetta, það verður gott. Það verður auðvitað erfitt að spila fyrir AC Milan og þú þarft að leggja hart að þér við tungumálið og fleira, en það verður gott.“ Ég er mjög ánægður núna með mína ákvörðun,“ sagði Hauge. Hauge er eins og áður segir mjög ánægður með að vera liðsfélagi Zlatans, sem hann segir hækka rána hjá öllum, bæði á æfingum og í leikjum. En Zlatan er líka skemmtilegur: „Ég man að ég kom einu sinni inn í búningsklefann með nýjan hatt og Zlatan sagði: „Ertu að vinna sem pítsubakari eða spilar þú fótbolta?“ Ég hef gaman af svona gríni. Hann hjálpar mér með tungumálið því við tölum nánast sama tungumál og getum því rætt saman,“ sagði Hauge. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Sjá meira
Hauge var keyptur til Milan frá Noregsmeisturum Bodö/Glimt eftir góða frammistöðu í Evrópuleik gegn Milan í september, þar sem hann skoraði í 3-2 tapi norska liðsins. Kaupverðið mun hafa numið 4 milljónum evra eða rúmum 620 milljónum króna. Hauge mun væntanlega koma við sögu í Mílanóslagnum á sunnudag þegar tvö efstu lið ítölsku deildarinnar mætast. Litlu munaði að Hauge færi til belgísks félags síðasta sumar en félagi hans úr norska landsliðinu, markahrókurinn Erling Braut Haaland, réði honum frá því. „Já, við tölum mikið saman… sérstaklega síðasta sumar þegar ég var næstum því farinn til belgísks félags. Haaland tók undir það að betra væri að ég hafnaði þessu boði og biði eftir betra tilboði. Eftir að ég spilaði gegn AC Milan sagði hann svo: „Stökktu á þetta, það verður gott. Það verður auðvitað erfitt að spila fyrir AC Milan og þú þarft að leggja hart að þér við tungumálið og fleira, en það verður gott.“ Ég er mjög ánægður núna með mína ákvörðun,“ sagði Hauge. Hauge er eins og áður segir mjög ánægður með að vera liðsfélagi Zlatans, sem hann segir hækka rána hjá öllum, bæði á æfingum og í leikjum. En Zlatan er líka skemmtilegur: „Ég man að ég kom einu sinni inn í búningsklefann með nýjan hatt og Zlatan sagði: „Ertu að vinna sem pítsubakari eða spilar þú fótbolta?“ Ég hef gaman af svona gríni. Hann hjálpar mér með tungumálið því við tölum nánast sama tungumál og getum því rætt saman,“ sagði Hauge. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Sjá meira