Í tilkynningu frá lögreglunni segir að allir þrír hafi verið handteknir á staðnum og færðir í fangaklefa.
Þá fékk lögreglan einnig tilkynningu um innbrot í nýbyggingu í miðbænum og að verkfærum hafi verið stolið þar. Sömuleiðis barst tilkynning um að stungið hafi verið á dekk bíls.
Lögreglunni barst í morgun tilkynningu um að ungur drengur hefði slasast á fæti í rúllustiga í Árbænum og að brotist hefði verið í bíla í hverfinu í nótt.