Undanþágur fyrir bændur frá samkeppnislögum Erna Bjarnadóttir skrifar 19. febrúar 2021 17:16 Þann 18. febrúar birti forstjóri Samkeppniseftirlitsins grein þar sem hann svarar sjónarmiðum í fyrri grein minni en þar var m.a. vakin athygli á því að Samkeppniseftirlitið hefði nú fallist á að innleiða í íslenskan rétt undanþágur fyrir bændur frá samkeppnislögum. Þessari umræðu ber að fagna enda ekki á hverjum degi sem málefni landbúnaðar eru rædd með þessum hætti. Reyndar má spyrja hvort það orki ekki tvímælis að forstjóri íslensks stjórnvalds eigi í svo miklu orðaskaki við óbreyttan starfsmann afurðastöðvar sem stjórnvaldið á í málaferlum við. En slíkt verður forstjórinn vitaskuld að meta sjálfur í víðara samhengi. Sem fyrr birtust í grein forstjórans sjónarmið sem eru á skjön við hagsmuni landbúnaðarins. Þrátt fyrir að hafa nú fallist á að undanþágur fyrir bændur megi gilda frá samkeppnislögum þá virðist forstjórinn samt sem áður helst vilja leggja áherslu á einhvers konar heimavinnslu bænda. Þær hugleiðingar eru á skjön við hagsmunamat stjórnvalda á meginlandi Evrópu. Það eitt og sér er alvarlegt enda byggir greiningarvinna Samkeppniseftirlitsins á meginreglum og viðmiðunum framkvæmdastjórnar ESB og samkeppnisyfirvalda á meginlandi Evrópu. Rangt mat á hagsmunum bænda og afurðastöðva Í grein sinni hafnar forstjórinn því að Samkeppniseftirlitið hafi metið hagsmuni bænda og hagsmuni afurðastöðva sem andstæða hagsmuni. Að þessu sögðu færir hann svo rök fyrir því af hverju hagsmunir bænda og afurðastöðva séu í reynd andstæðir. Að hans mati er það misskilningur að halda öðru fram. Hér fer forstjórinn á skjön við hagsmunamat framkvæmdastjórnar ESB. Í fyrri grein minni var að finna tengla á nýleg gögn frá framkvæmdastjórn ESB sem lýsa kostum þess þegar afurðastöðvar bænda sameinast eða samnýta krafta sína. Hér er að finna tilvísun á heimasíðu framkvæmdastjórna ESB þar sem framleiðendafélaga eru raktir. Þar kemur m.a. eftirfarandi fram: Samvinna bænda fer fram í fyrirtækjum þeirra, þ.m.t. framleiðendafélögum (Producer Organisations) Samvinna bænda gerir þeir kleift að gera hluti sem þeir geta ekki einir og sér: betri aðgangur fyrir vörur sínar (framleiðsla, markaðssetning og dreifing) bæta samningsstöðu sína gagnvart stórum verslunarkeðjum hagkvæmari framleiðsla (betri tækniþekking, áhættudreifing o.fl.) Stærri rekstrareiningar bænda bæta virðiskeðju landbúnaðarvara: rekstur skipulagður til lengri tíma meiri stöðugleiki í verðum til bænda hagkvæmari rekstur og dreifing betra gæðaeftirlit, rekjanleiki vara og matvælaöryggi Í fyrri grein minni benti ég á skýrslu þar sem inntak og eðli undanþágureglnanna var lýst af hálfu framkvæmdastjórnar ESB, en þar segir m.a.: The basic principle of these derogations [from competition rules] is that the potential negative impact of joint selling iscompensated by the effects of other potentially efficiency enhancing activities not directly related to the selling of products (for example joint packaging, joint processing, or joint procurement of inputs). This leads to an integration of the activities of producers that should generate gains in efficiencies. The combination of commercialisation related activities with other types of activities aims at improving the resilience and competitiveness of producers, thereby reinforcing their position in the supply chain. These activities also aim at contributing to the fulfilment of the objectives of the CAP. Að mínu mati er það alvarlegt mál ef grundvallarmunur er á hagsmunamati Samkeppniseftirlitsins og hagsmunamati framkvæmdastjórnar ESB. Af hverju er framkvæmdastjórn ESB hliðhollari bændum og samstarfi þeirra í millum en íslenska samkeppniseftirlitið? Undanþágureglur verja hagsmuni bænda og neytenda í Noregi og ESB Fyrr er rakið að Samkeppniseftirlitið hefur fallist á að til greina komi að innleiða undanþágur fyrir bændur frá samkeppnislögum en stofnuninni er ekki stætt á öðru eftir að bent hefur verið á þá staðreynd að undanþágur frá samkeppnisreglum gilda í Noregi og ESB. Því ber að fagna. Í grein sinni bendir forstjórinn á að þrátt fyrir að heimilað sé „tiltekið samstarf [norskra og evrópskra] bænda“, þ.e. að undanþágureglur gildi, þá sé engu að síður samkeppnislegt aðhald. Þetta er rétt – samkeppnislegt aðhald er til staðar í Noregi og ESB en ekki verður hjá því komist að benda á að þetta aðhald er með allt öðrum hætti en tíðkast hérlendis. En hvernig þá? Þar sem undanþágur fyrir bændur gilda frá samkeppnisreglum þá er samkeppniseftirlit t.a.m. oft og tíðum takmarkað við hvort að bændur eða tiltekin fyrirtæki þeirra hafi farið út fyrir undanþágureglurnar sem um starfsemi þeirra gilda. Til að hnykkja á sterkri stöðu bænda í þessu sambandi er tiltekið í 209. gr. reglugerðar ESB nr. 1308/2013 að sönnunarbyrði um brot hvíli á framkvæmdastjórn ESB þegar hún heldur því fram að farið hafi verið út fyrir undanþágureglurnar. Þetta hefur grundvallarþýðingu þar sem bændur og fyrirtæki þeirra eru undanþegnir samkeppnisreglum en samkeppniseftirlit er í eðli sínu takmarkaðra þar sem það einskorðast í sumum tilvikum við hvort farið hafi verið út fyrir undanþágureglurnar. Undanþágum fylgja auknar skuldbindingar Líkt og Ísland er Noregur EFTA-ríki og aðili að EES-samningnum. Því er nærtækt að taka dæmi úr framkvæmd þar og hefur höfundur þessarar greinar áður gert það í umfjöllun sinni. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins gerir þetta að umtalsefni en tiltekur að þegar Nortura kjötafurðastöðin varð til, sem er með 60-70% markaðshlutdeild í kjöti, þá hafi hún enn fremur undirgengist skuldbindingar. Er þess getið að ekki hafi verið fjallað um þetta atriði í fyrri grein höfundar. Hér fellur forstjórinn í gamla gryfju. Því hefur aldrei verið haldið fram að Nortura kjötafurðafyrirtækið væri án skuldbindinga, heldur einungis að með samruna tveggja norskra kjötafurðastöðva hafi orðið til risi í Noregi með 60-70% markaðshlutdeild. Það er gott dæmi af ástæðum sem að framan eru nefndar. En besta dæmið um farsæla undanþágu frá samkeppnislögum er augljóslega 71. gr. búvörulaga nr. 99/1993 sem innleiddi undanþágu frá samkeppnislögum fyrir afurðarstöðvar í mjólkuriðnaði á Íslandi. Þær sameiningar sem fylgdu í kjölfarið hafa skilað gífurlegri rekstrarhagræðingu eins og fram hefur komið í rannsókn Ragnars Árnasonar, prófessors emeritus. Réttast væri að innleiða slíka undanþágu fyrir kjötafurðastöðvar hér á landi en á sama tíma skilgreina hvaða skuldbindingar réttast væri að innleiða samhliða, s.s. að kaupa sláturgripi á sama verði um land allt, o.s.frv. Sú undanþága hefur gefið góða raun hér á landi. „Engin nágrannaþjóða okkar hefur talið skynsamlegt...“ Í niðurlagi greinar forstjórans er fullyrt að ekki beri að fallast á sjónarmið mín þar sem „...engin nágrannaþjóða okkar hefur talið skynsamlegt að víkja til hliðar samkeppnisreglum með þeim hætti sem hagfræðingur MS...“ leggur til. Þetta er furðuleg setning. Í fyrri grein minni vitnaði ég til 3. gr. norskrar reglugerðar frá 2004 og 209. gr. reglugerðar ESB nr. 1308/2013 og efni þeirra staðfært upp á íslenskar aðstæður. Með þessari vísun til lagareglna nágrannaþjóða okkar er verið að benda á dæmi um hvað geti gilt á Íslandi. Hvernig er hægt að halda því fram að verið sé að biðja um meira en gildir hjá nágrannaþjóðum þegar vísað er beint í lagatexta þaðan? Þessi röksemdarfærsla forstjórans gengur ekki upp. Lærum af því sem vel hefur reynst Þrátt fyrir allt framangreint er aftur orðið ljóst að höfundur þessarar greinar og forstjóri Samkeppniseftirlitsins eru sammála. Innleiða ber undanþágureglur fyrir bændur og fyrirtæki þeirra frá samkeppnislögum. Noregur og ESB hafa innleitt undanþágureglur eins og ítarlega hefur verið fjallað um og eru þar til staðar stórar rekstrareiningar í landbúnaði, þ.m.t. norsk rekstrareining með 60-70% markaðshlutdeild í slátrun og vinnslu á kjöti. Gerum slíkt hið sama fyrir íslenska bændur – lærum af því sem vel hefur reynst í Noregi og ESB. Höfundur er hagfræðingur og verkefnisstjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Landbúnaður Samkeppnismál Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 18. febrúar birti forstjóri Samkeppniseftirlitsins grein þar sem hann svarar sjónarmiðum í fyrri grein minni en þar var m.a. vakin athygli á því að Samkeppniseftirlitið hefði nú fallist á að innleiða í íslenskan rétt undanþágur fyrir bændur frá samkeppnislögum. Þessari umræðu ber að fagna enda ekki á hverjum degi sem málefni landbúnaðar eru rædd með þessum hætti. Reyndar má spyrja hvort það orki ekki tvímælis að forstjóri íslensks stjórnvalds eigi í svo miklu orðaskaki við óbreyttan starfsmann afurðastöðvar sem stjórnvaldið á í málaferlum við. En slíkt verður forstjórinn vitaskuld að meta sjálfur í víðara samhengi. Sem fyrr birtust í grein forstjórans sjónarmið sem eru á skjön við hagsmuni landbúnaðarins. Þrátt fyrir að hafa nú fallist á að undanþágur fyrir bændur megi gilda frá samkeppnislögum þá virðist forstjórinn samt sem áður helst vilja leggja áherslu á einhvers konar heimavinnslu bænda. Þær hugleiðingar eru á skjön við hagsmunamat stjórnvalda á meginlandi Evrópu. Það eitt og sér er alvarlegt enda byggir greiningarvinna Samkeppniseftirlitsins á meginreglum og viðmiðunum framkvæmdastjórnar ESB og samkeppnisyfirvalda á meginlandi Evrópu. Rangt mat á hagsmunum bænda og afurðastöðva Í grein sinni hafnar forstjórinn því að Samkeppniseftirlitið hafi metið hagsmuni bænda og hagsmuni afurðastöðva sem andstæða hagsmuni. Að þessu sögðu færir hann svo rök fyrir því af hverju hagsmunir bænda og afurðastöðva séu í reynd andstæðir. Að hans mati er það misskilningur að halda öðru fram. Hér fer forstjórinn á skjön við hagsmunamat framkvæmdastjórnar ESB. Í fyrri grein minni var að finna tengla á nýleg gögn frá framkvæmdastjórn ESB sem lýsa kostum þess þegar afurðastöðvar bænda sameinast eða samnýta krafta sína. Hér er að finna tilvísun á heimasíðu framkvæmdastjórna ESB þar sem framleiðendafélaga eru raktir. Þar kemur m.a. eftirfarandi fram: Samvinna bænda fer fram í fyrirtækjum þeirra, þ.m.t. framleiðendafélögum (Producer Organisations) Samvinna bænda gerir þeir kleift að gera hluti sem þeir geta ekki einir og sér: betri aðgangur fyrir vörur sínar (framleiðsla, markaðssetning og dreifing) bæta samningsstöðu sína gagnvart stórum verslunarkeðjum hagkvæmari framleiðsla (betri tækniþekking, áhættudreifing o.fl.) Stærri rekstrareiningar bænda bæta virðiskeðju landbúnaðarvara: rekstur skipulagður til lengri tíma meiri stöðugleiki í verðum til bænda hagkvæmari rekstur og dreifing betra gæðaeftirlit, rekjanleiki vara og matvælaöryggi Í fyrri grein minni benti ég á skýrslu þar sem inntak og eðli undanþágureglnanna var lýst af hálfu framkvæmdastjórnar ESB, en þar segir m.a.: The basic principle of these derogations [from competition rules] is that the potential negative impact of joint selling iscompensated by the effects of other potentially efficiency enhancing activities not directly related to the selling of products (for example joint packaging, joint processing, or joint procurement of inputs). This leads to an integration of the activities of producers that should generate gains in efficiencies. The combination of commercialisation related activities with other types of activities aims at improving the resilience and competitiveness of producers, thereby reinforcing their position in the supply chain. These activities also aim at contributing to the fulfilment of the objectives of the CAP. Að mínu mati er það alvarlegt mál ef grundvallarmunur er á hagsmunamati Samkeppniseftirlitsins og hagsmunamati framkvæmdastjórnar ESB. Af hverju er framkvæmdastjórn ESB hliðhollari bændum og samstarfi þeirra í millum en íslenska samkeppniseftirlitið? Undanþágureglur verja hagsmuni bænda og neytenda í Noregi og ESB Fyrr er rakið að Samkeppniseftirlitið hefur fallist á að til greina komi að innleiða undanþágur fyrir bændur frá samkeppnislögum en stofnuninni er ekki stætt á öðru eftir að bent hefur verið á þá staðreynd að undanþágur frá samkeppnisreglum gilda í Noregi og ESB. Því ber að fagna. Í grein sinni bendir forstjórinn á að þrátt fyrir að heimilað sé „tiltekið samstarf [norskra og evrópskra] bænda“, þ.e. að undanþágureglur gildi, þá sé engu að síður samkeppnislegt aðhald. Þetta er rétt – samkeppnislegt aðhald er til staðar í Noregi og ESB en ekki verður hjá því komist að benda á að þetta aðhald er með allt öðrum hætti en tíðkast hérlendis. En hvernig þá? Þar sem undanþágur fyrir bændur gilda frá samkeppnisreglum þá er samkeppniseftirlit t.a.m. oft og tíðum takmarkað við hvort að bændur eða tiltekin fyrirtæki þeirra hafi farið út fyrir undanþágureglurnar sem um starfsemi þeirra gilda. Til að hnykkja á sterkri stöðu bænda í þessu sambandi er tiltekið í 209. gr. reglugerðar ESB nr. 1308/2013 að sönnunarbyrði um brot hvíli á framkvæmdastjórn ESB þegar hún heldur því fram að farið hafi verið út fyrir undanþágureglurnar. Þetta hefur grundvallarþýðingu þar sem bændur og fyrirtæki þeirra eru undanþegnir samkeppnisreglum en samkeppniseftirlit er í eðli sínu takmarkaðra þar sem það einskorðast í sumum tilvikum við hvort farið hafi verið út fyrir undanþágureglurnar. Undanþágum fylgja auknar skuldbindingar Líkt og Ísland er Noregur EFTA-ríki og aðili að EES-samningnum. Því er nærtækt að taka dæmi úr framkvæmd þar og hefur höfundur þessarar greinar áður gert það í umfjöllun sinni. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins gerir þetta að umtalsefni en tiltekur að þegar Nortura kjötafurðastöðin varð til, sem er með 60-70% markaðshlutdeild í kjöti, þá hafi hún enn fremur undirgengist skuldbindingar. Er þess getið að ekki hafi verið fjallað um þetta atriði í fyrri grein höfundar. Hér fellur forstjórinn í gamla gryfju. Því hefur aldrei verið haldið fram að Nortura kjötafurðafyrirtækið væri án skuldbindinga, heldur einungis að með samruna tveggja norskra kjötafurðastöðva hafi orðið til risi í Noregi með 60-70% markaðshlutdeild. Það er gott dæmi af ástæðum sem að framan eru nefndar. En besta dæmið um farsæla undanþágu frá samkeppnislögum er augljóslega 71. gr. búvörulaga nr. 99/1993 sem innleiddi undanþágu frá samkeppnislögum fyrir afurðarstöðvar í mjólkuriðnaði á Íslandi. Þær sameiningar sem fylgdu í kjölfarið hafa skilað gífurlegri rekstrarhagræðingu eins og fram hefur komið í rannsókn Ragnars Árnasonar, prófessors emeritus. Réttast væri að innleiða slíka undanþágu fyrir kjötafurðastöðvar hér á landi en á sama tíma skilgreina hvaða skuldbindingar réttast væri að innleiða samhliða, s.s. að kaupa sláturgripi á sama verði um land allt, o.s.frv. Sú undanþága hefur gefið góða raun hér á landi. „Engin nágrannaþjóða okkar hefur talið skynsamlegt...“ Í niðurlagi greinar forstjórans er fullyrt að ekki beri að fallast á sjónarmið mín þar sem „...engin nágrannaþjóða okkar hefur talið skynsamlegt að víkja til hliðar samkeppnisreglum með þeim hætti sem hagfræðingur MS...“ leggur til. Þetta er furðuleg setning. Í fyrri grein minni vitnaði ég til 3. gr. norskrar reglugerðar frá 2004 og 209. gr. reglugerðar ESB nr. 1308/2013 og efni þeirra staðfært upp á íslenskar aðstæður. Með þessari vísun til lagareglna nágrannaþjóða okkar er verið að benda á dæmi um hvað geti gilt á Íslandi. Hvernig er hægt að halda því fram að verið sé að biðja um meira en gildir hjá nágrannaþjóðum þegar vísað er beint í lagatexta þaðan? Þessi röksemdarfærsla forstjórans gengur ekki upp. Lærum af því sem vel hefur reynst Þrátt fyrir allt framangreint er aftur orðið ljóst að höfundur þessarar greinar og forstjóri Samkeppniseftirlitsins eru sammála. Innleiða ber undanþágureglur fyrir bændur og fyrirtæki þeirra frá samkeppnislögum. Noregur og ESB hafa innleitt undanþágureglur eins og ítarlega hefur verið fjallað um og eru þar til staðar stórar rekstrareiningar í landbúnaði, þ.m.t. norsk rekstrareining með 60-70% markaðshlutdeild í slátrun og vinnslu á kjöti. Gerum slíkt hið sama fyrir íslenska bændur – lærum af því sem vel hefur reynst í Noregi og ESB. Höfundur er hagfræðingur og verkefnisstjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun