„Við værum í stór hættu hér með nötrandi jörð, bullandi eldgosahættu“ Atli Arason skrifar 1. mars 2021 22:00 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar. Vísir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var óánægður með heimsóknina á Reykjanesskaga í kvöld eftir tuttugu stiga tap gegn Keflavík. „Ég er fúll að hafa tapað. Við vorum að tapa mikið af boltum. Þegar Keflavík skipti yfir í svæði í þriðja þá lentum við í vandræðum og lentum svolítið langt á eftir. Ég er samt ánægður með karakterinn því við komum okkur aftur inn í leikinn en við gerðum aldrei alvöru tilkall til að hrista vel upp í þessu,“ sagði Viðar í viðtali eftir leik. „Það vantaði aðeins upp á ryþma, við vorum að gera feila og ekki að taka nógu góðar ákvarðanir bæði í vörn og sókn. Við verðum bara að halda áfram að reyna að verða betri, þessi gamla tugga.“ Viðar missti stjórn á skapi sínu í fjórða leikhluta þegar Dino Stipcic fékk sína fimmtu villu og eftir samræður við Davíð Tómas dómara grýtti Viðar töflunni sinni í vegginn. „Við viljum meina að þetta hafi verið hans fjórða villa en það gæti vel verið að ég hafi talið vitlaust. Ég var bara jafn lélegur eða verri en mínir menn í dag,“ svaraði Viðar aðspurður um bræðiskastið. Höttur var án stigahæsta leikmanni síns á tímabilinu í dag, Michael Mallory II, en það gæti verið að Mallory verður frá í lengri tíma vegna meiðsla. „Staðan er ekki góð. Við þurfum að vera tilbúnir að spila án hans eitthvað á næstunni. Við getum ekki verið að spila honum meiddum. Hann er óleikfær eins og er. Það er vonandi að hann komi aftur inn á þessu tímabili hjá okkur.“ Jörð heldur áfram að nötra á Reykjanesskaga eins og undanfarna daga. Þrátt fyrir að eiga annan leik á Reykjanesi eftir þrjá daga þá langar Viðari ekkert að dvelja þar lengur en þarf. „Við förum heim í fyrramálið. Við værum í stór hættu hér með nötrandi jörð bullandi eldgosahættu. Við reynum að takmarka þetta eins mikið of við getum. Við þurfum að koma aftur á Reykjanesskaga og við komum auðvitað aftur. Við ætlum að vinna í Grindavík á fimmtudaginn,“ sagði Viðar að lokum með smá bros á vör. Dominos-deild karla Höttur Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Höttur 93-73 | Toppliðið afgreiddi nýliðana Keflvíkingar fengu rúmar tvær vikur til að hugsa um tapið á móti Val og mættu grimmir til leiks á heimavelli á móti nýliðum Hattar. 1. mars 2021 20:52 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
„Ég er fúll að hafa tapað. Við vorum að tapa mikið af boltum. Þegar Keflavík skipti yfir í svæði í þriðja þá lentum við í vandræðum og lentum svolítið langt á eftir. Ég er samt ánægður með karakterinn því við komum okkur aftur inn í leikinn en við gerðum aldrei alvöru tilkall til að hrista vel upp í þessu,“ sagði Viðar í viðtali eftir leik. „Það vantaði aðeins upp á ryþma, við vorum að gera feila og ekki að taka nógu góðar ákvarðanir bæði í vörn og sókn. Við verðum bara að halda áfram að reyna að verða betri, þessi gamla tugga.“ Viðar missti stjórn á skapi sínu í fjórða leikhluta þegar Dino Stipcic fékk sína fimmtu villu og eftir samræður við Davíð Tómas dómara grýtti Viðar töflunni sinni í vegginn. „Við viljum meina að þetta hafi verið hans fjórða villa en það gæti vel verið að ég hafi talið vitlaust. Ég var bara jafn lélegur eða verri en mínir menn í dag,“ svaraði Viðar aðspurður um bræðiskastið. Höttur var án stigahæsta leikmanni síns á tímabilinu í dag, Michael Mallory II, en það gæti verið að Mallory verður frá í lengri tíma vegna meiðsla. „Staðan er ekki góð. Við þurfum að vera tilbúnir að spila án hans eitthvað á næstunni. Við getum ekki verið að spila honum meiddum. Hann er óleikfær eins og er. Það er vonandi að hann komi aftur inn á þessu tímabili hjá okkur.“ Jörð heldur áfram að nötra á Reykjanesskaga eins og undanfarna daga. Þrátt fyrir að eiga annan leik á Reykjanesi eftir þrjá daga þá langar Viðari ekkert að dvelja þar lengur en þarf. „Við förum heim í fyrramálið. Við værum í stór hættu hér með nötrandi jörð bullandi eldgosahættu. Við reynum að takmarka þetta eins mikið of við getum. Við þurfum að koma aftur á Reykjanesskaga og við komum auðvitað aftur. Við ætlum að vinna í Grindavík á fimmtudaginn,“ sagði Viðar að lokum með smá bros á vör.
Dominos-deild karla Höttur Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Höttur 93-73 | Toppliðið afgreiddi nýliðana Keflvíkingar fengu rúmar tvær vikur til að hugsa um tapið á móti Val og mættu grimmir til leiks á heimavelli á móti nýliðum Hattar. 1. mars 2021 20:52 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Höttur 93-73 | Toppliðið afgreiddi nýliðana Keflvíkingar fengu rúmar tvær vikur til að hugsa um tapið á móti Val og mættu grimmir til leiks á heimavelli á móti nýliðum Hattar. 1. mars 2021 20:52
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn