Urðu að semja við nýjan Bandaríkjamann af því Glover gat farið hvenær sem er Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2021 16:01 Shawn Glover getur hoppað frá borði hvenær sem er á Króknum svo framarlega sem annað félag er tilbúið að kaupa hann út úr samningnum við Tindastól. Hér er hann í leik á móti KR. Vísir/Elín Björg Kanamál karlakörfuboltaliðs Tindastóls eru í uppnámi af því að samningamál Shawn Glover voru að gera félaginu erfitt fyrir rétt áður en félagskiptaglugginn lokaði. Flenard Whitfield er nú kominn með félagsskipti til Tindastóls og er annar Bandaríkjamaður liðsins. Sá sem fyrir er, Shawn Glover, vildi ekki gefa eftir klásúlu í samningi sínum sem gerði honum kleift að losna undan samningi hvenær sem er, fyrir ákveðið verð. Feykir fjallar um þessa furðulegu samningagerð Tindastólsmanna sem er nú að gera félaginu erfitt fyrir. „Við settumst svo niður með honum eftir síðasta leik gegn Grindavík og vildum finna lausnir á því að breyta þessu ákvæði og fá hann til að klára tímabilið og sýna commitment fyrir klúbbinn. Hann, með sínum umboðsmanni neituðu þessu og svarið var bara þannig að daginn eftir var hann boðinn til flestra klúbba í Evrópu og á Íslandi líka. Með það að glugginn sé að loka 1. mars þá setti þetta okkur algjörlega í þá stöðu að við urðum að semja við annan Bandaríkjamann ef við ætluðum ekki að missa bandaríska ígildið þegar myndi líða á tímabilið,“ segir Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, í viðtali við Feyki. Shawn Glover er með 27,3 stig og 7,3 fráköst að meðaltali í níu leikjum með Tindastól í Domino´s deildinni í vetur. Hann er annar stigahæstir leikmaður deildarinnar og er einnig í öðru sæti yfir hæsta framlagið í leik. Flenard Whitfield lék á síðasta tímabili með Haukum en hefur ekki spilað síðan. Hann er því í engri leikæfingu og ekki er vitað um formið hjá honum. Whitfield átti frábært tímabil með Skallagrími 2016-17 en hann var þá með 29,4 stig, 14,6 fráköst og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Á síðasta tímabili var hann með 20,8 stig, 10,3 fráköst og 1,8 stoðsendingu að meðaltali í leik. Shawn Glover verður áfram leikmaður Tindastóls samkvæmt viðtalinu við Baldur en næsti leikur Stólanna er á móti Stjörnunni í Garðabæ á mánudagskvöldið. Nú hefur KKÍ staðfest félagsskipti Flenard Whitfield í Tindastól og mun hann því leika með liðinu í Dominos deild karla...Posted by Feykir on Föstudagur, 26. febrúar 2021 Dominos-deild karla Tindastóll Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Sjá meira
Flenard Whitfield er nú kominn með félagsskipti til Tindastóls og er annar Bandaríkjamaður liðsins. Sá sem fyrir er, Shawn Glover, vildi ekki gefa eftir klásúlu í samningi sínum sem gerði honum kleift að losna undan samningi hvenær sem er, fyrir ákveðið verð. Feykir fjallar um þessa furðulegu samningagerð Tindastólsmanna sem er nú að gera félaginu erfitt fyrir. „Við settumst svo niður með honum eftir síðasta leik gegn Grindavík og vildum finna lausnir á því að breyta þessu ákvæði og fá hann til að klára tímabilið og sýna commitment fyrir klúbbinn. Hann, með sínum umboðsmanni neituðu þessu og svarið var bara þannig að daginn eftir var hann boðinn til flestra klúbba í Evrópu og á Íslandi líka. Með það að glugginn sé að loka 1. mars þá setti þetta okkur algjörlega í þá stöðu að við urðum að semja við annan Bandaríkjamann ef við ætluðum ekki að missa bandaríska ígildið þegar myndi líða á tímabilið,“ segir Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, í viðtali við Feyki. Shawn Glover er með 27,3 stig og 7,3 fráköst að meðaltali í níu leikjum með Tindastól í Domino´s deildinni í vetur. Hann er annar stigahæstir leikmaður deildarinnar og er einnig í öðru sæti yfir hæsta framlagið í leik. Flenard Whitfield lék á síðasta tímabili með Haukum en hefur ekki spilað síðan. Hann er því í engri leikæfingu og ekki er vitað um formið hjá honum. Whitfield átti frábært tímabil með Skallagrími 2016-17 en hann var þá með 29,4 stig, 14,6 fráköst og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Á síðasta tímabili var hann með 20,8 stig, 10,3 fráköst og 1,8 stoðsendingu að meðaltali í leik. Shawn Glover verður áfram leikmaður Tindastóls samkvæmt viðtalinu við Baldur en næsti leikur Stólanna er á móti Stjörnunni í Garðabæ á mánudagskvöldið. Nú hefur KKÍ staðfest félagsskipti Flenard Whitfield í Tindastól og mun hann því leika með liðinu í Dominos deild karla...Posted by Feykir on Föstudagur, 26. febrúar 2021
Dominos-deild karla Tindastóll Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport Fleiri fréttir Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Sjá meira