Nýi methafinn hjá Manchester United vill að nafnið hans sé borið rétt fram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2021 11:31 Shola Shoretire kom inn á hjá Manchester United í gær á móti Real Sociedad og setti nýtt met. AP/Dave Thompson Shola Shoretire setti nýtt félagsmet hjá Manchester United í gærkvöldi þegar enska úrvalsdeildarliðið tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Manchester United lagði grunninn að sæti í næstu umferð með 4-0 útisigri á Real Sociedad í fyrri leiknum og Ole Gunnar Solskjær gat því leyft sér að henda stráknum inn á völlinn. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli og United er í pottinum þegar dregið verður í dag. Shola Shoretire sló í gærkvöldi met sam var búið að vera í eigu Norman Whiteside í rúmlega 38 ár eða síðan 15. september 1982. Norman Whiteside var 17 ára og 131 dags gamall þegar hann spilaði með Manchester United á móti spænska liðinu Valencia á Old Trafford í fyrstu umferð UEFA-bikarsins. Shoretire var 108 dögum yngri í gær eða 17 ára og 23 daga gamall. Mason Greenwood og Gary Neville höfðu báðir verið nálægt því að bæta metið á þessum tíma en þeir spiluðu báðir Evrópuleik fyrir átján ára afmælið sitt. Youngest players for @ManUtd in European games17y 23d Shola Shoretire17y 131d Norman Whiteside17y 156d Mason Greenwood17y 211d Gary Neville pic.twitter.com/WQXf3ubT64— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) February 25, 2021 Shola Shoretire þykir mjög efnilegur knattspyrnumaður og menn eru greinilega mjög spenntir fyrir honum á Old Trafford víst að hann er farinn að koma inn á í leikjum með aðalliðinu. Shoretire fékk eina mínútu í síðasta deildarleik á móti Newcastle og svo fjórtán mínútur í gærkvöldi þegar hann kom inn á völlinn fyrir Mason Greenwood. Greenwood var 133 dögum eldri þegar hann spilaði sinn fyrsta Evrópuleik fyrir félagið á sínum tíma. Shoretire er farinn að skapa sér nafn en það er eins og sumir knattspyrnusérfræðingar séu ekki alveg með nafnið hans á hreinu. Knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær ræddi nefnilega framburðinn á nafni Shoretire á blaðamannafundi eftir leikinn eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar má líka heyra hvernig á að bera fram nafn Shoretire. PSA: Ole Gunnar Solskjaer tells everyone how to pronounce 'Shoretire' correctly pic.twitter.com/QCWgEaOZj4— Mirror Football (@MirrorFootball) February 26, 2021 Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Sjá meira
Manchester United lagði grunninn að sæti í næstu umferð með 4-0 útisigri á Real Sociedad í fyrri leiknum og Ole Gunnar Solskjær gat því leyft sér að henda stráknum inn á völlinn. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli og United er í pottinum þegar dregið verður í dag. Shola Shoretire sló í gærkvöldi met sam var búið að vera í eigu Norman Whiteside í rúmlega 38 ár eða síðan 15. september 1982. Norman Whiteside var 17 ára og 131 dags gamall þegar hann spilaði með Manchester United á móti spænska liðinu Valencia á Old Trafford í fyrstu umferð UEFA-bikarsins. Shoretire var 108 dögum yngri í gær eða 17 ára og 23 daga gamall. Mason Greenwood og Gary Neville höfðu báðir verið nálægt því að bæta metið á þessum tíma en þeir spiluðu báðir Evrópuleik fyrir átján ára afmælið sitt. Youngest players for @ManUtd in European games17y 23d Shola Shoretire17y 131d Norman Whiteside17y 156d Mason Greenwood17y 211d Gary Neville pic.twitter.com/WQXf3ubT64— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) February 25, 2021 Shola Shoretire þykir mjög efnilegur knattspyrnumaður og menn eru greinilega mjög spenntir fyrir honum á Old Trafford víst að hann er farinn að koma inn á í leikjum með aðalliðinu. Shoretire fékk eina mínútu í síðasta deildarleik á móti Newcastle og svo fjórtán mínútur í gærkvöldi þegar hann kom inn á völlinn fyrir Mason Greenwood. Greenwood var 133 dögum eldri þegar hann spilaði sinn fyrsta Evrópuleik fyrir félagið á sínum tíma. Shoretire er farinn að skapa sér nafn en það er eins og sumir knattspyrnusérfræðingar séu ekki alveg með nafnið hans á hreinu. Knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær ræddi nefnilega framburðinn á nafni Shoretire á blaðamannafundi eftir leikinn eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar má líka heyra hvernig á að bera fram nafn Shoretire. PSA: Ole Gunnar Solskjaer tells everyone how to pronounce 'Shoretire' correctly pic.twitter.com/QCWgEaOZj4— Mirror Football (@MirrorFootball) February 26, 2021
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Sjá meira