„Skrýtið að syrgja einhvern sem þú í rauninni þekktir ekki“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. febrúar 2021 13:33 Sara Benediktsdóttir leitaði sjálf upprunans. Ný þáttaröð af Leitin að upprunanum hóf göngu sína á Stöð 2 í gærkvöldi og var í þættinum rætt við Brynju Dan sem fjallað var um í allra fyrsta þættinum á sínum tíma. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ræddi við hana um allt ferlið og hvaða áhrif það hafði haft á hana. Einnig var fjallað um Söru Benediktsdóttur sem sá einmitt þáttinn með Brynju á sínum tíma og kom þá upp mikil þrá að leita upprunans. Sara var einnig ættleidd frá Sri Lanka. Sara er Hafnfirðingur og á eina sjö ára stúlku og eiginmann sem sjálfur var einnig ættleiddur. Sara segist hafa grátið allan þáttinn þegar fjallað var um leit Brynju Dan. Hún hafi í kjölfarið ákveðið að leita upprunans. Höskuldarviðvörun: Fyrir þá sem hafa ekki horft á fyrsta þáttinn ættu ekki að lesa lengra og loka strax greininni. . . . . . . . . . . Það er búið að vera þig við. . . . . . . . . . Sara hafði ekki miklar upplýsingar þegar leitin hófst en fékk aðstoð frá Guðmundi Árna Stefánssyni sendiherra og móðurbróðir Brynju Dan sem hafði aðstoðað hana í þættinum fyrir fimm árum. Guðmundur vísaði henni áfram á ræðismann Íslands á Sri Lanka og fékk hún aðstoð. Það skilaði sér í því að hún fékk póst um það að móðir hennar væri fundin. Hún fékk póst um að móðir hennar vildi umfram allt hitta dóttur sína en aðstæður hennar væru flóknar. Nýr tónn Hún ætti mann sem vissi ekki af ættleiðingunni og því yrðu þær að hittast án vitneskju núverandi eiginmanns hennar. Seinna fékk hún póst um að sökum núverandi aðstæðna í hjónabandi móður Söru var ekki ráðlagt að hún kæmi út að hitta hana og segir Sara að það hafi verið mjög erfiðar fréttir að fá. En skyndilega kom annar póstur þar sem kvað við nýjan tón og vildi móðir hennar gera allt sem hún gæti til að hitta hana. Erfiðu fréttirnar voru þær að heilsu hennar hrakaði stöðugt og ljóst var að hún gæti átt skammt eftir ólifað. Sara var því hvött til að drífa sig út til Sri Lanka til að hitta hana. Það var á fimmtudegi sem hún ákvað að fara út og var lögð af stað á þriðjudeginum á eftir. Sara fór út ásamt manninum sínum og pabba. Hún tók sjálf mikið myndefni upp sem sýnt var í þættinum í gær og hitti hún móður sína, ömmu sína og bróður. Sara með fjölskyldunni sinni ytra. En eins og áður segir var móðir hennar veik og þegar hún lenti aftur á Íslandi frétti hún stuttu seinna að móðir hennar væri látin. Þá hringdi bróðir hennar í hana og hún náði ekki að svara símanum. „Ég hugsaði strax, hún er örugglega látin. Ég hringi til baka og hann segir að mamma hafi dáið í nótt. Ég náttúrulega fer að gráta og græt allan daginn. Það var rosa skrýtið að syrgja einhvern sem þú í rauninni þekktir ekki. En samt þekktir því þú varst í maganum á þessari manneskju í níu mánuði og það myndast tengsl,“ segir Sara en hér að neðan má sjá brot úr þættinum sem var í gærkvöldi. Klippa: Skrýtið að syrgja einhvern sem þú í rauninni þekktir ekki Leitin að upprunanum Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Einnig var fjallað um Söru Benediktsdóttur sem sá einmitt þáttinn með Brynju á sínum tíma og kom þá upp mikil þrá að leita upprunans. Sara var einnig ættleidd frá Sri Lanka. Sara er Hafnfirðingur og á eina sjö ára stúlku og eiginmann sem sjálfur var einnig ættleiddur. Sara segist hafa grátið allan þáttinn þegar fjallað var um leit Brynju Dan. Hún hafi í kjölfarið ákveðið að leita upprunans. Höskuldarviðvörun: Fyrir þá sem hafa ekki horft á fyrsta þáttinn ættu ekki að lesa lengra og loka strax greininni. . . . . . . . . . . Það er búið að vera þig við. . . . . . . . . . Sara hafði ekki miklar upplýsingar þegar leitin hófst en fékk aðstoð frá Guðmundi Árna Stefánssyni sendiherra og móðurbróðir Brynju Dan sem hafði aðstoðað hana í þættinum fyrir fimm árum. Guðmundur vísaði henni áfram á ræðismann Íslands á Sri Lanka og fékk hún aðstoð. Það skilaði sér í því að hún fékk póst um það að móðir hennar væri fundin. Hún fékk póst um að móðir hennar vildi umfram allt hitta dóttur sína en aðstæður hennar væru flóknar. Nýr tónn Hún ætti mann sem vissi ekki af ættleiðingunni og því yrðu þær að hittast án vitneskju núverandi eiginmanns hennar. Seinna fékk hún póst um að sökum núverandi aðstæðna í hjónabandi móður Söru var ekki ráðlagt að hún kæmi út að hitta hana og segir Sara að það hafi verið mjög erfiðar fréttir að fá. En skyndilega kom annar póstur þar sem kvað við nýjan tón og vildi móðir hennar gera allt sem hún gæti til að hitta hana. Erfiðu fréttirnar voru þær að heilsu hennar hrakaði stöðugt og ljóst var að hún gæti átt skammt eftir ólifað. Sara var því hvött til að drífa sig út til Sri Lanka til að hitta hana. Það var á fimmtudegi sem hún ákvað að fara út og var lögð af stað á þriðjudeginum á eftir. Sara fór út ásamt manninum sínum og pabba. Hún tók sjálf mikið myndefni upp sem sýnt var í þættinum í gær og hitti hún móður sína, ömmu sína og bróður. Sara með fjölskyldunni sinni ytra. En eins og áður segir var móðir hennar veik og þegar hún lenti aftur á Íslandi frétti hún stuttu seinna að móðir hennar væri látin. Þá hringdi bróðir hennar í hana og hún náði ekki að svara símanum. „Ég hugsaði strax, hún er örugglega látin. Ég hringi til baka og hann segir að mamma hafi dáið í nótt. Ég náttúrulega fer að gráta og græt allan daginn. Það var rosa skrýtið að syrgja einhvern sem þú í rauninni þekktir ekki. En samt þekktir því þú varst í maganum á þessari manneskju í níu mánuði og það myndast tengsl,“ segir Sara en hér að neðan má sjá brot úr þættinum sem var í gærkvöldi. Klippa: Skrýtið að syrgja einhvern sem þú í rauninni þekktir ekki
Leitin að upprunanum Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira