Féllust sumir í faðma í tilefni tímamótanna eftir að hafa ekki hitt sumt samstarfsfólk sitt í fleiri mánuði.
Greint er frá þessu á Facebook-síðu Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í dag þar sem meðfylgjandi myndir eru einnig birtar. „Þetta breyttist í gær og var mikil ánægja með að geta hist og talað saman á vaktaskiptum. Áfram verður mikil áhersla á persónubundnar sóttvarnir en þetta var stórt skref fram á við,“ segir í færslunni.
Annars var töluvert rólegra á vaktinni hjá slökkviliðinu síðasta sólarhringinn en var fyrir helgi. Alls sinnti slökkviliðið 81 sjúkraflutningi samanborið við 164 á fimmtudaginn. Engir svokallaðir covid-flutningar fóru fram í gær en fimm útköll voru á dælubíla, þar á meðal eitt vegna umferðarslyss á Kjalarnesi í gær. Einn var fluttur töluvert slasaður á slysadeild eftir áreksturinn.