Valdefling raddarinnar Birna Varðardóttir skrifar 6. mars 2021 08:00 Grein þessi er skrifuð í tilefni af Evrópudegi talþjálfunar þann 6. mars, og til að vekja athygli á mikilvægi greiðs aðgengis að talmeinafræðingum. Ég skaust í heiminn árið 1994 og þar var komin kraftmikil og ákveðin stúlka. Að öllu leyti heilbrigð og augnayndi foreldra sinna. Nema hvað, ég fæddist með talmein og þurfti að gangast undir stóra og mikla aðgerð vegna þess þegar ég var 4 ára gömul. Svo stóra að strax eftir aðgerðina sagði læknirinn að ég væri komin framhjá mörgum skerjum en ég væri enn ekki sloppin. Það að ég sitji hér að verða 27 ára og skrifi um þetta gefur til kynna að þetta hafi allt gengið að óskum og vel það. Mér hefur alltaf legið mikið á hjarta og fram að þessari aðgerð mátti fólkið mitt hafa sig allt við að skilja hvað ég var að reyna að segja. Til að mynda var pabbi ,,ahmni“ og sjálf var ég ,,Bina“ því mörg hljóð gat ég bara ekki myndað. Með minn stutta góm átti ég sömuleiðis í töluverðum erfiðleikum með að blása frá og sjúga. Fyrir og eftir aðgerðina naut ég þjónustu yndislegs talmeinafræðings sem ég á minn málþroska að þakka. Hún var mikil vinkona mín og gerði þetta allt að mjög svo jákvæðri upplifun. Þegar ég byrjaði svo í skóla var ég líka löngu búin að læra alla stafina og gegnum allt haft sérstaklega gott vald á tungumálinu okkar. Ég get því kvittað fyrir það að aðgengi að þjónustu talmeinafræðinga er lífsgæðamál sem hefur líka með ýmsa þætti eins og almenna líðan, sjálfstraust og öryggi að gera. Það felast nefnilega heilmikil lífsgæði í því að geta tjáð sig og gert sig skiljanlegan... og þora því! Í dag starfa ég sem aðjunkt og doktorsnemi í íþrótta- og heilsufræði. Á hverjum degi reynir því mjög á mína raddbeitingu, framkomu og samskipti svo ávinningur þeirrar aðstoðar sem ég fékk frá mínum talmeinafræðingi sem barn fylgir mér út lífið. Röddin okkar er jú vopn í svo mörgu og því er mikilvægt að hún sé valdefld eins og hægt er. Fyrir nokkru átti ég spjall við einstakling sem sagði að sér þætti svo ánægjulegt að hlusta á þessa sterku rödd í viðtölum og fyrirlestrum. Ég fór aðeins hjá mér enda oftar þótt nefmæltur undirhljómurinn hvimleiður í gegnum tíðina. Svo áttaði ég mig á því að þetta væri rétt hjá honum. Þetta er mín einstaka og sterka rödd sem aðeins ég get notað til að koma öllu mínu á framfæri. Það er svo óendanlega dýrmætt. Í mínu næringarfræðinámi kynntist ég sömuleiðis fleiri hlutverkum talmeinafræðinga. Það er nefnilega líka lífsgæðamál fyrir alla aldurshópa að geta t.d. bara kyngt og drukkið. Nú er það svo að fólk getur þurft að bíða mjög lengi eftir að komast að hjá talmeinafræðingi. Ein af ástæðum þessa er að nýútskrifaðir talmeinafræðingar komast ekki á samning Sjúkratrygginga Íslands fyrr en 2 árum eftir útskrift. Á þeim tíma hafa þeir úr fáum störfum að velja meðan þeirra væri svo sannarlega þörf inni á stofum þar sem biðlistarnir eru langir. Það er erfitt að vita af börnum og öðrum sem bíða svo mánuðum eða árum skiptir eftir þjónustu vegna skerðinga í kerfinu. Hefði ég ekki fengið þessa aðstoð í tíma.. tjahh ég bara get ekki leitt hugann þangað. Talmeinafræðingar eru ómissandi - þá og aðgengi að þeim má ekki skorta og við verðum að tryggja nýliðun í þeirra ágætu stétt. Höfundur er doktorsnemi í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. Fyrir er hún með BS gráðu í næringarfræði og MS gráðu í þjálffræðivísindum og íþróttanæringarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Grein þessi er skrifuð í tilefni af Evrópudegi talþjálfunar þann 6. mars, og til að vekja athygli á mikilvægi greiðs aðgengis að talmeinafræðingum. Ég skaust í heiminn árið 1994 og þar var komin kraftmikil og ákveðin stúlka. Að öllu leyti heilbrigð og augnayndi foreldra sinna. Nema hvað, ég fæddist með talmein og þurfti að gangast undir stóra og mikla aðgerð vegna þess þegar ég var 4 ára gömul. Svo stóra að strax eftir aðgerðina sagði læknirinn að ég væri komin framhjá mörgum skerjum en ég væri enn ekki sloppin. Það að ég sitji hér að verða 27 ára og skrifi um þetta gefur til kynna að þetta hafi allt gengið að óskum og vel það. Mér hefur alltaf legið mikið á hjarta og fram að þessari aðgerð mátti fólkið mitt hafa sig allt við að skilja hvað ég var að reyna að segja. Til að mynda var pabbi ,,ahmni“ og sjálf var ég ,,Bina“ því mörg hljóð gat ég bara ekki myndað. Með minn stutta góm átti ég sömuleiðis í töluverðum erfiðleikum með að blása frá og sjúga. Fyrir og eftir aðgerðina naut ég þjónustu yndislegs talmeinafræðings sem ég á minn málþroska að þakka. Hún var mikil vinkona mín og gerði þetta allt að mjög svo jákvæðri upplifun. Þegar ég byrjaði svo í skóla var ég líka löngu búin að læra alla stafina og gegnum allt haft sérstaklega gott vald á tungumálinu okkar. Ég get því kvittað fyrir það að aðgengi að þjónustu talmeinafræðinga er lífsgæðamál sem hefur líka með ýmsa þætti eins og almenna líðan, sjálfstraust og öryggi að gera. Það felast nefnilega heilmikil lífsgæði í því að geta tjáð sig og gert sig skiljanlegan... og þora því! Í dag starfa ég sem aðjunkt og doktorsnemi í íþrótta- og heilsufræði. Á hverjum degi reynir því mjög á mína raddbeitingu, framkomu og samskipti svo ávinningur þeirrar aðstoðar sem ég fékk frá mínum talmeinafræðingi sem barn fylgir mér út lífið. Röddin okkar er jú vopn í svo mörgu og því er mikilvægt að hún sé valdefld eins og hægt er. Fyrir nokkru átti ég spjall við einstakling sem sagði að sér þætti svo ánægjulegt að hlusta á þessa sterku rödd í viðtölum og fyrirlestrum. Ég fór aðeins hjá mér enda oftar þótt nefmæltur undirhljómurinn hvimleiður í gegnum tíðina. Svo áttaði ég mig á því að þetta væri rétt hjá honum. Þetta er mín einstaka og sterka rödd sem aðeins ég get notað til að koma öllu mínu á framfæri. Það er svo óendanlega dýrmætt. Í mínu næringarfræðinámi kynntist ég sömuleiðis fleiri hlutverkum talmeinafræðinga. Það er nefnilega líka lífsgæðamál fyrir alla aldurshópa að geta t.d. bara kyngt og drukkið. Nú er það svo að fólk getur þurft að bíða mjög lengi eftir að komast að hjá talmeinafræðingi. Ein af ástæðum þessa er að nýútskrifaðir talmeinafræðingar komast ekki á samning Sjúkratrygginga Íslands fyrr en 2 árum eftir útskrift. Á þeim tíma hafa þeir úr fáum störfum að velja meðan þeirra væri svo sannarlega þörf inni á stofum þar sem biðlistarnir eru langir. Það er erfitt að vita af börnum og öðrum sem bíða svo mánuðum eða árum skiptir eftir þjónustu vegna skerðinga í kerfinu. Hefði ég ekki fengið þessa aðstoð í tíma.. tjahh ég bara get ekki leitt hugann þangað. Talmeinafræðingar eru ómissandi - þá og aðgengi að þeim má ekki skorta og við verðum að tryggja nýliðun í þeirra ágætu stétt. Höfundur er doktorsnemi í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. Fyrir er hún með BS gráðu í næringarfræði og MS gráðu í þjálffræðivísindum og íþróttanæringarfræði.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun