Áslaug segir aðfangadagssímtölin ekki hafa verið að beiðni Bjarna Kristín Ólafsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 2. mars 2021 12:44 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir tvö símtöl við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um hið svo kallaða Ásmundarsalarmál á aðfangadag hafa verið algjörlega að eigin frumkvæði. Fjármálaráðherra, sem var í salnum á Þorláksmessukvöld, hafi ekki beðið hana um að grennslast fyrir um málið. Þetta sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við fréttamann okkar að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Fram hefur komið að Áslaug Arna hringdi tvisvar í Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalarmálsins. Áslaug kveðst hafa hringt í Höllu til að spyrja út í verklagsreglur um dagbókarfærslur lögreglu og persónuverndarsjónarmið. Innt eftir því fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun hvort eðlilegt hefði verið að skrá símtöl við lögreglustjóra sagði Áslaug að ekki hefði verið krafa um slíkt. Hún ætti mörg símtöl „vegna upplýsinga“ og þess væri ekki krafist að hún skráði slík símtöl. Skoða mætti hvort rétt hefði verið að skrá símtölin eða hafa ráðuneytisstjóra viðstaddan. Þá kvaðst hún oft hringja í lögregluna til að fá ýmiss konar upplýsingar. Bað Bjarni [Benediktsson fjármálaráðherra] þig um að grennslast fyrir um þessi mál hjá lögreglunni? „Nei,“ svaraði Áslaug. Það var algjörlega að þínu frumkvæði? „Já, ég fékk spurningar frá fjölmiðlum sem ég þurfti að svara og ákvað síðan að svara ekki.“ Hátt í fimmtíu manns voru samankomnir í Ásmundarsal í Reykjavík á Þorláksmessu. Lögregla hafði afskipti af samkomunni og greindi frá því í dagbókarfærslu til fjölmiðla að morgni aðfangadags að „einn háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands“ hefði verið á staðnum. Síðar staðfesti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að hann hefði verið í salnum. Ráðherra í Ásmundarsal Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Lögreglan Tengdar fréttir Hefði verið heppilegra að sleppa símtölunum Dómsmálaráðherra var kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun vegna samskipta sinna við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir Ásmundarsalarmálið. Þingmaður Pírata telur að samskiptin hefðu verið heppilegri í formlegri búning. 1. mars 2021 12:04 Segir ekkert óeðlilegt við samskipti sín og lögreglustjóra Dómsmálaráðherra segir ekkert hafa verið óeðlilegt við símtöl hennar við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra var meðal gesta í Ásmundarsal þar sem sóttvarnareglur voru brotnar. 25. febrúar 2021 19:32 Hefur boðað Áslaugu á fund vegna samskipta hennar og lögreglustjóra Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, fór fram á það við Jón Þór Ólafsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra komi fyrir nefndina sem fyrst til. 25. febrúar 2021 17:08 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Þetta sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við fréttamann okkar að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Fram hefur komið að Áslaug Arna hringdi tvisvar í Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalarmálsins. Áslaug kveðst hafa hringt í Höllu til að spyrja út í verklagsreglur um dagbókarfærslur lögreglu og persónuverndarsjónarmið. Innt eftir því fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun hvort eðlilegt hefði verið að skrá símtöl við lögreglustjóra sagði Áslaug að ekki hefði verið krafa um slíkt. Hún ætti mörg símtöl „vegna upplýsinga“ og þess væri ekki krafist að hún skráði slík símtöl. Skoða mætti hvort rétt hefði verið að skrá símtölin eða hafa ráðuneytisstjóra viðstaddan. Þá kvaðst hún oft hringja í lögregluna til að fá ýmiss konar upplýsingar. Bað Bjarni [Benediktsson fjármálaráðherra] þig um að grennslast fyrir um þessi mál hjá lögreglunni? „Nei,“ svaraði Áslaug. Það var algjörlega að þínu frumkvæði? „Já, ég fékk spurningar frá fjölmiðlum sem ég þurfti að svara og ákvað síðan að svara ekki.“ Hátt í fimmtíu manns voru samankomnir í Ásmundarsal í Reykjavík á Þorláksmessu. Lögregla hafði afskipti af samkomunni og greindi frá því í dagbókarfærslu til fjölmiðla að morgni aðfangadags að „einn háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands“ hefði verið á staðnum. Síðar staðfesti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að hann hefði verið í salnum.
Ráðherra í Ásmundarsal Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Lögreglan Tengdar fréttir Hefði verið heppilegra að sleppa símtölunum Dómsmálaráðherra var kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun vegna samskipta sinna við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir Ásmundarsalarmálið. Þingmaður Pírata telur að samskiptin hefðu verið heppilegri í formlegri búning. 1. mars 2021 12:04 Segir ekkert óeðlilegt við samskipti sín og lögreglustjóra Dómsmálaráðherra segir ekkert hafa verið óeðlilegt við símtöl hennar við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra var meðal gesta í Ásmundarsal þar sem sóttvarnareglur voru brotnar. 25. febrúar 2021 19:32 Hefur boðað Áslaugu á fund vegna samskipta hennar og lögreglustjóra Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, fór fram á það við Jón Þór Ólafsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra komi fyrir nefndina sem fyrst til. 25. febrúar 2021 17:08 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Hefði verið heppilegra að sleppa símtölunum Dómsmálaráðherra var kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun vegna samskipta sinna við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir Ásmundarsalarmálið. Þingmaður Pírata telur að samskiptin hefðu verið heppilegri í formlegri búning. 1. mars 2021 12:04
Segir ekkert óeðlilegt við samskipti sín og lögreglustjóra Dómsmálaráðherra segir ekkert hafa verið óeðlilegt við símtöl hennar við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra var meðal gesta í Ásmundarsal þar sem sóttvarnareglur voru brotnar. 25. febrúar 2021 19:32
Hefur boðað Áslaugu á fund vegna samskipta hennar og lögreglustjóra Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, fór fram á það við Jón Þór Ólafsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra komi fyrir nefndina sem fyrst til. 25. febrúar 2021 17:08