Allir 1.097 gestirnir fengið sömu þjónustu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. mars 2021 10:28 Gylfi Þór Þórsteinsson í Farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg. Vísir/Vilhelm Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna, segir stoltur af starfinu sem unnið hefur verið í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg undanfarið ár. Ljóst sé að úrræðið hafi virkað vel en í húsinu hefur verið að finna þau afbrigði kórónuveirunnar sem eru mest smitandi. Gylfi Þór gerir upp eitt ár frá því hann var ráðinn til að stýra farsóttarhúsum 1. mars 2020. 1097 gestir hafa dvalið í húsunum og rúmlega helmingur eða 525 hafa verið sýktir af Covid-19. Töluvert fleiri en lagst hafa inn á Landspítalann vegna veirunnar, 327. „Enn þá hefur enginn starfsmaður eða sjálfboðaliði veikst hjá okkur eða þurft að fara í sóttkví vegna vinnunnar í farsóttarhúsi. Bæði vegna þess hve heppin við höfum verið en líka vegna þess hversu alvarlega við sinnum sóttvörnum hjá okkur.“ Alls konar fólk hafi dvalið í húsinu. „Við höfum á þessu ári verið með fólk sem hefur misst maka vegna veirunnar, misst ættingja vegna slysa og þurft að koma til landsins, fólk sem flýr stríðsátök í heimalandi sínu, flóttamenn, ferðamenn og hinn almenna Íslending. Við höfum verið með farósttarhús fyrir jaðaðarsetta einstaklinga, fólkið okkar sem er heimilislaust eða í virkri neyslu,“ segir Gylfi Þór. Allir hafi fengið sömu þjónustu hvort sem þeir voru lagðir inn af rakningarteyminu, Covid-göngudeildinni, félagsmálayfirvöldum eða komu í fylgd lögreglu. „Þegar mest var voru 110 manns í húsum okkar en í dag erum við með fimm, þar af fjóra sýkta af Covid. Þetta hefur verið lærdómsríkt ár, þetta hefur verið sorglegt, þetta hefur verið skemmtilegt og þetta hefur reynt á.“ Ljóst sé að farsóttarhúsin hafi virkað vel. „Við höfum hýst fólk með afbrigði veirunnar sem hafa ekki greinst á landinu, sökum skimana í Leifsstöð, við erum staðurinn þar sem þau afbrigði verða sem eru mest smitandi.“ Hann segir tugi sjálfboðaliða Rauða krossins hafa veitt ómetanlega aðstoð. Þá hafi starfsfólk Íslandshótela, Securitas og Sólar, ásamt sjö starfsmönnum Rauða krossins sem ráðin voru í þetta verkefni, lagt sig fram meira en hægt er að ætlast til. Fyrir það beri að þakka. „Ég er stoltur af starfi okkar og stoltur að hafa fengið að vinna með svona ótrúlegu fólki.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Gylfi Þór gerir upp eitt ár frá því hann var ráðinn til að stýra farsóttarhúsum 1. mars 2020. 1097 gestir hafa dvalið í húsunum og rúmlega helmingur eða 525 hafa verið sýktir af Covid-19. Töluvert fleiri en lagst hafa inn á Landspítalann vegna veirunnar, 327. „Enn þá hefur enginn starfsmaður eða sjálfboðaliði veikst hjá okkur eða þurft að fara í sóttkví vegna vinnunnar í farsóttarhúsi. Bæði vegna þess hve heppin við höfum verið en líka vegna þess hversu alvarlega við sinnum sóttvörnum hjá okkur.“ Alls konar fólk hafi dvalið í húsinu. „Við höfum á þessu ári verið með fólk sem hefur misst maka vegna veirunnar, misst ættingja vegna slysa og þurft að koma til landsins, fólk sem flýr stríðsátök í heimalandi sínu, flóttamenn, ferðamenn og hinn almenna Íslending. Við höfum verið með farósttarhús fyrir jaðaðarsetta einstaklinga, fólkið okkar sem er heimilislaust eða í virkri neyslu,“ segir Gylfi Þór. Allir hafi fengið sömu þjónustu hvort sem þeir voru lagðir inn af rakningarteyminu, Covid-göngudeildinni, félagsmálayfirvöldum eða komu í fylgd lögreglu. „Þegar mest var voru 110 manns í húsum okkar en í dag erum við með fimm, þar af fjóra sýkta af Covid. Þetta hefur verið lærdómsríkt ár, þetta hefur verið sorglegt, þetta hefur verið skemmtilegt og þetta hefur reynt á.“ Ljóst sé að farsóttarhúsin hafi virkað vel. „Við höfum hýst fólk með afbrigði veirunnar sem hafa ekki greinst á landinu, sökum skimana í Leifsstöð, við erum staðurinn þar sem þau afbrigði verða sem eru mest smitandi.“ Hann segir tugi sjálfboðaliða Rauða krossins hafa veitt ómetanlega aðstoð. Þá hafi starfsfólk Íslandshótela, Securitas og Sólar, ásamt sjö starfsmönnum Rauða krossins sem ráðin voru í þetta verkefni, lagt sig fram meira en hægt er að ætlast til. Fyrir það beri að þakka. „Ég er stoltur af starfi okkar og stoltur að hafa fengið að vinna með svona ótrúlegu fólki.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira