Dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins – Sannir vinir Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 24. febrúar 2021 07:00 Það er aðfangadagur og jólasteikin er í ofninum. Tími til að hoppa í sturtu og svo í sparifötin. Síminn hringir. Bara yfirmaðurinn að hringja og spyrjast fyrir um verkferla. Símtalið er stutt og hnitmiðað og síðan gengur aðfangadagur smurt. Eða reyndar hringdi síminn aftur rétt eftir kvöldmatinn. Ekkert einkennilegt við það, bara yfirmaðurinn að spyrja aðeins frekar um þessa verkferla. Er þetta ekki dæmigerður aðfangadagur hjá flestum eða kannski bara hjá Höllu lögreglustjóra? Hér er ég vitanlega að setja í samhengi hvað það er einkennilegt að dómsmálaráðherra hringi tvö símtöl í lögreglustjóra á aðfangadegi, sama degi og dagbókarfærsla lögreglunnar hafði orðið til þess að upp komst um brot fjármálaráðherra á sóttvarnarreglum þegar hann var í partíi á Þorláksmessu. Að eigin sögn var dómsmálaráðherra ekki að hafa nein afskipti af rannsókninni á sóttvarnarbrotinu heldur bara að afla upplýsinga um verklagsreglur. Nú er ég ekki að fullyrða að dómsmálaráðherra sé ekki að segja rétt frá en það vakna samt upp spurningar. Af hverju að hringja í undirmann tvisvar til að spyrja um reglur sem voru ekki að taka breytingum. Og ekki bara á einhverjum vinnudegi heldur á aðfangadegi. Og það örskömmu eftir að embætti þessa sama undirmanns var að taka upp mál sem varðar brot samflokksmanns þíns og eins nánasta samstarfsmanns. Jafnvel ef dómsmálaráðherra var ekki að gera neitt rangt þá lítur málið illa út og er alls ekki traustvekjandi. En reglan í íslenskum stjórnmálum er ekki að hafa vaðið fyrir neðan sig heldur að gera það sem hentar viðkomandi og vinum hans svo lengi sem það eru ekki bein, sannanleg lögbrot. En það er nú reyndar ekki alveg rétt hjá mér. Fyrrverandi dómsmálaráðherra ákvað nefnilega að taka sínar eigin ákvarðanir, aðeins að aðstoða vini sína, sem var lögbrot. Heldur dýrt lögbrot. Kostaði skattgreiðendur 141 milljón króna. Það er svona á pari við einar ævitekjur. Heilu ævistarfi eytt til þess að gera vel við vini sína fremur en að fylgja reglunum. Þessi mál eru þó langt í frá öll spillingar- eða hneykslismálin sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið að. Sá listi er langur. Nei þetta eru bara málin sem eru í fjölmiðlum akkurat þessa stundina. En Sjálfstæðisflokkurinn starfar ekki einn. Hann starfar í samstarfi við hina stjórnarflokkana sem virðast vera tilbúnir til þess að líta framhjá flest öllu sem kemur upp til þess að rugga ekki bátnum. Til þess að halda völdum. Ætli það segi ekki allt sem segja þarf að traust á Alþingi hefur verið að meðaltali verið 26,4% frá aldarmótum en er nú óvenju mikið, heil 34%. Íslenska þjóðin á skilið að æðstu ráðamenn hugsi um hagsmuni þjóðarinnar fremur en vina sinna. Við þurfum stjórnmálamenningu þar sem stjórnmálamenn starfa ekki á gráu eða svörtu svæði heldur á kristaltæru svæði. Því spilling er rándýr. Hún er marg milljarða dýr á hverju ári. Einn stjórnmálaflokkur fremar öðrum hefur verið í forsvari fyrir gagnsæi og skilvirkni í ríkisrekstri, kallað eftir að valdi fylgi ábyrgð í stjórnmálum og verið óhræddur við að láta heyra í sér : Píratar! Höfundur er viðskiptafræðingur, Pírati og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Ráðherra í Ásmundarsal Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er aðfangadagur og jólasteikin er í ofninum. Tími til að hoppa í sturtu og svo í sparifötin. Síminn hringir. Bara yfirmaðurinn að hringja og spyrjast fyrir um verkferla. Símtalið er stutt og hnitmiðað og síðan gengur aðfangadagur smurt. Eða reyndar hringdi síminn aftur rétt eftir kvöldmatinn. Ekkert einkennilegt við það, bara yfirmaðurinn að spyrja aðeins frekar um þessa verkferla. Er þetta ekki dæmigerður aðfangadagur hjá flestum eða kannski bara hjá Höllu lögreglustjóra? Hér er ég vitanlega að setja í samhengi hvað það er einkennilegt að dómsmálaráðherra hringi tvö símtöl í lögreglustjóra á aðfangadegi, sama degi og dagbókarfærsla lögreglunnar hafði orðið til þess að upp komst um brot fjármálaráðherra á sóttvarnarreglum þegar hann var í partíi á Þorláksmessu. Að eigin sögn var dómsmálaráðherra ekki að hafa nein afskipti af rannsókninni á sóttvarnarbrotinu heldur bara að afla upplýsinga um verklagsreglur. Nú er ég ekki að fullyrða að dómsmálaráðherra sé ekki að segja rétt frá en það vakna samt upp spurningar. Af hverju að hringja í undirmann tvisvar til að spyrja um reglur sem voru ekki að taka breytingum. Og ekki bara á einhverjum vinnudegi heldur á aðfangadegi. Og það örskömmu eftir að embætti þessa sama undirmanns var að taka upp mál sem varðar brot samflokksmanns þíns og eins nánasta samstarfsmanns. Jafnvel ef dómsmálaráðherra var ekki að gera neitt rangt þá lítur málið illa út og er alls ekki traustvekjandi. En reglan í íslenskum stjórnmálum er ekki að hafa vaðið fyrir neðan sig heldur að gera það sem hentar viðkomandi og vinum hans svo lengi sem það eru ekki bein, sannanleg lögbrot. En það er nú reyndar ekki alveg rétt hjá mér. Fyrrverandi dómsmálaráðherra ákvað nefnilega að taka sínar eigin ákvarðanir, aðeins að aðstoða vini sína, sem var lögbrot. Heldur dýrt lögbrot. Kostaði skattgreiðendur 141 milljón króna. Það er svona á pari við einar ævitekjur. Heilu ævistarfi eytt til þess að gera vel við vini sína fremur en að fylgja reglunum. Þessi mál eru þó langt í frá öll spillingar- eða hneykslismálin sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur komið að. Sá listi er langur. Nei þetta eru bara málin sem eru í fjölmiðlum akkurat þessa stundina. En Sjálfstæðisflokkurinn starfar ekki einn. Hann starfar í samstarfi við hina stjórnarflokkana sem virðast vera tilbúnir til þess að líta framhjá flest öllu sem kemur upp til þess að rugga ekki bátnum. Til þess að halda völdum. Ætli það segi ekki allt sem segja þarf að traust á Alþingi hefur verið að meðaltali verið 26,4% frá aldarmótum en er nú óvenju mikið, heil 34%. Íslenska þjóðin á skilið að æðstu ráðamenn hugsi um hagsmuni þjóðarinnar fremur en vina sinna. Við þurfum stjórnmálamenningu þar sem stjórnmálamenn starfa ekki á gráu eða svörtu svæði heldur á kristaltæru svæði. Því spilling er rándýr. Hún er marg milljarða dýr á hverju ári. Einn stjórnmálaflokkur fremar öðrum hefur verið í forsvari fyrir gagnsæi og skilvirkni í ríkisrekstri, kallað eftir að valdi fylgi ábyrgð í stjórnmálum og verið óhræddur við að láta heyra í sér : Píratar! Höfundur er viðskiptafræðingur, Pírati og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík 2021.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun