Golf

Tiger við góða heilsu eftir vel heppnaða aðgerð

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tiger Woods.
Tiger Woods. Getty/Jamie Squire

Golf goðsögnin Tiger Woods er við góða heilsu eftir vel heppnaða aðgerð á hné í kjölfar alvarlegs bílslyss í Los Angeles í byrjun vikunnar.

Woods slasaðist mjög illa á hægri fæti í slysinu sem varð þegar hann missti stjórn á bíl sínum sem hafnaði utan vegar. Woods gekkst undir langa aðgerð í gær þar sem setja þurfti skrúfur og pinna í fót hans.

Fjölskylda kylfingsins hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að aðgerðin hafi heppnast vel og hinn 45 ára gamli Woods sé nú við góða heilsu og hafi hafið endurhæfingu.

Woods var enn að jafna sig eftir bakaðgerð og hefur því ekki verið að keppa að undanförnu. Það verður örugglega langur tími þar til að hann keppir á risamóti aftur ef nokkurn tímann.


Tengdar fréttir

Óska Tiger skjóts og góðs bata

Tiger Woods, einn besti kylfingur allra tíma, lenti í skelfilegu bílslysi fyrr í kvöld. Hann þurfti í kjölfarið að fara í aðgerð vegna meiðsla á fæti eða fótum. Ekki hefur enn komið í ljós hversu alvarleg meiðslin eru en Tiger ku ekki vera í lífshættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×