Grímudólgur réðst á starfsmann verslunar Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2021 07:27 Lögreglan hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir lögregluþjóna hafa haft í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að mikið var um útköll og þar af var ellefu útköllum vegna hávaða frá samkvæmum í heimahúsum sinnt. Mestur erill var hjá lögregluþjónum í miðbænum. Lögregluþjónar sóttu fimmtán samkomustaði í miðborg Reykjavíkur og könnuðu sóttvarnir, fjölda gesta og opnunartíma. Á einum þeirra staða voru of margir gestir og hólfaskipting ógreinileg. Þá voru starfsmenn ekki með grímur og er málið rannsakað sem brot á reglum um samkomutakmarkanir. Einn var handtekinn fyrir líkamsárás í Laugardalnum en sá var vistaður í fangaklefa vegna ölvunar. Þá óskaði starfsmaður verslunar eftir aðstoðar lögreglu á tólfta tímanum í gærkvöldi eftir að hann varð fyrir líkamsárás frá viðskiptavini sem neitaði að vera með andlitsgrímu. Í annarri verslun í miðbæ Reykjavíkur var tilkynnt um þjófnað og var þjófurinn handtekinn, þar sem hann reyndist eftirlýstur. Tveir voru handteknir eftir að lögreglunni barst í gær tilkynning um grunsamlegar mannaferðir við fjölbýlishús í hverfi Hlíðahverfi. Þegar lögregluþjóna bar að garði kom í ljós að þar var kannabisræktun. Fullur og réttindalaus á stolnum bíl Á ellefta tímanum stöðvuðu lögregluþjónar bíl sem hafði verið tilkynntur stolinn. Ökumaður bílsins reyndist ölvaður og hafði hann áður verið sviptur ökuréttindum. Annar ökumaður var handtekinn vegna gruns um akstur fíkniefna. Sá hafði einnig áður verið sviptur réttindum og auk þess fundust meint fíkniefni á honum og vopn. Enn einn ökumaður var handtekinn vegna ölvunaraksturs. Af lögregluþjónum í Kópavogi og Breiðholti er það að frétta að skömmu eftir klukkan sex í gærkvöldi barst þeim tilkynning um líkamsárás í heimahúsi. Þar kom í ljós að húsráðandi var með minniháttar kannabisræktun á heimili sínu og var sá handtekinn. Annar maður var handtekinn fyrir utan verslun í Kópavogi á ellefta tímanum en sá var einnig grunaður um líkamsárás. Tveir ökumenn voru handteknir vegna ölvunaraksturs og sá þriðji vegna gruns um að sá væri undir áhrifum fíkniefna. Hann reyndist einnig hafa verið sviptur ökuréttindum, fíkniefni fundust á honum og skráningarnúmer bílsins sem hann var á voru röng. Lögregluþjónar í Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ handtóku minnst tvo ökumenn í gærkvöldi. Báðir voru ekki með ökuréttindi og er annar þeirra grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Hinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og verður einnig kærður fyrir brot á vopnalögum. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn megi tala af alvöruleysi eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Sjá meira
Mestur erill var hjá lögregluþjónum í miðbænum. Lögregluþjónar sóttu fimmtán samkomustaði í miðborg Reykjavíkur og könnuðu sóttvarnir, fjölda gesta og opnunartíma. Á einum þeirra staða voru of margir gestir og hólfaskipting ógreinileg. Þá voru starfsmenn ekki með grímur og er málið rannsakað sem brot á reglum um samkomutakmarkanir. Einn var handtekinn fyrir líkamsárás í Laugardalnum en sá var vistaður í fangaklefa vegna ölvunar. Þá óskaði starfsmaður verslunar eftir aðstoðar lögreglu á tólfta tímanum í gærkvöldi eftir að hann varð fyrir líkamsárás frá viðskiptavini sem neitaði að vera með andlitsgrímu. Í annarri verslun í miðbæ Reykjavíkur var tilkynnt um þjófnað og var þjófurinn handtekinn, þar sem hann reyndist eftirlýstur. Tveir voru handteknir eftir að lögreglunni barst í gær tilkynning um grunsamlegar mannaferðir við fjölbýlishús í hverfi Hlíðahverfi. Þegar lögregluþjóna bar að garði kom í ljós að þar var kannabisræktun. Fullur og réttindalaus á stolnum bíl Á ellefta tímanum stöðvuðu lögregluþjónar bíl sem hafði verið tilkynntur stolinn. Ökumaður bílsins reyndist ölvaður og hafði hann áður verið sviptur ökuréttindum. Annar ökumaður var handtekinn vegna gruns um akstur fíkniefna. Sá hafði einnig áður verið sviptur réttindum og auk þess fundust meint fíkniefni á honum og vopn. Enn einn ökumaður var handtekinn vegna ölvunaraksturs. Af lögregluþjónum í Kópavogi og Breiðholti er það að frétta að skömmu eftir klukkan sex í gærkvöldi barst þeim tilkynning um líkamsárás í heimahúsi. Þar kom í ljós að húsráðandi var með minniháttar kannabisræktun á heimili sínu og var sá handtekinn. Annar maður var handtekinn fyrir utan verslun í Kópavogi á ellefta tímanum en sá var einnig grunaður um líkamsárás. Tveir ökumenn voru handteknir vegna ölvunaraksturs og sá þriðji vegna gruns um að sá væri undir áhrifum fíkniefna. Hann reyndist einnig hafa verið sviptur ökuréttindum, fíkniefni fundust á honum og skráningarnúmer bílsins sem hann var á voru röng. Lögregluþjónar í Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ handtóku minnst tvo ökumenn í gærkvöldi. Báðir voru ekki með ökuréttindi og er annar þeirra grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Hinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og verður einnig kærður fyrir brot á vopnalögum.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn megi tala af alvöruleysi eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Sjá meira