Borgin greiðir Alex Má bætur vegna stuðningsfulltrúans Kolbeinn Tumi Daðason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 25. febrúar 2021 16:50 Alex Már Jóhannsson gengur sáttur frá borði. Vísir/SigurjónÓ Alex Már Jóhannsson, 25 ára karlmaður sem varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu stuðningsfulltrúa sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur, hefur komist að samkomulagi við Reykjavíkurborg um skaðabætur. Upphæðin fæst ekki uppgefin en Alex Már segist ganga sáttur frá borði. Málinu sé lokið af hans hálfu. „Þetta fór betur en ég hélt því að allt svona tekur gríðarlega mikinn tíma og þegar svona mál er í ferli þá er þetta mikil andleg pressa á mann. Þannig að það er svakalega mikill léttir á manni að vita að þessu er loksins lokið,“ segir Alex í samtali við Vísi. „Þau hafa viðurkennt mistök sín og eru að gera upp þetta mál og mér finnst það bara geggjað, ég gæti ekki verið sáttari.“ Ekki tekið mark á honum í fyrstu Alex viðurkennir þó að hann hafi ekki alltaf verið bjartsýnn á að niðurstaðan yrði á þessa leið. „Ég var mikið þannig. Ég get alveg viðurkennt það að ég var ekkert voðalega bjartsýnn. Fyrst þegar við komum málinu í gang tók það langan tíma og ekki tekið mark á því einu sinni,“ segir Alex. Þá vonar hann að mál hans reynist öðrum þolendum innblástur til að leita réttar síns. „Ég vona að með þessu áframhaldi geti aðrir sem eru í minni stöðu tekið þetta mál til fyrirmyndar og ekki gefist upp því það er alveg gríðarlega erfitt að vera í þessari baráttu.“ Stuðningsfulltrúinn var í sumar dæmdur í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir brot gegn þremur börnum. Hann var yfirmaður á skammtímaheimili á vegum Barnaverndar Reykjavíkur og átti þar heimili. Árið 2018 bárust níu kærur um kynferðisofbeldi frá börnum sem voru í hans umsjá. Í ljós kom að Reykjavíkurborg hafði fengið tilkynningu um slíkar grunsemdir tíu árum áður eða árið 2008. Borgarstarfsmaður gerði mistök með því að tilkynna það ekki til barnaverndar Reykjavíkur með þeim afleiðingum að maðurinn vann áfram með börnum. Sævar Þór Jónsson, lögmaður Alex Más, segir borgina hafa viðurkennt mistök sín í málinu að því er varðaði að koma tilkynningunni ekki áfram til barnaverndar. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Skaðabætur frá borginni færi honum ekki barnsárin aftur Reykjavíkurborg hefur hafið samningaviðræður um skaðabætur við ungan mann sem varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu stuðningsfulltrúa sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur. Ungi maðurinn fagnar því að þurfa ekki að ganga í gegnum annað dómsmál. 5. nóvember 2020 19:00 Stuðningsfulltrúinn dæmdur í fimm ára fangelsi Fyrrverandi stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi af Landsrétti fyrir kynferðisbrot. Hann var ákærður fyrir að hafa brotið á fjórum börnum og einum ungum pilti en var sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2020 23:48 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Upphæðin fæst ekki uppgefin en Alex Már segist ganga sáttur frá borði. Málinu sé lokið af hans hálfu. „Þetta fór betur en ég hélt því að allt svona tekur gríðarlega mikinn tíma og þegar svona mál er í ferli þá er þetta mikil andleg pressa á mann. Þannig að það er svakalega mikill léttir á manni að vita að þessu er loksins lokið,“ segir Alex í samtali við Vísi. „Þau hafa viðurkennt mistök sín og eru að gera upp þetta mál og mér finnst það bara geggjað, ég gæti ekki verið sáttari.“ Ekki tekið mark á honum í fyrstu Alex viðurkennir þó að hann hafi ekki alltaf verið bjartsýnn á að niðurstaðan yrði á þessa leið. „Ég var mikið þannig. Ég get alveg viðurkennt það að ég var ekkert voðalega bjartsýnn. Fyrst þegar við komum málinu í gang tók það langan tíma og ekki tekið mark á því einu sinni,“ segir Alex. Þá vonar hann að mál hans reynist öðrum þolendum innblástur til að leita réttar síns. „Ég vona að með þessu áframhaldi geti aðrir sem eru í minni stöðu tekið þetta mál til fyrirmyndar og ekki gefist upp því það er alveg gríðarlega erfitt að vera í þessari baráttu.“ Stuðningsfulltrúinn var í sumar dæmdur í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir brot gegn þremur börnum. Hann var yfirmaður á skammtímaheimili á vegum Barnaverndar Reykjavíkur og átti þar heimili. Árið 2018 bárust níu kærur um kynferðisofbeldi frá börnum sem voru í hans umsjá. Í ljós kom að Reykjavíkurborg hafði fengið tilkynningu um slíkar grunsemdir tíu árum áður eða árið 2008. Borgarstarfsmaður gerði mistök með því að tilkynna það ekki til barnaverndar Reykjavíkur með þeim afleiðingum að maðurinn vann áfram með börnum. Sævar Þór Jónsson, lögmaður Alex Más, segir borgina hafa viðurkennt mistök sín í málinu að því er varðaði að koma tilkynningunni ekki áfram til barnaverndar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Skaðabætur frá borginni færi honum ekki barnsárin aftur Reykjavíkurborg hefur hafið samningaviðræður um skaðabætur við ungan mann sem varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu stuðningsfulltrúa sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur. Ungi maðurinn fagnar því að þurfa ekki að ganga í gegnum annað dómsmál. 5. nóvember 2020 19:00 Stuðningsfulltrúinn dæmdur í fimm ára fangelsi Fyrrverandi stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi af Landsrétti fyrir kynferðisbrot. Hann var ákærður fyrir að hafa brotið á fjórum börnum og einum ungum pilti en var sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2020 23:48 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Skaðabætur frá borginni færi honum ekki barnsárin aftur Reykjavíkurborg hefur hafið samningaviðræður um skaðabætur við ungan mann sem varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu stuðningsfulltrúa sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur. Ungi maðurinn fagnar því að þurfa ekki að ganga í gegnum annað dómsmál. 5. nóvember 2020 19:00
Stuðningsfulltrúinn dæmdur í fimm ára fangelsi Fyrrverandi stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi af Landsrétti fyrir kynferðisbrot. Hann var ákærður fyrir að hafa brotið á fjórum börnum og einum ungum pilti en var sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 11. júní 2020 23:48