Svandís ekki gera það! Gylfi Þór Gíslason skrifar 23. febrúar 2021 21:21 Heyrði í fréttum um helgina að heilbrigðisráðherra Svandís Svavarsdóttir hyggðist leggja frumvarp til laga um afglæpavæða fíkniefni. Ég trúi ekki að ráðherra heilbrigðismála ætli að fara að leggja til að lögleiða neyslu skammta fíkniefna. Ef svo verður er næstum vonlaust fyrir lögregluna að ætla að taka á þessum málum. Ef við erum köllluð t.d. út í eitthvert teiti og þar eru upplýsingar um mikið magn fíkniefna. Þá getur sölumaðurinn á staðnum dreift efnunum „í löglegu magni neysluskammta“ á alla í teitinu og sagt þeim að segja að þau eigi efnin. Þessir sölumenn kynna sér fljótt hvernig best er að láta ekki hanka sig í lögunum. Fólkið í teitinu framvísar efnum og sem er þá allt „löglegt magn“ efna og lögreglan gengur út með skottið á milli lappanna hefur engar heimildir til að taka á hlutunum. En sölumaðurinn situr glottandi hjá, fær svo efnin sín aftur og jafnvel selur þeim efnin sem geymdu af því að sakleysingjarnir sem voru beðnir um að handleggja efnin sjá hvað þetta er nú löglegt og heyra lofsöng hinna sem hafa prófað hvað þetta sé nú góð víma og skaðlaus og ég veit ekki hvað og hvað. Ég vil miklu frekar sjá að það verði sett í lög að viðurlög við að vera tekinn með ólögleg efni verði boðin meðferð, aðstoð til að losna undan efnunum. Álíka og hefur verið innleitt í sambandi við heimilsofbeldi. Þ.e. að málum verði fylgt eftir. Að hjá þeim sem er tekinn með fíkniefni verði efnin tekin og viðkomandi boðin aðstoð að losna undan fíkniefnadjöflinum. Boðinn aðgangur að neyslurými á vegum heilbrigðiskerfisins á meðan að viðkomandi vinnur í sínum málum. Í framhaldi af því er viðkomandi hjálpað til að losna undan fíkninni. Því það er sorglegt að horfa upp á unga fólkið segja við mann, að það geti ekki hætt þessu. Jafnvel ungmenni sem hafa rétt prófað kannabisefni og geta ekki hætt þessu. Þ.e. að verði boðið upp á álíka aðstoð og er fyrir þá sem eru langt leiddir, en ekki á sama stað. Ekki getur lögreglan tekið einhvern af þeim sem væru með „neysluskammt“ á sér og farið að yfirheyra hann. Lögreglan hefði ekkert vald til þess. Annað dæmi sem mun blasa við lögreglumönnum ef ákveðin „neyslu skammtur“ verður lögleiddur. Þá eigum við lögreglumenn á hættu með að horfa upp á einhvern aðila ganga hjá. Lögreglan óskar eftir að leita á viðkomandi. Sá hinn sami framvísar „löglegum neysluskammti“. Lögreglan getur því næst horft upp á viðkomandi ganga hjá nokkrum sinnum. Ávallt þegar viðkomandi væri stöðvaður væri hann með „löglegan neysluskammt“ á sér og peninga og viðkomandi gæti farið að ásaka lögreglu um einelti. Við megum aldrei fara að gefa eftir með því að réttlæta neyslu þessara efna. Ég sem lögreglumaður hef horft upp á of marga ánetjast þessu til þess að geta sætt mig við að neysla þessara efna verði leyfð. Nei Svandís EKKi gera þetta. Höfundur er lögreglumaður á Vestfjörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Heyrði í fréttum um helgina að heilbrigðisráðherra Svandís Svavarsdóttir hyggðist leggja frumvarp til laga um afglæpavæða fíkniefni. Ég trúi ekki að ráðherra heilbrigðismála ætli að fara að leggja til að lögleiða neyslu skammta fíkniefna. Ef svo verður er næstum vonlaust fyrir lögregluna að ætla að taka á þessum málum. Ef við erum köllluð t.d. út í eitthvert teiti og þar eru upplýsingar um mikið magn fíkniefna. Þá getur sölumaðurinn á staðnum dreift efnunum „í löglegu magni neysluskammta“ á alla í teitinu og sagt þeim að segja að þau eigi efnin. Þessir sölumenn kynna sér fljótt hvernig best er að láta ekki hanka sig í lögunum. Fólkið í teitinu framvísar efnum og sem er þá allt „löglegt magn“ efna og lögreglan gengur út með skottið á milli lappanna hefur engar heimildir til að taka á hlutunum. En sölumaðurinn situr glottandi hjá, fær svo efnin sín aftur og jafnvel selur þeim efnin sem geymdu af því að sakleysingjarnir sem voru beðnir um að handleggja efnin sjá hvað þetta er nú löglegt og heyra lofsöng hinna sem hafa prófað hvað þetta sé nú góð víma og skaðlaus og ég veit ekki hvað og hvað. Ég vil miklu frekar sjá að það verði sett í lög að viðurlög við að vera tekinn með ólögleg efni verði boðin meðferð, aðstoð til að losna undan efnunum. Álíka og hefur verið innleitt í sambandi við heimilsofbeldi. Þ.e. að málum verði fylgt eftir. Að hjá þeim sem er tekinn með fíkniefni verði efnin tekin og viðkomandi boðin aðstoð að losna undan fíkniefnadjöflinum. Boðinn aðgangur að neyslurými á vegum heilbrigðiskerfisins á meðan að viðkomandi vinnur í sínum málum. Í framhaldi af því er viðkomandi hjálpað til að losna undan fíkninni. Því það er sorglegt að horfa upp á unga fólkið segja við mann, að það geti ekki hætt þessu. Jafnvel ungmenni sem hafa rétt prófað kannabisefni og geta ekki hætt þessu. Þ.e. að verði boðið upp á álíka aðstoð og er fyrir þá sem eru langt leiddir, en ekki á sama stað. Ekki getur lögreglan tekið einhvern af þeim sem væru með „neysluskammt“ á sér og farið að yfirheyra hann. Lögreglan hefði ekkert vald til þess. Annað dæmi sem mun blasa við lögreglumönnum ef ákveðin „neyslu skammtur“ verður lögleiddur. Þá eigum við lögreglumenn á hættu með að horfa upp á einhvern aðila ganga hjá. Lögreglan óskar eftir að leita á viðkomandi. Sá hinn sami framvísar „löglegum neysluskammti“. Lögreglan getur því næst horft upp á viðkomandi ganga hjá nokkrum sinnum. Ávallt þegar viðkomandi væri stöðvaður væri hann með „löglegan neysluskammt“ á sér og peninga og viðkomandi gæti farið að ásaka lögreglu um einelti. Við megum aldrei fara að gefa eftir með því að réttlæta neyslu þessara efna. Ég sem lögreglumaður hef horft upp á of marga ánetjast þessu til þess að geta sætt mig við að neysla þessara efna verði leyfð. Nei Svandís EKKi gera þetta. Höfundur er lögreglumaður á Vestfjörðum.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar