Flestar skammbyssurnar íþrótta- eða atvinnutæki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. febrúar 2021 20:24 Langflestar byssur á Íslandi eru notaðar til veiða eða íþróttaiðkunar. Lögregla verður ekki mikið vör við að skotvopnum sé smyglað til landsins. Þetta sagði Jónas Hafsteinsson, lögreglufulltrúi í leyfadeild hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. RÚV greindi frá því í gær að 4 þúsund skammbyssur væru í einkaeigu á Íslandi. Þá hefur áður komið fram að skotvopn á landinu séu rúmlega 70 þúsund. Að sögn Jónasar eru svokallaðar kindabyssur, sem hann kallar „atvinnutæki“ rúmlega þúsund talsins en langflestar skammbyssurnar eru notaðar til íþróttaiðkunnar. „Viðkomandi þarf að vera tvítugur, það þarf að sækja um leyfi, það þarf að skila læknisvottorði,“ sagði Jónas um kröfurnar sem gerðar eru til byssueigenda. Tveir meðmælendur þurfa að skrifa undir umsókn og þá geta minniháttar lögbrot komið í veg fyrir leyfisveitingu. Í fyrra voru sjö skotvopn tilkynnt stolin. Ekkert þeirra var geymt á þann hátt sem lög kveða á um.Nordicphotos/Getty „Góðkunningjarnir“ frekar með stolnar byssur Krafan um læknisvottorð snýst aðallega um að fá staðfestingu á andeglu ástandi umsækjanda, að sögn Jónasar. Við endurnýjum þarf að vísa fram nýju vottorði og þá geta komið upp mál sem kalla á sérstaka athugun. „Við erum með lögreglukerfið okkar og þar geta komið upp atvik eða veikindi og þá köllum við eftir læknisvottorði,“ útskýrir Jónas. Samkvæmt vopnalögum krefst byssueign þess að skotvopnið sé geymt í læstri „hirslu“ en Jónas segir það þó ekki nánar útskýrt í löggjöfinni. Hins vegar kalli fjórða byssa eiganda á sérstakar ráðstafanir. „Við fjórðu byssu skoðum við skápa betur og erum með sérstaka vinnureglu um þá skápa; veggþykkt og bolta í vegg ef þeir eru léttari en 150 kíló,“ segir Jónas. Aðalatriðið sé að tryggja að óviðkomandi komist ekki í skotvopnin. Jónas segir ómögulegt að segja til um fjölda óskráðra skotvopna á landinu. „En ég held að við sleppum ekkert við það frekar en aðrar þjóðir að vera með eitthvað af slíku,“ segir hann. „Það er þó þannig að í húsleitum og heimsóknum til góðkunningja okkar þá erum við ekki að leggja hald á óskráðar smyglaðar byssur, það eru frekar stolnar byssur sem er þá stolið hérna heima.“ Þá gerist það ekki oft að tollgæslan leggi hald á skotvopn. Lögreglumál Smygl Reykjavík síðdegis Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
RÚV greindi frá því í gær að 4 þúsund skammbyssur væru í einkaeigu á Íslandi. Þá hefur áður komið fram að skotvopn á landinu séu rúmlega 70 þúsund. Að sögn Jónasar eru svokallaðar kindabyssur, sem hann kallar „atvinnutæki“ rúmlega þúsund talsins en langflestar skammbyssurnar eru notaðar til íþróttaiðkunnar. „Viðkomandi þarf að vera tvítugur, það þarf að sækja um leyfi, það þarf að skila læknisvottorði,“ sagði Jónas um kröfurnar sem gerðar eru til byssueigenda. Tveir meðmælendur þurfa að skrifa undir umsókn og þá geta minniháttar lögbrot komið í veg fyrir leyfisveitingu. Í fyrra voru sjö skotvopn tilkynnt stolin. Ekkert þeirra var geymt á þann hátt sem lög kveða á um.Nordicphotos/Getty „Góðkunningjarnir“ frekar með stolnar byssur Krafan um læknisvottorð snýst aðallega um að fá staðfestingu á andeglu ástandi umsækjanda, að sögn Jónasar. Við endurnýjum þarf að vísa fram nýju vottorði og þá geta komið upp mál sem kalla á sérstaka athugun. „Við erum með lögreglukerfið okkar og þar geta komið upp atvik eða veikindi og þá köllum við eftir læknisvottorði,“ útskýrir Jónas. Samkvæmt vopnalögum krefst byssueign þess að skotvopnið sé geymt í læstri „hirslu“ en Jónas segir það þó ekki nánar útskýrt í löggjöfinni. Hins vegar kalli fjórða byssa eiganda á sérstakar ráðstafanir. „Við fjórðu byssu skoðum við skápa betur og erum með sérstaka vinnureglu um þá skápa; veggþykkt og bolta í vegg ef þeir eru léttari en 150 kíló,“ segir Jónas. Aðalatriðið sé að tryggja að óviðkomandi komist ekki í skotvopnin. Jónas segir ómögulegt að segja til um fjölda óskráðra skotvopna á landinu. „En ég held að við sleppum ekkert við það frekar en aðrar þjóðir að vera með eitthvað af slíku,“ segir hann. „Það er þó þannig að í húsleitum og heimsóknum til góðkunningja okkar þá erum við ekki að leggja hald á óskráðar smyglaðar byssur, það eru frekar stolnar byssur sem er þá stolið hérna heima.“ Þá gerist það ekki oft að tollgæslan leggi hald á skotvopn.
Lögreglumál Smygl Reykjavík síðdegis Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira