Barnalega bjartsýn Vala Rún Magnúsdóttir skrifar 26. febrúar 2021 12:31 Dropinn holar steininn. Margt smátt gerir eitt stórt. Safnast þegar saman kemur. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Ég hef aldrei tengt við þessa málshætti eða orðatiltæki. Ég er, eins og ég segi sjálf, barnalega bjartsýn og ótrúlega óþolinmóð. Ég skil ekki afhverju sumir hlutir taka langan tíma, þetta er bara spurning um að taka ákvörðun og henda hlutunum í framkvæmd. Jafnrétti í heiminum er stöðugt í umræðunni, enda ærin ástæða til, en lítill árangur hefur náðst og virðist sama hvort það snúi að kyni, kynþætti, kynhneigð, uppruna eða öðru. Ávallt er vísað í að þetta taki bara ákveðinn tíma, þetta muni deyja út með kynslóðum eða að þetta einfaldlega hafi bara alltaf verið svona. Þegar heimsfaraldurinn skall á fyrir um ári síðan gerðist eitthvað magnað. Öll heimsbyggðin stóð saman og langflest tókum við þátt í að koma í veg fyrir smit, sinntum sóttkví, héldum fjarlægð, hættum við brúðkaupin og tónleikana, héldum okkur heima fyrir og lærðum að lifa upp á nýtt, í nýjum veruleika. Stjórnvöld, vísindafólk, sérfræðingar og allt samfélagið stóðu saman og sigldu í sömu átt með sama markmið; að sigrast á þessu alheims vandamáli. Af hverju sjáum við ekki sömu viðbrögð við öðrum knýjandi vandamálum og málefnum sem skipta okkur öll alltaf máli? Hægt væri að nefna jafnrétti kynjanna, umhverfismál, geðheilbrigði eða Black Lives Matter hreyfingin, sem allt eru dæmi um nauðsynlegar baráttur sem stuðla að betra samfélagi. Ef viðbrögðin við þessum vandamálum hefðu verið þau sömu og við heimsfaraldrinum, hvað hefði gerst? Hefðu stjórnvöld stokkið til og bannað plast með 3 vikna fyrirvara? Sett viðurlög á kynjakvótalögin um leið og þau voru gefin út? Niðurgreitt sálfræðiþjónustu fyrir löngu síðan? Það væri óskandi að þessi samstaða, orka og drifkraftur í Covid myndu smitast út í önnur vandamál eins og þessi sem ég nefndi hér að ofan. Því oft þarf ekkert bara að hola steininn með einum dropa í einu. Stundum er það skilvirkara að hella heilu vatnsglasi til að ná einhverju fram. En mikilvægast er að stoppa ekki í baráttunni. Einn daginn á maður kannski hálfan dropa, en þann næsta heilt baðkar. Og hver einasti dropi skiptir auðvitað máli. Þess vegna ætlum við í UAK, Ungum athafnakonum, ekki að bíða eftir breytingunum. Við ætlum að taka þátt í þeim, taka af skarið og sýna vilja í verki. Höldum áfram að hafa áhrif. Framkvæmum þær aðgerðir sem þarf. Pönkastu ef þess þarf. Verum djörf. Verum breytingin. Holum steininn. Höfundur er formaður UAK og markaðsfulltrúi 66°Norður. Greinin er skrifuð í tilefni UAK ráðstefnunnar, Frá aðgerðum til áhrifa: Vertu breytingin sem fer fram er í Hörpu 27. febrúar. Hægt er að kaupa miða hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Dropinn holar steininn. Margt smátt gerir eitt stórt. Safnast þegar saman kemur. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Ég hef aldrei tengt við þessa málshætti eða orðatiltæki. Ég er, eins og ég segi sjálf, barnalega bjartsýn og ótrúlega óþolinmóð. Ég skil ekki afhverju sumir hlutir taka langan tíma, þetta er bara spurning um að taka ákvörðun og henda hlutunum í framkvæmd. Jafnrétti í heiminum er stöðugt í umræðunni, enda ærin ástæða til, en lítill árangur hefur náðst og virðist sama hvort það snúi að kyni, kynþætti, kynhneigð, uppruna eða öðru. Ávallt er vísað í að þetta taki bara ákveðinn tíma, þetta muni deyja út með kynslóðum eða að þetta einfaldlega hafi bara alltaf verið svona. Þegar heimsfaraldurinn skall á fyrir um ári síðan gerðist eitthvað magnað. Öll heimsbyggðin stóð saman og langflest tókum við þátt í að koma í veg fyrir smit, sinntum sóttkví, héldum fjarlægð, hættum við brúðkaupin og tónleikana, héldum okkur heima fyrir og lærðum að lifa upp á nýtt, í nýjum veruleika. Stjórnvöld, vísindafólk, sérfræðingar og allt samfélagið stóðu saman og sigldu í sömu átt með sama markmið; að sigrast á þessu alheims vandamáli. Af hverju sjáum við ekki sömu viðbrögð við öðrum knýjandi vandamálum og málefnum sem skipta okkur öll alltaf máli? Hægt væri að nefna jafnrétti kynjanna, umhverfismál, geðheilbrigði eða Black Lives Matter hreyfingin, sem allt eru dæmi um nauðsynlegar baráttur sem stuðla að betra samfélagi. Ef viðbrögðin við þessum vandamálum hefðu verið þau sömu og við heimsfaraldrinum, hvað hefði gerst? Hefðu stjórnvöld stokkið til og bannað plast með 3 vikna fyrirvara? Sett viðurlög á kynjakvótalögin um leið og þau voru gefin út? Niðurgreitt sálfræðiþjónustu fyrir löngu síðan? Það væri óskandi að þessi samstaða, orka og drifkraftur í Covid myndu smitast út í önnur vandamál eins og þessi sem ég nefndi hér að ofan. Því oft þarf ekkert bara að hola steininn með einum dropa í einu. Stundum er það skilvirkara að hella heilu vatnsglasi til að ná einhverju fram. En mikilvægast er að stoppa ekki í baráttunni. Einn daginn á maður kannski hálfan dropa, en þann næsta heilt baðkar. Og hver einasti dropi skiptir auðvitað máli. Þess vegna ætlum við í UAK, Ungum athafnakonum, ekki að bíða eftir breytingunum. Við ætlum að taka þátt í þeim, taka af skarið og sýna vilja í verki. Höldum áfram að hafa áhrif. Framkvæmum þær aðgerðir sem þarf. Pönkastu ef þess þarf. Verum djörf. Verum breytingin. Holum steininn. Höfundur er formaður UAK og markaðsfulltrúi 66°Norður. Greinin er skrifuð í tilefni UAK ráðstefnunnar, Frá aðgerðum til áhrifa: Vertu breytingin sem fer fram er í Hörpu 27. febrúar. Hægt er að kaupa miða hér.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar