Lífið

Sjáðu næntísstjörnur Íslands flytja lagið What's Up

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Svala Björgvins, Villi Naglbítur og Heiðar úr Botnleðju voru gestir Ingó síðasta föstudagskvöld í þættinum Í kvöld er gigg. 
Svala Björgvins, Villi Naglbítur og Heiðar úr Botnleðju voru gestir Ingó síðasta föstudagskvöld í þættinum Í kvöld er gigg.  Skjáskot

Sannkölluð næntís nostalgía og partýstemning var í nýjasta þætti Í kvöld er gigg sem var á dagskrá Stöðvar 2 síðasta föstudagskvöld. Gestirnir voru óskabörn tíunda áratugarins, þau Svala Björgvins, Villi Naglbítur og Heiðar úr Botnleðju. 

Það hafa eflaust margir rifjað upp gamla takta og góðar minningar þegar tríóið blés nýju lífi í gamla sígilda næntísslagara. 

Flakkað var vítt og breitt um tónlistarstefnur tíunda áratugarins þar sem gestirnir sungu vinsælustu erlendu lögin í bland við sín eigin. 

Hér fyrir neðan má heyra gestina flytja saman lagið What's Up sem bandaríska hljómsveitin 4 Non Blondes gerði ódauðlegt árið 1992.  

Klippa: What's Up? - Svala, Villi og Heiðar

Fyrir áhugasama er hægt að nálgast alla þætti Í kvöld er gigg á Stöð 2+. 


Tengdar fréttir

Sóli Hólm eins og Ronan Keating í þættinum Í kvöld er gigg

Gestir Ingó síðasta föstudagskvöld koma úr ólíkum áttum en eiga það þó sameiginlegt að vera miklar gleðisprengjur og stuðpinnar. Stórsöngvarinn Geir Ólafs, söngdívan Bryndís Ásmunds og skemmtikrafturinn Sóli Hólm heiðruðu gesti með nærveru sinni þetta kvöldið. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.