„Myndin af Kára seldist á núll einni“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 23. febrúar 2021 11:55 Bakarinn og listamaðurinn Jói Fel segist finna fyrir miklum áhuga og meðbyr í myndlistinni. „Ég sagði alltaf að þegar ég væri orðinn eldri að þá myndi ég leggja listina fyrir mig, svo er það spurning hvort að þetta „eldri“ sé komið núna?“, segir bakarinn og listamaðurinn Jói Fel í samtali við Vísi. „Þetta hefur alltaf blundað í mér og ég hef málað alla ævi. Síðan ég man eftir mér hef ég verið með blýant í hönd en ég var bara fjórtán ára þegar ég kláraði mitt fyrsta málverk.“ Myndlistardraumurinn hefur fylgt Jóa lengi og segist hann á tíma hafa verið efins um það hvora leiðina hann ætti að taka í lífinu, myndlistina eða baksturinn. Þegar ég var átján ára og var að byrja að læra bakarann þá sótti ég líka um í Mynd og handíðaskóla Íslands. Ég komst alla leið í lokaúrtakið, sem var mjög gott, en náði svo ekki alla leið inn. „Ég var samt alltaf í myndlistartengdum námskeiðum og rúmlega tvítugur fór ég í kvöldskóla í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Það hét Frjáls málun og ég hef lært hvað mest af því. Fyrir utan þetta má segja að ég sé bara sjálflærður.“ Jói segir myndlistina alltaf fylgt sér þó svo að tíminn til að sinna henni hafi verið lítill í gegnum tíðina. Myndin af Kára dýrasta myndin Er myndlistin eitthvað sem þú hefur jafnvel áhuga á að helga þig alfarið? „Þetta hefur alltaf verið svona eitthvað sem ég hafði til hliðar, svona auka. Núna hef ég allavega tímann,“ segir Jói og hlær. „Ég er orðinn eldri og þroskaðri og bara spurning hvort að ég fari ekki að leggja þetta bara alveg fyrir mig.“ Nýlega stofnaði Jói Instagram síðuna Jói Fel art þar sem hann hefur sett inn myndir af því efni sem hann hefur verið að vinna í síðustu tvö til þrjú árin. „Ég er undir miklum áhrifum af íslensku landslagi og hef málað það alla ævi. Mér finnst íslenskt landslag stórkostlegt.“ Nýlegar portrait myndir af Kára Stefánssyni hafa vakið mikla athygli og segir Jói þá Kára vera góða kunningja. „Fyrsta myndin af Kára vakti þvílíka lukku og hún seldist á núll einni. Þetta er reyndar lang dýrasta myndin sem ég hef selt.“ View this post on Instagram A post shared by Jo i Fel Art (@joifel_art) Hvernig leist Kára sjálfum á myndina? Hann skildi reyndar ekkert í þessu og furðaði sig á því að nokkur einasti maður myndi vilja kaupa mynd af sér. Nokkur verk eftir Jóa er hægt að nálgast á sýningu sem er í myndlistargalleríinu Art-67 á Laugavegi 61. „Það eru nokkrar myndir þarna til sölu en annars er alltaf hægt að hafa samband beint við mig í gegnum Instagram ef fólk vill skoða fleiri verk." Finnur þú fyrir miklum áhuga hjá fólki? „Já, mjög miklum áhuga sem er góð tilfinning. Þar sem ég hef mikinn tíma núna og er duglegur að mála má segja að nánast önnur hver mynd seljist áður en hún er kláruð. Þetta gefur mér alveg ótrúlega mikið, að mála. Besta við þetta er sæluvíman sem ég finn fyrir þegar mynd er tilbúin og ég er sáttur,“ segir Jói að lokum. Myndlist Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira
„Þetta hefur alltaf blundað í mér og ég hef málað alla ævi. Síðan ég man eftir mér hef ég verið með blýant í hönd en ég var bara fjórtán ára þegar ég kláraði mitt fyrsta málverk.“ Myndlistardraumurinn hefur fylgt Jóa lengi og segist hann á tíma hafa verið efins um það hvora leiðina hann ætti að taka í lífinu, myndlistina eða baksturinn. Þegar ég var átján ára og var að byrja að læra bakarann þá sótti ég líka um í Mynd og handíðaskóla Íslands. Ég komst alla leið í lokaúrtakið, sem var mjög gott, en náði svo ekki alla leið inn. „Ég var samt alltaf í myndlistartengdum námskeiðum og rúmlega tvítugur fór ég í kvöldskóla í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Það hét Frjáls málun og ég hef lært hvað mest af því. Fyrir utan þetta má segja að ég sé bara sjálflærður.“ Jói segir myndlistina alltaf fylgt sér þó svo að tíminn til að sinna henni hafi verið lítill í gegnum tíðina. Myndin af Kára dýrasta myndin Er myndlistin eitthvað sem þú hefur jafnvel áhuga á að helga þig alfarið? „Þetta hefur alltaf verið svona eitthvað sem ég hafði til hliðar, svona auka. Núna hef ég allavega tímann,“ segir Jói og hlær. „Ég er orðinn eldri og þroskaðri og bara spurning hvort að ég fari ekki að leggja þetta bara alveg fyrir mig.“ Nýlega stofnaði Jói Instagram síðuna Jói Fel art þar sem hann hefur sett inn myndir af því efni sem hann hefur verið að vinna í síðustu tvö til þrjú árin. „Ég er undir miklum áhrifum af íslensku landslagi og hef málað það alla ævi. Mér finnst íslenskt landslag stórkostlegt.“ Nýlegar portrait myndir af Kára Stefánssyni hafa vakið mikla athygli og segir Jói þá Kára vera góða kunningja. „Fyrsta myndin af Kára vakti þvílíka lukku og hún seldist á núll einni. Þetta er reyndar lang dýrasta myndin sem ég hef selt.“ View this post on Instagram A post shared by Jo i Fel Art (@joifel_art) Hvernig leist Kára sjálfum á myndina? Hann skildi reyndar ekkert í þessu og furðaði sig á því að nokkur einasti maður myndi vilja kaupa mynd af sér. Nokkur verk eftir Jóa er hægt að nálgast á sýningu sem er í myndlistargalleríinu Art-67 á Laugavegi 61. „Það eru nokkrar myndir þarna til sölu en annars er alltaf hægt að hafa samband beint við mig í gegnum Instagram ef fólk vill skoða fleiri verk." Finnur þú fyrir miklum áhuga hjá fólki? „Já, mjög miklum áhuga sem er góð tilfinning. Þar sem ég hef mikinn tíma núna og er duglegur að mála má segja að nánast önnur hver mynd seljist áður en hún er kláruð. Þetta gefur mér alveg ótrúlega mikið, að mála. Besta við þetta er sæluvíman sem ég finn fyrir þegar mynd er tilbúin og ég er sáttur,“ segir Jói að lokum.
Myndlist Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Sjá meira