Tæknirisar horfa til Íslands í baráttunni gegn hamfarahlýnun Edda Sif Aradóttir og Jan Wurzbacher skrifa 2. mars 2021 07:31 Að snúa við hamfarahlýnun er stærsta áskorun sem mannkyn hefur staðið frammi fyrir. Ríki heims, fyrirtæki og einstaklingar hafa sett sér metnaðarfull markmið og nú reynir á að fylgja þeim eftir með áræðnum aðgerðum. Við vitum hvað þarf að gera og allar lausnirnar sem þarf að innleiða og skala upp hafa þegar verið þróaðar. Gróft á litið fela loftslagsaðgerðir í sér að annars vegar stöðva útblástur gróðurhúsalofttegunda og hins vegar að hreinsa til eftir síðustu áratugi – þ.e. að fanga það koldíoxíð sem þegar hefur verið losað í andrúmsloftið og binda varanlega. Aragrúi lausna er til í hvorum flokki fyrir sig en mikilvægt er að velja hagkvæmustu lausnina á hverjum stað fyrir sig til að hámarka áhrif loftslagsaðgerða. Alþjóðlegt stórfyrirtæki taka þátt Undanfarin misseri hafa alþjóðlegir tæknirisar gerst virkir þátttakendur í loftslagsaðgerðum. Amazon, líkt og Ísland, stefnir t.a.m. á kolefnishlutleysi ekki síðar en 2040 en Apple ætlar að ná því markmiði áratug fyrr. Microsoft er með enn framsæknari loftslagsmarkmið sem fela í sér að fyrirtækið verði með neikvætt kolefnisspor árið 2030 og að árið 2050 hafi öll losun félagsins frá stofnun þess verið endurheimt. Það er virkilega jákvætt að sjá nokkur af stærstu og efnuðustu fyrirtækjum heims ganga fram fyrir skjöldu með þessum hætti enda mikilvægt að fordæmið fyrir loftslagsvænni og arðbærri starfsemi stórfyrirtækja sé sett sem fyrst. Microsoft fjárfestir á Hellisheiði Nokkur þessara fyrirtækja hafa horft til íslenskra verkefna og tæknilausna í sínum loftslagsaðgerðum og hefur samþætt tækni Carbfix og svissneska fyrirtækisins Climeworks líklega vakið hvað mesta athygli en hún felur í sér að fanga koldíoxíð úr andrúmslofti, leysa það upp í vatni og dæla djúpt niður í berglög þar sem það breytist í stein á innan við tveimur árum. Aðgangur að grænni orku er forsenda hámarksávinnings fyrir loftslagið af slíkum lausnum enda felst stærsta spor kolefnisföngunar og -förgunar í orkunotkun. Nú er unnið að því að skala upp starfsemi Carbfix og Climeworks í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar á Hellisheiði og mun afkastagetan aukast margfalt í sumarbyrjun. Til marks um alþjóðlegan áhuga á starfseminni á Hellisheiði er fjöldi aðila í áskrift hjá Climeworks að varanlegri hreinsun og förgun á sínu kolefnisspori þ.á.m. stórfyrirtækin Microsoft og Stripe. Þá mun loftslagssjóður Microsoft einnig fjárfesta beint í loftsugunum á Hellisheiði. Loftslagsvænn iðnaður á Íslandi Ljóst er að byggja þarf upp innviði til föngunar og förgunar koldíoxiðs á stórum skala til að loftslagsmarkmið náist og mun slík uppbygging leiða af sér nýjan loftslagsvænan iðnað. Einnig má gera ráð fyrir að annars konar iðnaði verði í auknum mæli valinn staður í námunda við slíka starfsemi. Ísland hefur skapað sér forskot á heimsvísu þegar kemur að innleiðingu kolefnisneikvæðra tæknilausna – hvergi annars staðar í heiminum er verið að endurfanga koldíoxíð og breyta varanlega í stein. Áhugi alþjóðlegra tæknirisa á starfseminni er til marks um þá miklu möguleika sem felast í íslenska berggrunninum, tækniþekkingu og hreinni orku. Spilum sóknarleik til að undirbyggja stærsta sigur mannkyns - að stöðva hamfarahlýnun. Edda Sif Aradóttir framkvæmdastýra Carbfix. Jan Wurzbacher annar forstjóri og meðstofnandi Climeworks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Jarðhiti Edda Sif Aradóttir Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Að snúa við hamfarahlýnun er stærsta áskorun sem mannkyn hefur staðið frammi fyrir. Ríki heims, fyrirtæki og einstaklingar hafa sett sér metnaðarfull markmið og nú reynir á að fylgja þeim eftir með áræðnum aðgerðum. Við vitum hvað þarf að gera og allar lausnirnar sem þarf að innleiða og skala upp hafa þegar verið þróaðar. Gróft á litið fela loftslagsaðgerðir í sér að annars vegar stöðva útblástur gróðurhúsalofttegunda og hins vegar að hreinsa til eftir síðustu áratugi – þ.e. að fanga það koldíoxíð sem þegar hefur verið losað í andrúmsloftið og binda varanlega. Aragrúi lausna er til í hvorum flokki fyrir sig en mikilvægt er að velja hagkvæmustu lausnina á hverjum stað fyrir sig til að hámarka áhrif loftslagsaðgerða. Alþjóðlegt stórfyrirtæki taka þátt Undanfarin misseri hafa alþjóðlegir tæknirisar gerst virkir þátttakendur í loftslagsaðgerðum. Amazon, líkt og Ísland, stefnir t.a.m. á kolefnishlutleysi ekki síðar en 2040 en Apple ætlar að ná því markmiði áratug fyrr. Microsoft er með enn framsæknari loftslagsmarkmið sem fela í sér að fyrirtækið verði með neikvætt kolefnisspor árið 2030 og að árið 2050 hafi öll losun félagsins frá stofnun þess verið endurheimt. Það er virkilega jákvætt að sjá nokkur af stærstu og efnuðustu fyrirtækjum heims ganga fram fyrir skjöldu með þessum hætti enda mikilvægt að fordæmið fyrir loftslagsvænni og arðbærri starfsemi stórfyrirtækja sé sett sem fyrst. Microsoft fjárfestir á Hellisheiði Nokkur þessara fyrirtækja hafa horft til íslenskra verkefna og tæknilausna í sínum loftslagsaðgerðum og hefur samþætt tækni Carbfix og svissneska fyrirtækisins Climeworks líklega vakið hvað mesta athygli en hún felur í sér að fanga koldíoxíð úr andrúmslofti, leysa það upp í vatni og dæla djúpt niður í berglög þar sem það breytist í stein á innan við tveimur árum. Aðgangur að grænni orku er forsenda hámarksávinnings fyrir loftslagið af slíkum lausnum enda felst stærsta spor kolefnisföngunar og -förgunar í orkunotkun. Nú er unnið að því að skala upp starfsemi Carbfix og Climeworks í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar á Hellisheiði og mun afkastagetan aukast margfalt í sumarbyrjun. Til marks um alþjóðlegan áhuga á starfseminni á Hellisheiði er fjöldi aðila í áskrift hjá Climeworks að varanlegri hreinsun og förgun á sínu kolefnisspori þ.á.m. stórfyrirtækin Microsoft og Stripe. Þá mun loftslagssjóður Microsoft einnig fjárfesta beint í loftsugunum á Hellisheiði. Loftslagsvænn iðnaður á Íslandi Ljóst er að byggja þarf upp innviði til föngunar og förgunar koldíoxiðs á stórum skala til að loftslagsmarkmið náist og mun slík uppbygging leiða af sér nýjan loftslagsvænan iðnað. Einnig má gera ráð fyrir að annars konar iðnaði verði í auknum mæli valinn staður í námunda við slíka starfsemi. Ísland hefur skapað sér forskot á heimsvísu þegar kemur að innleiðingu kolefnisneikvæðra tæknilausna – hvergi annars staðar í heiminum er verið að endurfanga koldíoxíð og breyta varanlega í stein. Áhugi alþjóðlegra tæknirisa á starfseminni er til marks um þá miklu möguleika sem felast í íslenska berggrunninum, tækniþekkingu og hreinni orku. Spilum sóknarleik til að undirbyggja stærsta sigur mannkyns - að stöðva hamfarahlýnun. Edda Sif Aradóttir framkvæmdastýra Carbfix. Jan Wurzbacher annar forstjóri og meðstofnandi Climeworks.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun