Svandís ekki gera það! Gylfi Þór Gíslason skrifar 23. febrúar 2021 21:21 Heyrði í fréttum um helgina að heilbrigðisráðherra Svandís Svavarsdóttir hyggðist leggja frumvarp til laga um afglæpavæða fíkniefni. Ég trúi ekki að ráðherra heilbrigðismála ætli að fara að leggja til að lögleiða neyslu skammta fíkniefna. Ef svo verður er næstum vonlaust fyrir lögregluna að ætla að taka á þessum málum. Ef við erum köllluð t.d. út í eitthvert teiti og þar eru upplýsingar um mikið magn fíkniefna. Þá getur sölumaðurinn á staðnum dreift efnunum „í löglegu magni neysluskammta“ á alla í teitinu og sagt þeim að segja að þau eigi efnin. Þessir sölumenn kynna sér fljótt hvernig best er að láta ekki hanka sig í lögunum. Fólkið í teitinu framvísar efnum og sem er þá allt „löglegt magn“ efna og lögreglan gengur út með skottið á milli lappanna hefur engar heimildir til að taka á hlutunum. En sölumaðurinn situr glottandi hjá, fær svo efnin sín aftur og jafnvel selur þeim efnin sem geymdu af því að sakleysingjarnir sem voru beðnir um að handleggja efnin sjá hvað þetta er nú löglegt og heyra lofsöng hinna sem hafa prófað hvað þetta sé nú góð víma og skaðlaus og ég veit ekki hvað og hvað. Ég vil miklu frekar sjá að það verði sett í lög að viðurlög við að vera tekinn með ólögleg efni verði boðin meðferð, aðstoð til að losna undan efnunum. Álíka og hefur verið innleitt í sambandi við heimilsofbeldi. Þ.e. að málum verði fylgt eftir. Að hjá þeim sem er tekinn með fíkniefni verði efnin tekin og viðkomandi boðin aðstoð að losna undan fíkniefnadjöflinum. Boðinn aðgangur að neyslurými á vegum heilbrigðiskerfisins á meðan að viðkomandi vinnur í sínum málum. Í framhaldi af því er viðkomandi hjálpað til að losna undan fíkninni. Því það er sorglegt að horfa upp á unga fólkið segja við mann, að það geti ekki hætt þessu. Jafnvel ungmenni sem hafa rétt prófað kannabisefni og geta ekki hætt þessu. Þ.e. að verði boðið upp á álíka aðstoð og er fyrir þá sem eru langt leiddir, en ekki á sama stað. Ekki getur lögreglan tekið einhvern af þeim sem væru með „neysluskammt“ á sér og farið að yfirheyra hann. Lögreglan hefði ekkert vald til þess. Annað dæmi sem mun blasa við lögreglumönnum ef ákveðin „neyslu skammtur“ verður lögleiddur. Þá eigum við lögreglumenn á hættu með að horfa upp á einhvern aðila ganga hjá. Lögreglan óskar eftir að leita á viðkomandi. Sá hinn sami framvísar „löglegum neysluskammti“. Lögreglan getur því næst horft upp á viðkomandi ganga hjá nokkrum sinnum. Ávallt þegar viðkomandi væri stöðvaður væri hann með „löglegan neysluskammt“ á sér og peninga og viðkomandi gæti farið að ásaka lögreglu um einelti. Við megum aldrei fara að gefa eftir með því að réttlæta neyslu þessara efna. Ég sem lögreglumaður hef horft upp á of marga ánetjast þessu til þess að geta sætt mig við að neysla þessara efna verði leyfð. Nei Svandís EKKi gera þetta. Höfundur er lögreglumaður á Vestfjörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Heyrði í fréttum um helgina að heilbrigðisráðherra Svandís Svavarsdóttir hyggðist leggja frumvarp til laga um afglæpavæða fíkniefni. Ég trúi ekki að ráðherra heilbrigðismála ætli að fara að leggja til að lögleiða neyslu skammta fíkniefna. Ef svo verður er næstum vonlaust fyrir lögregluna að ætla að taka á þessum málum. Ef við erum köllluð t.d. út í eitthvert teiti og þar eru upplýsingar um mikið magn fíkniefna. Þá getur sölumaðurinn á staðnum dreift efnunum „í löglegu magni neysluskammta“ á alla í teitinu og sagt þeim að segja að þau eigi efnin. Þessir sölumenn kynna sér fljótt hvernig best er að láta ekki hanka sig í lögunum. Fólkið í teitinu framvísar efnum og sem er þá allt „löglegt magn“ efna og lögreglan gengur út með skottið á milli lappanna hefur engar heimildir til að taka á hlutunum. En sölumaðurinn situr glottandi hjá, fær svo efnin sín aftur og jafnvel selur þeim efnin sem geymdu af því að sakleysingjarnir sem voru beðnir um að handleggja efnin sjá hvað þetta er nú löglegt og heyra lofsöng hinna sem hafa prófað hvað þetta sé nú góð víma og skaðlaus og ég veit ekki hvað og hvað. Ég vil miklu frekar sjá að það verði sett í lög að viðurlög við að vera tekinn með ólögleg efni verði boðin meðferð, aðstoð til að losna undan efnunum. Álíka og hefur verið innleitt í sambandi við heimilsofbeldi. Þ.e. að málum verði fylgt eftir. Að hjá þeim sem er tekinn með fíkniefni verði efnin tekin og viðkomandi boðin aðstoð að losna undan fíkniefnadjöflinum. Boðinn aðgangur að neyslurými á vegum heilbrigðiskerfisins á meðan að viðkomandi vinnur í sínum málum. Í framhaldi af því er viðkomandi hjálpað til að losna undan fíkninni. Því það er sorglegt að horfa upp á unga fólkið segja við mann, að það geti ekki hætt þessu. Jafnvel ungmenni sem hafa rétt prófað kannabisefni og geta ekki hætt þessu. Þ.e. að verði boðið upp á álíka aðstoð og er fyrir þá sem eru langt leiddir, en ekki á sama stað. Ekki getur lögreglan tekið einhvern af þeim sem væru með „neysluskammt“ á sér og farið að yfirheyra hann. Lögreglan hefði ekkert vald til þess. Annað dæmi sem mun blasa við lögreglumönnum ef ákveðin „neyslu skammtur“ verður lögleiddur. Þá eigum við lögreglumenn á hættu með að horfa upp á einhvern aðila ganga hjá. Lögreglan óskar eftir að leita á viðkomandi. Sá hinn sami framvísar „löglegum neysluskammti“. Lögreglan getur því næst horft upp á viðkomandi ganga hjá nokkrum sinnum. Ávallt þegar viðkomandi væri stöðvaður væri hann með „löglegan neysluskammt“ á sér og peninga og viðkomandi gæti farið að ásaka lögreglu um einelti. Við megum aldrei fara að gefa eftir með því að réttlæta neyslu þessara efna. Ég sem lögreglumaður hef horft upp á of marga ánetjast þessu til þess að geta sætt mig við að neysla þessara efna verði leyfð. Nei Svandís EKKi gera þetta. Höfundur er lögreglumaður á Vestfjörðum.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun