Áslaug segir aðfangadagssímtölin ekki hafa verið að beiðni Bjarna Kristín Ólafsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 2. mars 2021 12:44 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir tvö símtöl við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um hið svo kallaða Ásmundarsalarmál á aðfangadag hafa verið algjörlega að eigin frumkvæði. Fjármálaráðherra, sem var í salnum á Þorláksmessukvöld, hafi ekki beðið hana um að grennslast fyrir um málið. Þetta sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við fréttamann okkar að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Fram hefur komið að Áslaug Arna hringdi tvisvar í Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalarmálsins. Áslaug kveðst hafa hringt í Höllu til að spyrja út í verklagsreglur um dagbókarfærslur lögreglu og persónuverndarsjónarmið. Innt eftir því fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun hvort eðlilegt hefði verið að skrá símtöl við lögreglustjóra sagði Áslaug að ekki hefði verið krafa um slíkt. Hún ætti mörg símtöl „vegna upplýsinga“ og þess væri ekki krafist að hún skráði slík símtöl. Skoða mætti hvort rétt hefði verið að skrá símtölin eða hafa ráðuneytisstjóra viðstaddan. Þá kvaðst hún oft hringja í lögregluna til að fá ýmiss konar upplýsingar. Bað Bjarni [Benediktsson fjármálaráðherra] þig um að grennslast fyrir um þessi mál hjá lögreglunni? „Nei,“ svaraði Áslaug. Það var algjörlega að þínu frumkvæði? „Já, ég fékk spurningar frá fjölmiðlum sem ég þurfti að svara og ákvað síðan að svara ekki.“ Hátt í fimmtíu manns voru samankomnir í Ásmundarsal í Reykjavík á Þorláksmessu. Lögregla hafði afskipti af samkomunni og greindi frá því í dagbókarfærslu til fjölmiðla að morgni aðfangadags að „einn háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands“ hefði verið á staðnum. Síðar staðfesti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að hann hefði verið í salnum. Ráðherra í Ásmundarsal Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Lögreglan Tengdar fréttir Hefði verið heppilegra að sleppa símtölunum Dómsmálaráðherra var kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun vegna samskipta sinna við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir Ásmundarsalarmálið. Þingmaður Pírata telur að samskiptin hefðu verið heppilegri í formlegri búning. 1. mars 2021 12:04 Segir ekkert óeðlilegt við samskipti sín og lögreglustjóra Dómsmálaráðherra segir ekkert hafa verið óeðlilegt við símtöl hennar við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra var meðal gesta í Ásmundarsal þar sem sóttvarnareglur voru brotnar. 25. febrúar 2021 19:32 Hefur boðað Áslaugu á fund vegna samskipta hennar og lögreglustjóra Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, fór fram á það við Jón Þór Ólafsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra komi fyrir nefndina sem fyrst til. 25. febrúar 2021 17:08 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Þetta sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við fréttamann okkar að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Fram hefur komið að Áslaug Arna hringdi tvisvar í Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalarmálsins. Áslaug kveðst hafa hringt í Höllu til að spyrja út í verklagsreglur um dagbókarfærslur lögreglu og persónuverndarsjónarmið. Innt eftir því fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun hvort eðlilegt hefði verið að skrá símtöl við lögreglustjóra sagði Áslaug að ekki hefði verið krafa um slíkt. Hún ætti mörg símtöl „vegna upplýsinga“ og þess væri ekki krafist að hún skráði slík símtöl. Skoða mætti hvort rétt hefði verið að skrá símtölin eða hafa ráðuneytisstjóra viðstaddan. Þá kvaðst hún oft hringja í lögregluna til að fá ýmiss konar upplýsingar. Bað Bjarni [Benediktsson fjármálaráðherra] þig um að grennslast fyrir um þessi mál hjá lögreglunni? „Nei,“ svaraði Áslaug. Það var algjörlega að þínu frumkvæði? „Já, ég fékk spurningar frá fjölmiðlum sem ég þurfti að svara og ákvað síðan að svara ekki.“ Hátt í fimmtíu manns voru samankomnir í Ásmundarsal í Reykjavík á Þorláksmessu. Lögregla hafði afskipti af samkomunni og greindi frá því í dagbókarfærslu til fjölmiðla að morgni aðfangadags að „einn háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands“ hefði verið á staðnum. Síðar staðfesti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að hann hefði verið í salnum.
Ráðherra í Ásmundarsal Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Lögreglan Tengdar fréttir Hefði verið heppilegra að sleppa símtölunum Dómsmálaráðherra var kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun vegna samskipta sinna við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir Ásmundarsalarmálið. Þingmaður Pírata telur að samskiptin hefðu verið heppilegri í formlegri búning. 1. mars 2021 12:04 Segir ekkert óeðlilegt við samskipti sín og lögreglustjóra Dómsmálaráðherra segir ekkert hafa verið óeðlilegt við símtöl hennar við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra var meðal gesta í Ásmundarsal þar sem sóttvarnareglur voru brotnar. 25. febrúar 2021 19:32 Hefur boðað Áslaugu á fund vegna samskipta hennar og lögreglustjóra Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, fór fram á það við Jón Þór Ólafsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra komi fyrir nefndina sem fyrst til. 25. febrúar 2021 17:08 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Hefði verið heppilegra að sleppa símtölunum Dómsmálaráðherra var kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun vegna samskipta sinna við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir Ásmundarsalarmálið. Þingmaður Pírata telur að samskiptin hefðu verið heppilegri í formlegri búning. 1. mars 2021 12:04
Segir ekkert óeðlilegt við samskipti sín og lögreglustjóra Dómsmálaráðherra segir ekkert hafa verið óeðlilegt við símtöl hennar við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra var meðal gesta í Ásmundarsal þar sem sóttvarnareglur voru brotnar. 25. febrúar 2021 19:32
Hefur boðað Áslaugu á fund vegna samskipta hennar og lögreglustjóra Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, fór fram á það við Jón Þór Ólafsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra komi fyrir nefndina sem fyrst til. 25. febrúar 2021 17:08
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu