Gengur mjög illa að vinna gömlu þjálfarana sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2021 14:01 Styrmir Snær Þrastarson hefur spilað vel með Þórsliðinu og sést hér skora á móti Stjörnunni. Vísir/Elín Björg Þórsarar úr Þorlákshöfn hafa verið að gera frábæra hluti í Domino´s deild karla í körfubolta í vetur og eru í öðru sæti deildarinnar þegar keppni hefst á ný eftir landsleikjahlé. Þórsarar fá Njarðvík í heimsókn í Icelandic Glacial höllina í Þorlákshöfn í kvöld en leikurinn hefst klukkan 18.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Þórsliðið hefur unnið þrjá leiki í röð og alls sex af síðustu sjö leikjum sínum. Eina tap liðsins frá og með 22. janúar síðastliðinn var í framlengingu á heimavelli á móti Tindastól. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stólanna og fyrrverandi þjálfari Þórsliðsins, sótti þá tvö stig í sína heimabyggð. Sá leikur var enn eitt dæmið um það að Þórsurum gengur mjög illa að vinna gömlu þjálfarana sína þegar þeir eru farnir til starfa annars staðar. Leikurinn á móti Tindastól á síðasta degi janúarmánaðar var sjötti leikurinn í röð í deildarkeppninni þar sem Þórsarar tapa á móti liði undir stjórn gamals þjálfara. Í kvöld eru Þórsarar í sömu slóðum því nú fá þeir Njarðvíkinga í heimsókn í Þorlákshöfn. Þjálfari Njarðvíkurliðsins er einmitt Einar Árni Jóhannsson sem þjálfaði Þórsarar í þrjú tímabil frá 2015 til 2018. Í viðbót við það er Friðrik Ingi Rúnarsson aðstoðarþjálfari Njarðvíkurliðsins í vetur en hann var þjálfari Þórsara á síðasta tímabili. Einar Árni hefur unnið alla þrjá deildarleiki sína á móti Þór síðan að hann hætti að þjálfa í Þorlákshöfn. Þórsarar hafa einu sinni unnið sinn gamla þjálfara í efstu deild en það var þegar þeir mættu Þórsurum frá Akureyri á heimavelli sínum tímabilið 2016-17. Benedikt Guðmundsson var þá þjálfari Akureyrar-Þórsara en hafði áður þjálfar í Þorlákshöfn í fimm tímabil þar af fjögur í efstu deild. Tveir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 3 í kvöld því klukkan 20.15 verður sýnt beint frá leik Stjörnunnar og Tindastóls í Garðabænum. Útsendingin hefst klukkan 20.05. Þórsliðið á móti gömlum þjálfurunum sínum í efstu deild: Á móti Baldri Þór Ragnarssyni: 0 sigrar og 3 töp 2020-21: 1 tapleikur 1 stigs tap í framlengingu Þorlákshöfn í janúar (103-104) 2019-20: 2 tapleikir 6 stiga tap í Þorlákshöfn í mars (82-88) 5 stiga tap á Sauðárkróki í nóvember (67-72) Á móti Einari Árna Jóhannssyni: 0 sigrar og 3 töp 2019-20: 1 tapleikur á móti Njarðvík 24 stiga tap í Njarðvík í desember (77-101) 2018-19: 2 tapleikir á móti Njarðvík 10 stiga tap í Þorlákshöfn í október (80-90) 6 stiga tap í Njarðvík í janúar (76-82) Á móti Benedikt Guðmundssyni: 1 sigur og 1 tap 2016-17: 1 sigurleikur og 1 tapleikur á móti Þór Ak. 11 stiga tap á Akureyri í nóvember (69-80) 5 stiga sigur í Þorlákshöfn í febrúar (73-68) Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira
Þórsarar fá Njarðvík í heimsókn í Icelandic Glacial höllina í Þorlákshöfn í kvöld en leikurinn hefst klukkan 18.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Þórsliðið hefur unnið þrjá leiki í röð og alls sex af síðustu sjö leikjum sínum. Eina tap liðsins frá og með 22. janúar síðastliðinn var í framlengingu á heimavelli á móti Tindastól. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stólanna og fyrrverandi þjálfari Þórsliðsins, sótti þá tvö stig í sína heimabyggð. Sá leikur var enn eitt dæmið um það að Þórsurum gengur mjög illa að vinna gömlu þjálfarana sína þegar þeir eru farnir til starfa annars staðar. Leikurinn á móti Tindastól á síðasta degi janúarmánaðar var sjötti leikurinn í röð í deildarkeppninni þar sem Þórsarar tapa á móti liði undir stjórn gamals þjálfara. Í kvöld eru Þórsarar í sömu slóðum því nú fá þeir Njarðvíkinga í heimsókn í Þorlákshöfn. Þjálfari Njarðvíkurliðsins er einmitt Einar Árni Jóhannsson sem þjálfaði Þórsarar í þrjú tímabil frá 2015 til 2018. Í viðbót við það er Friðrik Ingi Rúnarsson aðstoðarþjálfari Njarðvíkurliðsins í vetur en hann var þjálfari Þórsara á síðasta tímabili. Einar Árni hefur unnið alla þrjá deildarleiki sína á móti Þór síðan að hann hætti að þjálfa í Þorlákshöfn. Þórsarar hafa einu sinni unnið sinn gamla þjálfara í efstu deild en það var þegar þeir mættu Þórsurum frá Akureyri á heimavelli sínum tímabilið 2016-17. Benedikt Guðmundsson var þá þjálfari Akureyrar-Þórsara en hafði áður þjálfar í Þorlákshöfn í fimm tímabil þar af fjögur í efstu deild. Tveir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 3 í kvöld því klukkan 20.15 verður sýnt beint frá leik Stjörnunnar og Tindastóls í Garðabænum. Útsendingin hefst klukkan 20.05. Þórsliðið á móti gömlum þjálfurunum sínum í efstu deild: Á móti Baldri Þór Ragnarssyni: 0 sigrar og 3 töp 2020-21: 1 tapleikur 1 stigs tap í framlengingu Þorlákshöfn í janúar (103-104) 2019-20: 2 tapleikir 6 stiga tap í Þorlákshöfn í mars (82-88) 5 stiga tap á Sauðárkróki í nóvember (67-72) Á móti Einari Árna Jóhannssyni: 0 sigrar og 3 töp 2019-20: 1 tapleikur á móti Njarðvík 24 stiga tap í Njarðvík í desember (77-101) 2018-19: 2 tapleikir á móti Njarðvík 10 stiga tap í Þorlákshöfn í október (80-90) 6 stiga tap í Njarðvík í janúar (76-82) Á móti Benedikt Guðmundssyni: 1 sigur og 1 tap 2016-17: 1 sigurleikur og 1 tapleikur á móti Þór Ak. 11 stiga tap á Akureyri í nóvember (69-80) 5 stiga sigur í Þorlákshöfn í febrúar (73-68) Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Þórsliðið á móti gömlum þjálfurunum sínum í efstu deild: Á móti Baldri Þór Ragnarssyni: 0 sigrar og 3 töp 2020-21: 1 tapleikur 1 stigs tap í framlengingu Þorlákshöfn í janúar (103-104) 2019-20: 2 tapleikir 6 stiga tap í Þorlákshöfn í mars (82-88) 5 stiga tap á Sauðárkróki í nóvember (67-72) Á móti Einari Árna Jóhannssyni: 0 sigrar og 3 töp 2019-20: 1 tapleikur á móti Njarðvík 24 stiga tap í Njarðvík í desember (77-101) 2018-19: 2 tapleikir á móti Njarðvík 10 stiga tap í Þorlákshöfn í október (80-90) 6 stiga tap í Njarðvík í janúar (76-82) Á móti Benedikt Guðmundssyni: 1 sigur og 1 tap 2016-17: 1 sigurleikur og 1 tapleikur á móti Þór Ak. 11 stiga tap á Akureyri í nóvember (69-80) 5 stiga sigur í Þorlákshöfn í febrúar (73-68)
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira