Hæstiréttur heimilar afhendingu skattskýrslna Trumps Eiður Þór Árnason skrifar 22. febrúar 2021 15:07 Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er eini forsetinn sem hefur ekki birt skattskýrslur sínar opinberlega. AP/Carolyn Kaster Hæstiréttur Bandaríkjanna greiddi í dag leið saksóknara í New York að skattskýrslum og öðrum fjárhagsgögnum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Undirréttur hafði áður úrskurðað í október að fyrrum endurskoðendur Trumps þyrftu að verða við beiðni ákærudómstóls og afhenda gögnin. Lögmenn Trumps hafa lengi reynt að snúa við þeirri niðurstöðu en hæstiréttur hafnaði í dag kröfu fyrrverandi forsetans um að réttaráhrifum áðurnefnds úrskurðar yrði frestað. Niðurstaðan kemur eftir að hæstiréttur hafnaði þeim lagarökum í júlí að ekki ætti að láta gögnin af hendi þar sem sitjandi forseti nyti ekki einungis friðhelgi fyrir ákæru heldur einnig hvers kyns rannsókn. Hluti af sakamálarannsókn Óskað var eftir gögnunum í tengslum við sakamálarannsókn Cyrus Vance, umdæmissaksóknara á Manhattan, á fjármálum Trumps. Beinist rannsóknin meðal annars að peningagreiðslum sem Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trumps, greiddi konum fyrir að þaga um samband sitt við kaupsýslumanninn. Saksóknarinn kallaði upphaflega eftir því í ágúst 2019 að bókhaldsfyrirtækið Mazars USA, sem hafði lengi starfað fyrir Trump, myndi afhenda embættinu skattskýrslur þáverandi forseta fyrir árin 2011 til 2018. Trump er eini Bandaríkjaforsetinn sem hefur neitað að birta skattskýrslur sínar opinberlega en talið er að þær geymi áður óséðar upplýsingar um auðæfi hans og starfsemi Trump Organization. Mikil leynd hefur ríkt yfir fjármálum Trumps en vísbendingar hafa komið fram um að hann hafi skotið háum fjárhæðum undan skatti í gegnum tíðina. Fréttin hefur verið uppfærð. Donald Trump Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24 Hæstiréttur úrskurðaði gegn forsetanum Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í dag að forseti njóti algerrar friðhelgi fyrir sakamálarannsókn. Úrskurðurinn opnar möguleikann á að saksóknarar í New York fái skattskýrslur Donalds Trump forseta afhentar. 9. júlí 2020 14:27 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Lögmenn Trumps hafa lengi reynt að snúa við þeirri niðurstöðu en hæstiréttur hafnaði í dag kröfu fyrrverandi forsetans um að réttaráhrifum áðurnefnds úrskurðar yrði frestað. Niðurstaðan kemur eftir að hæstiréttur hafnaði þeim lagarökum í júlí að ekki ætti að láta gögnin af hendi þar sem sitjandi forseti nyti ekki einungis friðhelgi fyrir ákæru heldur einnig hvers kyns rannsókn. Hluti af sakamálarannsókn Óskað var eftir gögnunum í tengslum við sakamálarannsókn Cyrus Vance, umdæmissaksóknara á Manhattan, á fjármálum Trumps. Beinist rannsóknin meðal annars að peningagreiðslum sem Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trumps, greiddi konum fyrir að þaga um samband sitt við kaupsýslumanninn. Saksóknarinn kallaði upphaflega eftir því í ágúst 2019 að bókhaldsfyrirtækið Mazars USA, sem hafði lengi starfað fyrir Trump, myndi afhenda embættinu skattskýrslur þáverandi forseta fyrir árin 2011 til 2018. Trump er eini Bandaríkjaforsetinn sem hefur neitað að birta skattskýrslur sínar opinberlega en talið er að þær geymi áður óséðar upplýsingar um auðæfi hans og starfsemi Trump Organization. Mikil leynd hefur ríkt yfir fjármálum Trumps en vísbendingar hafa komið fram um að hann hafi skotið háum fjárhæðum undan skatti í gegnum tíðina. Fréttin hefur verið uppfærð.
Donald Trump Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24 Hæstiréttur úrskurðaði gegn forsetanum Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í dag að forseti njóti algerrar friðhelgi fyrir sakamálarannsókn. Úrskurðurinn opnar möguleikann á að saksóknarar í New York fái skattskýrslur Donalds Trump forseta afhentar. 9. júlí 2020 14:27 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24
Hæstiréttur úrskurðaði gegn forsetanum Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í dag að forseti njóti algerrar friðhelgi fyrir sakamálarannsókn. Úrskurðurinn opnar möguleikann á að saksóknarar í New York fái skattskýrslur Donalds Trump forseta afhentar. 9. júlí 2020 14:27