Stjóri Atalanta segir dómarann hafa eyðilagt leikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. febrúar 2021 16:01 Tobias Stieler gefur Remo Freuler rauða spjaldið í leik Atalanta og Real Madrid í Bergamo í gær. getty/Tullio Puglia Gian Piero Gasperini, knattspyrnustjóri Atalanta, segir að dómarinn Tobias Stieler hafi eyðilagt leik liðsins gegn Real Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Real Madrid vann leikinn, 0-1, með marki Ferlands Mendy á 86. mínútu. Atalanta var manni færri frá 17. mínútu þegar Remo Freuler var rekinn af velli fyrir brot á Mendy. Gasperini segir að leiknum hafi lokið þegar Freuler var rekinn út af. „Ég veit ekki hver úrslitin hefðu orðið en leikurinn var eyðilagður vegna atviks sem var oftúlkað,“ sagði Gasperini eftir leikinn. „Ég er nýbúinn að fá bann heima fyrir fyrir ummæli mín. Ef ég segi eitthvað núna dæmir UEFA mig í mánaðar bann. Þetta er fótboltasjálfsmorð. Við getum ekki verið með dómara sem hafa aldrei spilað leikinn og þekkja ekki muninn á tilraun í boltann og broti. Ef þeir þekkja ekki muninn ættu þeir að finna sér eitthvað annað að gera. Þeir ættu að fá fólk sem hefur spilað leikinn.“ Þrátt fyrir 0-1 tap var Gasperini nokkuð sáttur með frammistöðu sinna manna í leiknum í gær. „Við vörðumst vel og vorum nálægt því að gera markalaust jafntefli. En þetta hefði klárlega verið skemmtilegra ellefu á móti ellefu,“ sagði Gasperini. „Við hefðum getað tapað hvort sem er, ég er ekki að kvarta yfir úrslitunum, en við hefðum að minnsta kosti getað spilað okkar leik. Við erum samt sáttir og förum til Madrídar til að spila okkar leik.“ Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu hvernig Mendy fór með Atalanta og mörk City í Þýskalandi Ferland Mendy fiskaði mann af velli með rautt spjald og skoraði glæsilegt mark í sigri Real Madrid gegn Atalanta í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. 25. febrúar 2021 09:01 Þrumufleygur Mendy lykillinn gegn tíu mönnum Atalanta Real Madrid er með 1-0 forystu eftir fyrri leikinn gegn Atalanta í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en liðin mættust í Bergamó. 24. febrúar 2021 21:54 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Real Madrid vann leikinn, 0-1, með marki Ferlands Mendy á 86. mínútu. Atalanta var manni færri frá 17. mínútu þegar Remo Freuler var rekinn af velli fyrir brot á Mendy. Gasperini segir að leiknum hafi lokið þegar Freuler var rekinn út af. „Ég veit ekki hver úrslitin hefðu orðið en leikurinn var eyðilagður vegna atviks sem var oftúlkað,“ sagði Gasperini eftir leikinn. „Ég er nýbúinn að fá bann heima fyrir fyrir ummæli mín. Ef ég segi eitthvað núna dæmir UEFA mig í mánaðar bann. Þetta er fótboltasjálfsmorð. Við getum ekki verið með dómara sem hafa aldrei spilað leikinn og þekkja ekki muninn á tilraun í boltann og broti. Ef þeir þekkja ekki muninn ættu þeir að finna sér eitthvað annað að gera. Þeir ættu að fá fólk sem hefur spilað leikinn.“ Þrátt fyrir 0-1 tap var Gasperini nokkuð sáttur með frammistöðu sinna manna í leiknum í gær. „Við vörðumst vel og vorum nálægt því að gera markalaust jafntefli. En þetta hefði klárlega verið skemmtilegra ellefu á móti ellefu,“ sagði Gasperini. „Við hefðum getað tapað hvort sem er, ég er ekki að kvarta yfir úrslitunum, en við hefðum að minnsta kosti getað spilað okkar leik. Við erum samt sáttir og förum til Madrídar til að spila okkar leik.“ Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu hvernig Mendy fór með Atalanta og mörk City í Þýskalandi Ferland Mendy fiskaði mann af velli með rautt spjald og skoraði glæsilegt mark í sigri Real Madrid gegn Atalanta í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. 25. febrúar 2021 09:01 Þrumufleygur Mendy lykillinn gegn tíu mönnum Atalanta Real Madrid er með 1-0 forystu eftir fyrri leikinn gegn Atalanta í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en liðin mættust í Bergamó. 24. febrúar 2021 21:54 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Sjáðu hvernig Mendy fór með Atalanta og mörk City í Þýskalandi Ferland Mendy fiskaði mann af velli með rautt spjald og skoraði glæsilegt mark í sigri Real Madrid gegn Atalanta í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. 25. febrúar 2021 09:01
Þrumufleygur Mendy lykillinn gegn tíu mönnum Atalanta Real Madrid er með 1-0 forystu eftir fyrri leikinn gegn Atalanta í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en liðin mættust í Bergamó. 24. febrúar 2021 21:54
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn