Viðskipti innlent

Stefnt á skráningu Síldarvinnslunnar í Kauphöllina

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. Vísir

Forsvarsmenn Síldarvinnslunnar í Neskaupstað tilkynntu fyrir fáeinum dögum þá ákvörðun sína að hefja skráningu félagsins í Kauphöll. Gangi allur undirbúningur eftir er stefnt að skráningu á fyrri helmingi þessa árs. Þetta kemur fram á vef Fiskifrétta. 

Haft er eftir Gunnþóri  Ingvasyni, forstjóra Síldarvinnslunnar að skráning í Kauphöll sé hugsuð til að efla félagið og opna Síldarvinnsluna fyrir fjárfestum.

„Með skráningu félagsins á markað fjölgar tækifærum fjárfesta til að koma að sjávarútvegi. Íslenskur sjávarútvegur er framsækin atvinnugrein þar sem stöðugt er unnið að aukinni verðmætasköpun auðlindarinnar samhliða áskorunum í að draga úr kolefnisspori og umhverfisáhrifum greinarinnar,“ segir Gunnþór á vef Fiskifrétta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×