Vilja sprengja þinghúsið og drepa þingmenn Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2021 14:18 Margir þingmenn, og þá aðallega þingmenn Repúblikanaflokksins, segjast vilja losna við girðingarnar sem búið er að koma fyrir í kringum þinghúsið í Washington DC. Getty/Chip Somodevilla Starfandi yfirmaður lögreglu Bandaríkjaþings segir öfgamenn sem komu að árásinni á þinghúsið þann 6. janúar, hafa rætt sín á milli um að sprengja þinghúsið í loft upp og drepa eins marga þingmenn og þeir gætu. Það vilji þeir gera þegar Joe Biden flytur fyrstu stefnuræðu sína til þingsins. Þetta sagði Yogananda D. Pittman starfandi lögreglustjóri fyrir þingnefnd sem fundaði um árásina í gær. Það væri meðal annars ástæða þess að öryggisgæsla við þinghúsið væri enn gífurlega mikil. Enn er ekki búið að ákveða hvenær Biden flytur sína fyrstu stefnuræðu. En nýkjörnir forseta ávarpa þingið yfirleitt í febrúar undir þessum lið. Aukin öryggisgæsla birtist meðal annars í girðingum í kringum þinghúsið og hermenn vakta enn þinghúsið. Pittman sagði ógnina enn til staðar og því teldi hún nauðsynlegt að halda öryggisgæslunni áfram. Í frétt Washington Post segir að önnur löggæsluembætti hafi ekki staðfest frásögn Pittman. Talsmaður Alríkislögreglunna hafi neitað að tjá sig. Pittman var einnig spurð út í viðbrögð lögreglunnar við árásinni á þinghúsið og undirbúning fyrir hana. Hún sagði engar trúverðugar upplýsingar hafa bent til að svo færi sem fór. Því hafi lögreglan ekki verið undir ofbeldið búin. Hún sagði að smár en skipulagður hópur óeirðarseggja hefði eggjað aðra mótmælendur upp. Af þeim um tíu þúsund mótmælendum sem fóru að þinghúsinu hinn 6. janúar hafi um átta hundruð farið inn í þinghúsið sjálft. Þetta var í fyrsta sinn sem embættismaður gefur upp áætlaðan fjölda þeirra sem ruddist inn í þinghúsið. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Repúblikanar reyna víða að gera fólki erfiðara að kjósa Repúblikanar víða um Bandaríkin vinna nú hörðum höndum að því að gera fólki erfiðara að taka þátt í kosningum þar í landi. Beina þeir sjónum sínum sérstaklega að póstatkvæðum og öðrum aðferðum sem fólk getur beitt til að greiða utankjörfundaratkvæði. 20. febrúar 2021 11:01 Segir Bandaríkin „snúin aftur“ Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði gesti árlegrar öryggisráðstefnu í München í dag og sagðist ætla að senda skýr skilaboð. Þau væru á þá leið að Bandaríkin væru „snúin aftur“ og að Bandaríkin myndu bæta samskipti bandamanna þeirra hinum megin við Atlantshafið. 19. febrúar 2021 17:07 Trump hellti sér yfir McConnell: „Önug og fýld pólitísk bikkja“ Það verður ekki annað sagt en að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi látið Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana, í öldungadeild Bandríkjaþings, heyra það í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. 17. febrúar 2021 06:55 Trump og Giuliani kærðir af þingmanni vegna árásarinnar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið kærður fyrir alríkisdómstóli vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Kæran var lögð fram af Bennie Thompson, þingmanni Demókrataflokksins. 16. febrúar 2021 15:44 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Þetta sagði Yogananda D. Pittman starfandi lögreglustjóri fyrir þingnefnd sem fundaði um árásina í gær. Það væri meðal annars ástæða þess að öryggisgæsla við þinghúsið væri enn gífurlega mikil. Enn er ekki búið að ákveða hvenær Biden flytur sína fyrstu stefnuræðu. En nýkjörnir forseta ávarpa þingið yfirleitt í febrúar undir þessum lið. Aukin öryggisgæsla birtist meðal annars í girðingum í kringum þinghúsið og hermenn vakta enn þinghúsið. Pittman sagði ógnina enn til staðar og því teldi hún nauðsynlegt að halda öryggisgæslunni áfram. Í frétt Washington Post segir að önnur löggæsluembætti hafi ekki staðfest frásögn Pittman. Talsmaður Alríkislögreglunna hafi neitað að tjá sig. Pittman var einnig spurð út í viðbrögð lögreglunnar við árásinni á þinghúsið og undirbúning fyrir hana. Hún sagði engar trúverðugar upplýsingar hafa bent til að svo færi sem fór. Því hafi lögreglan ekki verið undir ofbeldið búin. Hún sagði að smár en skipulagður hópur óeirðarseggja hefði eggjað aðra mótmælendur upp. Af þeim um tíu þúsund mótmælendum sem fóru að þinghúsinu hinn 6. janúar hafi um átta hundruð farið inn í þinghúsið sjálft. Þetta var í fyrsta sinn sem embættismaður gefur upp áætlaðan fjölda þeirra sem ruddist inn í þinghúsið.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Repúblikanar reyna víða að gera fólki erfiðara að kjósa Repúblikanar víða um Bandaríkin vinna nú hörðum höndum að því að gera fólki erfiðara að taka þátt í kosningum þar í landi. Beina þeir sjónum sínum sérstaklega að póstatkvæðum og öðrum aðferðum sem fólk getur beitt til að greiða utankjörfundaratkvæði. 20. febrúar 2021 11:01 Segir Bandaríkin „snúin aftur“ Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði gesti árlegrar öryggisráðstefnu í München í dag og sagðist ætla að senda skýr skilaboð. Þau væru á þá leið að Bandaríkin væru „snúin aftur“ og að Bandaríkin myndu bæta samskipti bandamanna þeirra hinum megin við Atlantshafið. 19. febrúar 2021 17:07 Trump hellti sér yfir McConnell: „Önug og fýld pólitísk bikkja“ Það verður ekki annað sagt en að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi látið Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana, í öldungadeild Bandríkjaþings, heyra það í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. 17. febrúar 2021 06:55 Trump og Giuliani kærðir af þingmanni vegna árásarinnar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið kærður fyrir alríkisdómstóli vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Kæran var lögð fram af Bennie Thompson, þingmanni Demókrataflokksins. 16. febrúar 2021 15:44 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Repúblikanar reyna víða að gera fólki erfiðara að kjósa Repúblikanar víða um Bandaríkin vinna nú hörðum höndum að því að gera fólki erfiðara að taka þátt í kosningum þar í landi. Beina þeir sjónum sínum sérstaklega að póstatkvæðum og öðrum aðferðum sem fólk getur beitt til að greiða utankjörfundaratkvæði. 20. febrúar 2021 11:01
Segir Bandaríkin „snúin aftur“ Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði gesti árlegrar öryggisráðstefnu í München í dag og sagðist ætla að senda skýr skilaboð. Þau væru á þá leið að Bandaríkin væru „snúin aftur“ og að Bandaríkin myndu bæta samskipti bandamanna þeirra hinum megin við Atlantshafið. 19. febrúar 2021 17:07
Trump hellti sér yfir McConnell: „Önug og fýld pólitísk bikkja“ Það verður ekki annað sagt en að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi látið Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana, í öldungadeild Bandríkjaþings, heyra það í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. 17. febrúar 2021 06:55
Trump og Giuliani kærðir af þingmanni vegna árásarinnar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið kærður fyrir alríkisdómstóli vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Kæran var lögð fram af Bennie Thompson, þingmanni Demókrataflokksins. 16. febrúar 2021 15:44
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent