Selja húsnæðið sem hýsti Hlemm Square Eiður Þór Árnason skrifar 22. febrúar 2021 12:26 Hvíta húsið stendur beint fyrir aftan Hlemm Mathöll. Vísir/Vilhelm Húsnæðið á Laugavegi 105, sem áður hýsti Hlemm Square, hefur verið auglýst til sölu. Þar mátti lengi finna gistiheimili, hótelherbergi, veitingahús og bar en Hlemmur Square hætti rekstri í nóvember síðastliðnum. Í auglýsingu Mikluborgar er húsinu lýst sem einu af kennileitum miðborgar Reykjavíkur og bent á að þar séu öll tilskilin leyfi til staðar fyrir áframhaldandi gisti- og veitingarekstri. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá auglýsingunni en 1. hæð, 3. til 5. hæð og kjallari hússins er nú til sölu. Fram kom í janúar að eigendur húsnæðisins hafi óskað eftir því að fá að útbúa þar íbúðir en samkvæmt fasteignaauglýsingunni liggur fyrir jákvæð umsögn skipulagsyfirvalda um að breyta öllu húsnæðinu á Laugavegi 105 í litlar- og meðalstórar íbúðir, alls 46 til 48 talsins. Fóru fram á að húsnæðið yrði boðið upp Þjóðverjinn Klaus Ortlieb, sem var í forsvari fyrir Hlemm Square frá stofnun árið 2013, greindi frá því í nóvember að kórónuveirufaraldurinn hafi reynst rekstrinum erfið og ekki væri unnt að halda honum áfram. Ríkisskattstjóri fór í upphafi síðasta árs fram á að húsnæði félagsins Hostel LV 105 ehf. sem rak Hlemm Square og fleiri eignir þess yrðu settar á nauðungarsölu. Fram kom í fyrri umfjöllun Viðskiptablaðsins að Hostel LV 105 hafi tapað 45 milljónum árið 2018 og 34 milljónum árið áður. Félagið er að langstærstum hluta í eigu félagsins 105 Management Limited en Auðunn Már Guðmundsson fjárfestir á 10% í félaginu. Fréttin hefur verið leiðrétt: Í upphaflegri útgáfu sagði að Ríkisskattstjóri hafi farið fram á nauðungarsölu á eignum Hostel LV 105 ehf. í upphafi þessa árs. Hið rétta er að það var í janúar 2020. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Í auglýsingu Mikluborgar er húsinu lýst sem einu af kennileitum miðborgar Reykjavíkur og bent á að þar séu öll tilskilin leyfi til staðar fyrir áframhaldandi gisti- og veitingarekstri. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá auglýsingunni en 1. hæð, 3. til 5. hæð og kjallari hússins er nú til sölu. Fram kom í janúar að eigendur húsnæðisins hafi óskað eftir því að fá að útbúa þar íbúðir en samkvæmt fasteignaauglýsingunni liggur fyrir jákvæð umsögn skipulagsyfirvalda um að breyta öllu húsnæðinu á Laugavegi 105 í litlar- og meðalstórar íbúðir, alls 46 til 48 talsins. Fóru fram á að húsnæðið yrði boðið upp Þjóðverjinn Klaus Ortlieb, sem var í forsvari fyrir Hlemm Square frá stofnun árið 2013, greindi frá því í nóvember að kórónuveirufaraldurinn hafi reynst rekstrinum erfið og ekki væri unnt að halda honum áfram. Ríkisskattstjóri fór í upphafi síðasta árs fram á að húsnæði félagsins Hostel LV 105 ehf. sem rak Hlemm Square og fleiri eignir þess yrðu settar á nauðungarsölu. Fram kom í fyrri umfjöllun Viðskiptablaðsins að Hostel LV 105 hafi tapað 45 milljónum árið 2018 og 34 milljónum árið áður. Félagið er að langstærstum hluta í eigu félagsins 105 Management Limited en Auðunn Már Guðmundsson fjárfestir á 10% í félaginu. Fréttin hefur verið leiðrétt: Í upphaflegri útgáfu sagði að Ríkisskattstjóri hafi farið fram á nauðungarsölu á eignum Hostel LV 105 ehf. í upphafi þessa árs. Hið rétta er að það var í janúar 2020.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira