Yfirmaður Íslendingaliðsins fór hamförum í viðtali eftir stórleikinn en sá svo að sér Anton Ingi Leifsson skrifar 2. mars 2021 07:00 Jacob Nielsen er framkvæmdastjóri AGF. Hann var ansi pirraður eftir stórleikinn gegn FCK á sunnudag. Lars Ronbog/Getty Jón Dagur Þorsteinsson og samherjar hans í AGF voru allt annað en sáttir við hvernig leikur þeirra gegn FCK endaði á sunnudaginn. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli eftir VAR-atvik, eftir að leikurinn var blásinn af. AGF var 3-1 yfir í hálfleik en Mohamed Daramy minnkaði muninn í síðari hálfleik. Dómarinn flautaði svo leikinn af, áður en VAR kíkti á mögulega vítaspyrnu. Það endaði með því að FCK fékk víti, Jonas Wind jafnaði og leik lokið. Árósarmenn voru ekki sáttir með þetta og umkringdu dómara leiksins ansi ósáttir við þetta en þessu var ekki breytt. Jacob Nielsen, framkvæmdastjóri AGF, blés út í viðtali við Canal 9 eftir leikinn. „Þetta er það sem maður getur búist við hérna. Núna höfum við prufað þettan nokkrum sinnum og þetta er ekki spurning hvort að það sé víti eða ekki,“ sagði hann og hélt áfram. „Hann er búinn að flauta leikinn af og núna hljóta einhverjir að skoða þetta og sjá hvort að þetta sé eftir reglunum.“ „Þeir eru góðir að hafa áhrif á dómarann og setja pressu á hann. Ég skil ekki af hverju það voru sex mínútur í uppbótartíma og svo spilum við sjö mínútur.“ Jacob Nielsen var ikke tilfreds med håndteringen af den kontroversielle VAR-episode i kampen mellem FCK og AGF's sidste minut 😬https://t.co/N0GGbjdkHh— discovery+ sport 🇩🇰 (@dplus_sportDK) February 28, 2021 „Við verðum bara viðurkenna að FCK eru góðir að fá dómarana með sér í lið og það er mjög pirrandi. Ég er ekki fyrsti sem segir þetta og við verðum bara læra að tækla þetta betur,“ sagði Jacob á sunnudaginn. Daginn eftir sá hann hins vegar að sér og bað FCK afsökunar. Hann sagði AGF myndi ekki ganga lengra í málinu og kæra leikinn eins og kom til tals strax eftir leikinn. FCK tók við afsökunarbeiðninni en bað þó menn að gæta orða sinna. „Við höfum samþykkt afsökunarbeiðnina og munum ekki ganga lengra með málið. Þetta er því miður ekki í fyrsta skipti sem svona er talað af fólki í Superligunni og okkur finnst þetta óafsakanlegt og ekki í boði. Þetta er skaðlegt fyrir deildina, leikina sem og dómarana,“ sagði FCK í yfirlýsingu. Kommentar til AGF-direktør Jacob Nielsens udtalelser efter søndagens opgør #fckagf #fcklive https://t.co/laGLfiOxZ6— F.C. København (@FCKobenhavn) March 1, 2021 Eins og áður segir lauk leiknum með 3-3 jafntefli. Jón Dagur spilaði í 68 mínútur fyrir AGF sem er í þriðja sætinu, tveimur stigum á undan FCK sem er í fjórða sætinu. AGF hefur verið mikið Íslendingalið í gegnum tíðina. Jón Dagur leikur eins og áður segir með liðinu nú en Ólafur Kristjánsson, Björn Daníel Sverrisson, Aron Jóhannsson og fleiri hafa leikið með liðinu í gegnum tíðina. Danski boltinn Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
AGF var 3-1 yfir í hálfleik en Mohamed Daramy minnkaði muninn í síðari hálfleik. Dómarinn flautaði svo leikinn af, áður en VAR kíkti á mögulega vítaspyrnu. Það endaði með því að FCK fékk víti, Jonas Wind jafnaði og leik lokið. Árósarmenn voru ekki sáttir með þetta og umkringdu dómara leiksins ansi ósáttir við þetta en þessu var ekki breytt. Jacob Nielsen, framkvæmdastjóri AGF, blés út í viðtali við Canal 9 eftir leikinn. „Þetta er það sem maður getur búist við hérna. Núna höfum við prufað þettan nokkrum sinnum og þetta er ekki spurning hvort að það sé víti eða ekki,“ sagði hann og hélt áfram. „Hann er búinn að flauta leikinn af og núna hljóta einhverjir að skoða þetta og sjá hvort að þetta sé eftir reglunum.“ „Þeir eru góðir að hafa áhrif á dómarann og setja pressu á hann. Ég skil ekki af hverju það voru sex mínútur í uppbótartíma og svo spilum við sjö mínútur.“ Jacob Nielsen var ikke tilfreds med håndteringen af den kontroversielle VAR-episode i kampen mellem FCK og AGF's sidste minut 😬https://t.co/N0GGbjdkHh— discovery+ sport 🇩🇰 (@dplus_sportDK) February 28, 2021 „Við verðum bara viðurkenna að FCK eru góðir að fá dómarana með sér í lið og það er mjög pirrandi. Ég er ekki fyrsti sem segir þetta og við verðum bara læra að tækla þetta betur,“ sagði Jacob á sunnudaginn. Daginn eftir sá hann hins vegar að sér og bað FCK afsökunar. Hann sagði AGF myndi ekki ganga lengra í málinu og kæra leikinn eins og kom til tals strax eftir leikinn. FCK tók við afsökunarbeiðninni en bað þó menn að gæta orða sinna. „Við höfum samþykkt afsökunarbeiðnina og munum ekki ganga lengra með málið. Þetta er því miður ekki í fyrsta skipti sem svona er talað af fólki í Superligunni og okkur finnst þetta óafsakanlegt og ekki í boði. Þetta er skaðlegt fyrir deildina, leikina sem og dómarana,“ sagði FCK í yfirlýsingu. Kommentar til AGF-direktør Jacob Nielsens udtalelser efter søndagens opgør #fckagf #fcklive https://t.co/laGLfiOxZ6— F.C. København (@FCKobenhavn) March 1, 2021 Eins og áður segir lauk leiknum með 3-3 jafntefli. Jón Dagur spilaði í 68 mínútur fyrir AGF sem er í þriðja sætinu, tveimur stigum á undan FCK sem er í fjórða sætinu. AGF hefur verið mikið Íslendingalið í gegnum tíðina. Jón Dagur leikur eins og áður segir með liðinu nú en Ólafur Kristjánsson, Björn Daníel Sverrisson, Aron Jóhannsson og fleiri hafa leikið með liðinu í gegnum tíðina.
Danski boltinn Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira