Tveir skjálftar yfir þremur í nótt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2021 06:25 Vísindamenn á vegum Veðurstofunnar að störfum í Svartsengi í gær. Ekkert lát er á skjálftahrinunni á svæðinu. Vísir/vilhelm Tveir skjálftar mældust yfir þremur að stærð á Reykjanesskaga í nótt. Ekkert lát er á skjálftavirkni á svæðinu og hafa alls um 390 skjálftar komið inn á sjálfvirka kerfi Veðurstofu Íslands á Reykjanesi frá því á miðnætti. Annar skjálftinn sem mældist yfir þremur í nótt varð klukkan 00:53 og reið yfir klukkan 00:53. Upptök hans voru 3,7 kílómetra suðsuðvestur af Fagradalsfjalli og bárust Veðurstofunni tilkynningar um að hann hefði fundist í Grindavík. Klukkan 03:26 varð síðan stærri skjálfti, 3,4 að stærð, og bárust tilkynningar um að hann hefði fundist á höfuðborgarsvæðinu. Upptök hans voru tvo kílómetra norður af Krýsuvík. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir enn talsverða skjálftavirkni á svæðinu og það megi búast við að svo verði áfram. Engin merki eru um gosóróa og virknin er á sama svæði og hún var í gær, það er frá Kleifarvatni og að Grindavíkurvegi. Virknin hefur því ekki fært sig austur í Brennisteinsfjöll en vísindamenn sögðu í gær að almenningur þyrfti að búa sig undir að skjálftavirknin gæti færst þangað og þá gæti komið enn stærri skjálfti en reið yfir í gær eða allt að 6,5 að stærð. Stærsti skjálftinn sem mældist í gær á Reykjanesinu var 5,7 að stærð og varð klukkan 10:05. Mikill fjöldi eftirskjálfta fylgdi í kjölfarið og voru margir þeirra yfir fjórum að stærð. Skjálftarnir fundust vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land, allt vestur á Ísafjörð og norður í Húnavatnssýslu. Hættustigi almannavarna var lýst yfir síðdegis í gær vegna skjálftahrinunnar og er það gildi á Reykjanesi, höfuðborgarsvæðinu og í Árnessýslu. Þá er fólki bent á að forðast brattar hlíðar þar sem aukin hætta er á grjóthruni og skriðufjöllum í jarðskjálftahrinu sem þessari. Þannig sagði á vef Veðurstofunnar í gær að eitthvað hefði verið um skriðuföll á Reykjanesi vegna skjálftanna. Meðal annars hefði talsvert af grjóti fallið yfir gamla Suðurstrandaveginn sem nú er aflagður. Þá er ekki úr vegi að minna á leiðbeiningar almannavarna um hvernig bregðast eigi við í jarðskjálfta en lesa má um það með því að smella á fréttina hér ofar eða á vef almannavarna hér. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Annar skjálftinn sem mældist yfir þremur í nótt varð klukkan 00:53 og reið yfir klukkan 00:53. Upptök hans voru 3,7 kílómetra suðsuðvestur af Fagradalsfjalli og bárust Veðurstofunni tilkynningar um að hann hefði fundist í Grindavík. Klukkan 03:26 varð síðan stærri skjálfti, 3,4 að stærð, og bárust tilkynningar um að hann hefði fundist á höfuðborgarsvæðinu. Upptök hans voru tvo kílómetra norður af Krýsuvík. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir enn talsverða skjálftavirkni á svæðinu og það megi búast við að svo verði áfram. Engin merki eru um gosóróa og virknin er á sama svæði og hún var í gær, það er frá Kleifarvatni og að Grindavíkurvegi. Virknin hefur því ekki fært sig austur í Brennisteinsfjöll en vísindamenn sögðu í gær að almenningur þyrfti að búa sig undir að skjálftavirknin gæti færst þangað og þá gæti komið enn stærri skjálfti en reið yfir í gær eða allt að 6,5 að stærð. Stærsti skjálftinn sem mældist í gær á Reykjanesinu var 5,7 að stærð og varð klukkan 10:05. Mikill fjöldi eftirskjálfta fylgdi í kjölfarið og voru margir þeirra yfir fjórum að stærð. Skjálftarnir fundust vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land, allt vestur á Ísafjörð og norður í Húnavatnssýslu. Hættustigi almannavarna var lýst yfir síðdegis í gær vegna skjálftahrinunnar og er það gildi á Reykjanesi, höfuðborgarsvæðinu og í Árnessýslu. Þá er fólki bent á að forðast brattar hlíðar þar sem aukin hætta er á grjóthruni og skriðufjöllum í jarðskjálftahrinu sem þessari. Þannig sagði á vef Veðurstofunnar í gær að eitthvað hefði verið um skriðuföll á Reykjanesi vegna skjálftanna. Meðal annars hefði talsvert af grjóti fallið yfir gamla Suðurstrandaveginn sem nú er aflagður. Þá er ekki úr vegi að minna á leiðbeiningar almannavarna um hvernig bregðast eigi við í jarðskjálfta en lesa má um það með því að smella á fréttina hér ofar eða á vef almannavarna hér.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira