Ungt fólk er ungu fólki best Una Hildardóttir og Geir Finnsson skrifa 26. febrúar 2021 09:00 Í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins voru smit tíðust á meðal fólks undir þrítugu og fóru því spjótin að beinast gegn ungu fólki. Þá ályktuðu m.a. heilbrigðisyfirvöld að ástæðan hlyti að stafa af misbresti í upplýsingagjöf til yngri kynslóða. Fjölmiðlar gripu til þeirra ráða að fá sjálfskipaða sérfræðinga, sem seint skilgreinast sem ungt fólk, í viðtöl til að ræða upplifun ungs fólks og viðhorf þeirra til faraldursins og lausn á vandanum. Umræðan tók hins vegar stefnubreytingu þegar fulltrúar Landssambands Ungmennafélaga (LUF) létu í sér heyra og fengu tækifæri til þess að ræða opinskátt um stöðu ungs fólks á vettvangi upplýsingafunda almannavarna og í fjölmiðlum. Kastljósið beindist að nýju og marktækara sjónarhorni byggt á tölfræði Gallup sem sýnir fram á að ungt fólk væri almennt jafn upplýst og eldri kynslóðir og tæki faraldrinum alvarlega. Fulltrúar LUF bentu m.a. á að ungt fólk væri afar fjölbreyttur hópur sem byggi almennt við allt aðra stöðu en aðrir hópar samfélagsins, enda væru þetta oftast tekjulágir einstaklingar, líklegri til þess að vinna framlínustörf, eða við þjónustu og þar með útsettari fyrir smitum. Ungt fólk er ungu fólki best. Við þekkjum veruleika okkar betur en nokkur annar og erum fullfær um að tjá skoðanir okkar eða lýsa eigin aðstæðum. Þess vegna er eðlilegast að við eigum beina aðild að umræðum og ákvörðunum um málefni sem okkur varða. Það er undir þeim formerkjum sem við höfum í forystu okkar skipulagt starf LUF síðastliðin ár, en raunin hefur verið sú að ungu fólki hefur ekki verið boðið að sitja við sama borð og njóta sömu virðingar og aðrir samfélagshópar þegar málefni þess hefur borið á góma. Borið hefur á tregðu til að veita þeim fullt, lýðræðislegt umboð til að ráðstafa eigin lífi og aðgengi þess að umræðuvettvöngum takmarkað. Aukið samstarf stjórnvalda og LUF er því ákveðinn sigur í réttindabaráttu ungs fólks þar sem tekin hafa verið mikilvæg skref í átt að aukinni valdeflingu og lýðræðislegri nálgun við samráð. Frá því að undirrituð tóku við formennsku LUF í byrjun árs 2019 hefur Ísland meðal annars skipað fimm ungmennafulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum, lýðræðislega kjörna af öðru ungu fólki. Sama ár hófst jafnframt samstarfsverkefni LUF og félags- og barnamálaráðuneytisins þar sem samráð á vegum ráðuneytisins við ungt fólk fór fram á vettvangi Leiðtogaráðs LUF. Valdefling ungs fólks Síðustu ár hefur LUF farið fyrir, eða komið að fjölbreyttum verkefnum og viðburðum með það að markmiði að valdefla ungt fólk og styrkja sjálfstraust þess í hagsmunabaráttu. Leiðtogaskóli Íslands gegnir þar lykilhlutverki enda hefur hann hlotið viðurkenningu fyrir „bestu starfsvenjur“ (e. best practices) innan Evrópuráðsins og erlend ungmennasamtök óskað eftir leiðsögn LUF við skipulagningu sambærilegra viðburða. Þrátt fyrir þær áskoranir sem heimsfaraldurinn hefur haft í för með sér hefur okkur tekist að láta deigan ekki síga. Í stjórnartíð okkar höfum við kappkostað að efna til samstarfs við fjölbreytta aðila og efla LUF sem vettvang fyrir fjölbreyttan hóp skipaðan fulltrúum ungs fólks. Fjöldi aðildarfélaga okkar hefur vaxið og um leið eflt skilning okkar á stöðu ungs fólks. Sem dæmi hefur Ungmennaráð Þroskahjálpar veitt okkur ómetanlega innsýn í þann veruleika ungmenna sem finnst ekki á sig hlustað og upplifa úrræðaleysi þegar kemur að tækifærum til áhrifa gagnvart kerfi sem mismunar þeim. Raunverulegt samráð við fjöldahreyfingu ungs fólks, öruggt aðgengi þess að ákvarðanatöku og vettvangur til tjáningar fyrir alla hópa samfélagsins er grundvallarforsenda fyrir þátttöku í lýðræðissamfélagi. Lítum fram á við Á morgun, laugardaginn 27. febrúar verður árlegt sambandsþing LUF haldið. Þá gefst tækifæri til að taka saman það sem staðið hefur upp úr í ungmennastarfi á Íslandi. Þegar litið er yfir farinn veg getum við ekki annað en fyllst stolti yfir því sem við höfum áorkað á síðastliðnum misserum þrátt fyrir fordæmalausan mótvind. Verkefnin eru þó næg fram undan. Ísland er enn þá eitt fárra ríkja sem ekki hafa sett sér stefnu í málefnum ungs fólks sem Sameinuðu þjóðirnar skoruðu á aðildarríki að huga að í ályktun árið 1996. Þannig erum við Íslendingar enn eftirbátar nágrannaríkja okkar í þeim efnum. Auk þess skortir jafnræði þegar kemur að fjárúthlutunum til ungmennasamtaka hérlendis en fráfarandi stjórn leggur til að áhersla verði lögð á þau baráttumál á komandi starfsári. Að okkar mati er baráttugleðin og trúin á eigin málsstað það sem mestu skiptir í sókn ungs fólks til sigurs, því þegar ungt fólk stendur saman og lætur í sér heyra má færa fjöll. En þrátt fyrir góða siglingu og eflingu hagsmunasamtaka ungs fólks er leiðangurinn rétt að byrja. Una er forseti LUF og Geir er varaforseti LUF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Una Hildardóttir Geir Finnsson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins voru smit tíðust á meðal fólks undir þrítugu og fóru því spjótin að beinast gegn ungu fólki. Þá ályktuðu m.a. heilbrigðisyfirvöld að ástæðan hlyti að stafa af misbresti í upplýsingagjöf til yngri kynslóða. Fjölmiðlar gripu til þeirra ráða að fá sjálfskipaða sérfræðinga, sem seint skilgreinast sem ungt fólk, í viðtöl til að ræða upplifun ungs fólks og viðhorf þeirra til faraldursins og lausn á vandanum. Umræðan tók hins vegar stefnubreytingu þegar fulltrúar Landssambands Ungmennafélaga (LUF) létu í sér heyra og fengu tækifæri til þess að ræða opinskátt um stöðu ungs fólks á vettvangi upplýsingafunda almannavarna og í fjölmiðlum. Kastljósið beindist að nýju og marktækara sjónarhorni byggt á tölfræði Gallup sem sýnir fram á að ungt fólk væri almennt jafn upplýst og eldri kynslóðir og tæki faraldrinum alvarlega. Fulltrúar LUF bentu m.a. á að ungt fólk væri afar fjölbreyttur hópur sem byggi almennt við allt aðra stöðu en aðrir hópar samfélagsins, enda væru þetta oftast tekjulágir einstaklingar, líklegri til þess að vinna framlínustörf, eða við þjónustu og þar með útsettari fyrir smitum. Ungt fólk er ungu fólki best. Við þekkjum veruleika okkar betur en nokkur annar og erum fullfær um að tjá skoðanir okkar eða lýsa eigin aðstæðum. Þess vegna er eðlilegast að við eigum beina aðild að umræðum og ákvörðunum um málefni sem okkur varða. Það er undir þeim formerkjum sem við höfum í forystu okkar skipulagt starf LUF síðastliðin ár, en raunin hefur verið sú að ungu fólki hefur ekki verið boðið að sitja við sama borð og njóta sömu virðingar og aðrir samfélagshópar þegar málefni þess hefur borið á góma. Borið hefur á tregðu til að veita þeim fullt, lýðræðislegt umboð til að ráðstafa eigin lífi og aðgengi þess að umræðuvettvöngum takmarkað. Aukið samstarf stjórnvalda og LUF er því ákveðinn sigur í réttindabaráttu ungs fólks þar sem tekin hafa verið mikilvæg skref í átt að aukinni valdeflingu og lýðræðislegri nálgun við samráð. Frá því að undirrituð tóku við formennsku LUF í byrjun árs 2019 hefur Ísland meðal annars skipað fimm ungmennafulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum, lýðræðislega kjörna af öðru ungu fólki. Sama ár hófst jafnframt samstarfsverkefni LUF og félags- og barnamálaráðuneytisins þar sem samráð á vegum ráðuneytisins við ungt fólk fór fram á vettvangi Leiðtogaráðs LUF. Valdefling ungs fólks Síðustu ár hefur LUF farið fyrir, eða komið að fjölbreyttum verkefnum og viðburðum með það að markmiði að valdefla ungt fólk og styrkja sjálfstraust þess í hagsmunabaráttu. Leiðtogaskóli Íslands gegnir þar lykilhlutverki enda hefur hann hlotið viðurkenningu fyrir „bestu starfsvenjur“ (e. best practices) innan Evrópuráðsins og erlend ungmennasamtök óskað eftir leiðsögn LUF við skipulagningu sambærilegra viðburða. Þrátt fyrir þær áskoranir sem heimsfaraldurinn hefur haft í för með sér hefur okkur tekist að láta deigan ekki síga. Í stjórnartíð okkar höfum við kappkostað að efna til samstarfs við fjölbreytta aðila og efla LUF sem vettvang fyrir fjölbreyttan hóp skipaðan fulltrúum ungs fólks. Fjöldi aðildarfélaga okkar hefur vaxið og um leið eflt skilning okkar á stöðu ungs fólks. Sem dæmi hefur Ungmennaráð Þroskahjálpar veitt okkur ómetanlega innsýn í þann veruleika ungmenna sem finnst ekki á sig hlustað og upplifa úrræðaleysi þegar kemur að tækifærum til áhrifa gagnvart kerfi sem mismunar þeim. Raunverulegt samráð við fjöldahreyfingu ungs fólks, öruggt aðgengi þess að ákvarðanatöku og vettvangur til tjáningar fyrir alla hópa samfélagsins er grundvallarforsenda fyrir þátttöku í lýðræðissamfélagi. Lítum fram á við Á morgun, laugardaginn 27. febrúar verður árlegt sambandsþing LUF haldið. Þá gefst tækifæri til að taka saman það sem staðið hefur upp úr í ungmennastarfi á Íslandi. Þegar litið er yfir farinn veg getum við ekki annað en fyllst stolti yfir því sem við höfum áorkað á síðastliðnum misserum þrátt fyrir fordæmalausan mótvind. Verkefnin eru þó næg fram undan. Ísland er enn þá eitt fárra ríkja sem ekki hafa sett sér stefnu í málefnum ungs fólks sem Sameinuðu þjóðirnar skoruðu á aðildarríki að huga að í ályktun árið 1996. Þannig erum við Íslendingar enn eftirbátar nágrannaríkja okkar í þeim efnum. Auk þess skortir jafnræði þegar kemur að fjárúthlutunum til ungmennasamtaka hérlendis en fráfarandi stjórn leggur til að áhersla verði lögð á þau baráttumál á komandi starfsári. Að okkar mati er baráttugleðin og trúin á eigin málsstað það sem mestu skiptir í sókn ungs fólks til sigurs, því þegar ungt fólk stendur saman og lætur í sér heyra má færa fjöll. En þrátt fyrir góða siglingu og eflingu hagsmunasamtaka ungs fólks er leiðangurinn rétt að byrja. Una er forseti LUF og Geir er varaforseti LUF.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun