Borgin greiðir Alex Má bætur vegna stuðningsfulltrúans Kolbeinn Tumi Daðason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 25. febrúar 2021 16:50 Alex Már Jóhannsson gengur sáttur frá borði. Vísir/SigurjónÓ Alex Már Jóhannsson, 25 ára karlmaður sem varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu stuðningsfulltrúa sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur, hefur komist að samkomulagi við Reykjavíkurborg um skaðabætur. Upphæðin fæst ekki uppgefin en Alex Már segist ganga sáttur frá borði. Málinu sé lokið af hans hálfu. „Þetta fór betur en ég hélt því að allt svona tekur gríðarlega mikinn tíma og þegar svona mál er í ferli þá er þetta mikil andleg pressa á mann. Þannig að það er svakalega mikill léttir á manni að vita að þessu er loksins lokið,“ segir Alex í samtali við Vísi. „Þau hafa viðurkennt mistök sín og eru að gera upp þetta mál og mér finnst það bara geggjað, ég gæti ekki verið sáttari.“ Ekki tekið mark á honum í fyrstu Alex viðurkennir þó að hann hafi ekki alltaf verið bjartsýnn á að niðurstaðan yrði á þessa leið. „Ég var mikið þannig. Ég get alveg viðurkennt það að ég var ekkert voðalega bjartsýnn. Fyrst þegar við komum málinu í gang tók það langan tíma og ekki tekið mark á því einu sinni,“ segir Alex. Þá vonar hann að mál hans reynist öðrum þolendum innblástur til að leita réttar síns. „Ég vona að með þessu áframhaldi geti aðrir sem eru í minni stöðu tekið þetta mál til fyrirmyndar og ekki gefist upp því það er alveg gríðarlega erfitt að vera í þessari baráttu.“ Stuðningsfulltrúinn var í sumar dæmdur í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir brot gegn þremur börnum. Hann var yfirmaður á skammtímaheimili á vegum Barnaverndar Reykjavíkur og átti þar heimili. Árið 2018 bárust níu kærur um kynferðisofbeldi frá börnum sem voru í hans umsjá. Í ljós kom að Reykjavíkurborg hafði fengið tilkynningu um slíkar grunsemdir tíu árum áður eða árið 2008. Borgarstarfsmaður gerði mistök með því að tilkynna það ekki til barnaverndar Reykjavíkur með þeim afleiðingum að maðurinn vann áfram með börnum. Sævar Þór Jónsson, lögmaður Alex Más, segir borgina hafa viðurkennt mistök sín í málinu að því er varðaði að koma tilkynningunni ekki áfram til barnaverndar. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Skaðabætur frá borginni færi honum ekki barnsárin aftur Reykjavíkurborg hefur hafið samningaviðræður um skaðabætur við ungan mann sem varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu stuðningsfulltrúa sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur. Ungi maðurinn fagnar því að þurfa ekki að ganga í gegnum annað dómsmál. 5. nóvember 2020 19:00 Stuðningsfulltrúinn dæmdur í fimm ára fangelsi Fyrrverandi stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi af Landsrétti fyrir kynferðisbrot. Hann var ákærður fyrir að hafa brotið á fjórum börnum og einum ungum pilti en var sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2020 23:48 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Upphæðin fæst ekki uppgefin en Alex Már segist ganga sáttur frá borði. Málinu sé lokið af hans hálfu. „Þetta fór betur en ég hélt því að allt svona tekur gríðarlega mikinn tíma og þegar svona mál er í ferli þá er þetta mikil andleg pressa á mann. Þannig að það er svakalega mikill léttir á manni að vita að þessu er loksins lokið,“ segir Alex í samtali við Vísi. „Þau hafa viðurkennt mistök sín og eru að gera upp þetta mál og mér finnst það bara geggjað, ég gæti ekki verið sáttari.“ Ekki tekið mark á honum í fyrstu Alex viðurkennir þó að hann hafi ekki alltaf verið bjartsýnn á að niðurstaðan yrði á þessa leið. „Ég var mikið þannig. Ég get alveg viðurkennt það að ég var ekkert voðalega bjartsýnn. Fyrst þegar við komum málinu í gang tók það langan tíma og ekki tekið mark á því einu sinni,“ segir Alex. Þá vonar hann að mál hans reynist öðrum þolendum innblástur til að leita réttar síns. „Ég vona að með þessu áframhaldi geti aðrir sem eru í minni stöðu tekið þetta mál til fyrirmyndar og ekki gefist upp því það er alveg gríðarlega erfitt að vera í þessari baráttu.“ Stuðningsfulltrúinn var í sumar dæmdur í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir brot gegn þremur börnum. Hann var yfirmaður á skammtímaheimili á vegum Barnaverndar Reykjavíkur og átti þar heimili. Árið 2018 bárust níu kærur um kynferðisofbeldi frá börnum sem voru í hans umsjá. Í ljós kom að Reykjavíkurborg hafði fengið tilkynningu um slíkar grunsemdir tíu árum áður eða árið 2008. Borgarstarfsmaður gerði mistök með því að tilkynna það ekki til barnaverndar Reykjavíkur með þeim afleiðingum að maðurinn vann áfram með börnum. Sævar Þór Jónsson, lögmaður Alex Más, segir borgina hafa viðurkennt mistök sín í málinu að því er varðaði að koma tilkynningunni ekki áfram til barnaverndar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Skaðabætur frá borginni færi honum ekki barnsárin aftur Reykjavíkurborg hefur hafið samningaviðræður um skaðabætur við ungan mann sem varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu stuðningsfulltrúa sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur. Ungi maðurinn fagnar því að þurfa ekki að ganga í gegnum annað dómsmál. 5. nóvember 2020 19:00 Stuðningsfulltrúinn dæmdur í fimm ára fangelsi Fyrrverandi stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi af Landsrétti fyrir kynferðisbrot. Hann var ákærður fyrir að hafa brotið á fjórum börnum og einum ungum pilti en var sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2020 23:48 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Skaðabætur frá borginni færi honum ekki barnsárin aftur Reykjavíkurborg hefur hafið samningaviðræður um skaðabætur við ungan mann sem varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu stuðningsfulltrúa sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur. Ungi maðurinn fagnar því að þurfa ekki að ganga í gegnum annað dómsmál. 5. nóvember 2020 19:00
Stuðningsfulltrúinn dæmdur í fimm ára fangelsi Fyrrverandi stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi af Landsrétti fyrir kynferðisbrot. Hann var ákærður fyrir að hafa brotið á fjórum börnum og einum ungum pilti en var sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2020 23:48