Flugu nýrri tegund dróna sem eiga að vinna með mönnuðum orrustuþotum Samúel Karl Ólason skrifar 2. mars 2021 14:27 Boeing segir að allt að sextán drónar muni geta flogið með mönnuðum orrustuþotum í framtíðinni. Boeing Starfsmenn Boeing flugu um helgina nýrri frumgerð dróna í fyrsta sinn. Þetta er í fyrsta sinn sem herflugvél er þróuð og framleidd í Ástralíu í meira en 50 ár. Yfirvöld í Ástralíu vilja nota dróna sem þennan, sem eru á stærð við orrustuþotur, til að auka getu mannaðra orrustuþota. Dróninn, Loyal Wingman, er 11,6 metra langur og dregur allt að um 3.700 kílómetra. Dróninn getur borið ýmsar tegundir skynjara og þannig væri hann að mestu nýtanlegur í að styðja við flugmenn í orrustu. Það væri þó einnig hægt að koma fyrir vopnum á drónanum og nota hann til að verja mannaðar orrustuþotur, samkvæmt frétt Reuters. Haft er eftir Cath Roberts, einum yfirmanna flughers Ástralíu, í tilkynningu frá Boeing að flug helgarinnar sé fyrsta skrefið í þróun nýs kerfis sem samtvinni sjálfvirk kerfi og gervigreind til að búa til teymi mannaðra og ómannaðra orrustuþota. Dróninn Lonely Wingman á flugbraut í Ástralíu um helgina.Boeing Tilraunaflugið í Ástralíu um helgina fól í sér að dróninn tók sjálfur á loft og flaug á mismiklum hraða í mismikilli hæð. Þannig var sannað að hönnunin virkaði sem skyldi. Seinna á árinu stendur til að fljúga þemur drónum saman og reyna á getu þeirra til að vinna saman. Boeing segir að hægt væri að fljúga allt að sextán drónum með mönnuðum orrustuþotum. Tilraunaflug með drónum og flugmönnum á samkvæmt áætlun að fara fram á næstu þremur árum. First #LoyalWingman flight: Watch as our smart uncrewed aircraft developed with @AusAirForce makes its maiden voyage in Australia for the first time. #AirpowerTeaming pic.twitter.com/e4XUgXNoEt— Boeing Defense (@BoeingDefense) March 2, 2021 Boeing mun einnig nota Loyal Wingman við þróun Skyborg-áætlunarinnar í Bandaríkjunum en Bandaríkin og Ástralía eru nánir bandamenn. Fyrir áramót gerði Flugher Bandaríkjanna samninga við þrjú fyrirtæki vegna þeirrar áætlunar. Við erum Skyborg Markmið Skyborg-áætlunarinnar er ekki að búa til nýja tegund vélmenna sem reyna að leggja undir sig alla stjörnuþokuna, eins og og nafnið gefur til kynna, heldur að búa til tiltölulega ódýra dróna sem hægt væri að nota í orrustu. Dróna sem hægt væri að nota í verkefni sem talin eru of hættuleg fyrir flugmenn. Verkefnið gengur sömuleiðis út á að þróa dróna sem geta Þrjú fyrirtæki hafa unnið að frumgerðum fyrir áætlunina, þau Boeing, General Atomics Aeronautical Systems og Kratos Defense and Security Solutions. Fyrstu tilraunaflug Skyborg eiga að fara fram í sumar. Í samtali við Reuters segir einn yfirmanna Boeing að það sé mikilvægt fyrirtækinu að ná samningum við herafla Bandaríkjanna. Það sé markmið vinnu fyrirtækisins í Ástralíu, því markaðurinn í Bandaríkjunum sé svo stór. Þá segir fréttaveitan að sífellt fleiri vopnaframleiðendur beini sjónum sínum að drónum, samhliða því að forsvarsmenn herafla heimsins leita leiða til að draga úr kostnaði og auka getu. Fréttir af flugi Ástralía Bandaríkin Hernaður Boeing Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Sjá meira
Yfirvöld í Ástralíu vilja nota dróna sem þennan, sem eru á stærð við orrustuþotur, til að auka getu mannaðra orrustuþota. Dróninn, Loyal Wingman, er 11,6 metra langur og dregur allt að um 3.700 kílómetra. Dróninn getur borið ýmsar tegundir skynjara og þannig væri hann að mestu nýtanlegur í að styðja við flugmenn í orrustu. Það væri þó einnig hægt að koma fyrir vopnum á drónanum og nota hann til að verja mannaðar orrustuþotur, samkvæmt frétt Reuters. Haft er eftir Cath Roberts, einum yfirmanna flughers Ástralíu, í tilkynningu frá Boeing að flug helgarinnar sé fyrsta skrefið í þróun nýs kerfis sem samtvinni sjálfvirk kerfi og gervigreind til að búa til teymi mannaðra og ómannaðra orrustuþota. Dróninn Lonely Wingman á flugbraut í Ástralíu um helgina.Boeing Tilraunaflugið í Ástralíu um helgina fól í sér að dróninn tók sjálfur á loft og flaug á mismiklum hraða í mismikilli hæð. Þannig var sannað að hönnunin virkaði sem skyldi. Seinna á árinu stendur til að fljúga þemur drónum saman og reyna á getu þeirra til að vinna saman. Boeing segir að hægt væri að fljúga allt að sextán drónum með mönnuðum orrustuþotum. Tilraunaflug með drónum og flugmönnum á samkvæmt áætlun að fara fram á næstu þremur árum. First #LoyalWingman flight: Watch as our smart uncrewed aircraft developed with @AusAirForce makes its maiden voyage in Australia for the first time. #AirpowerTeaming pic.twitter.com/e4XUgXNoEt— Boeing Defense (@BoeingDefense) March 2, 2021 Boeing mun einnig nota Loyal Wingman við þróun Skyborg-áætlunarinnar í Bandaríkjunum en Bandaríkin og Ástralía eru nánir bandamenn. Fyrir áramót gerði Flugher Bandaríkjanna samninga við þrjú fyrirtæki vegna þeirrar áætlunar. Við erum Skyborg Markmið Skyborg-áætlunarinnar er ekki að búa til nýja tegund vélmenna sem reyna að leggja undir sig alla stjörnuþokuna, eins og og nafnið gefur til kynna, heldur að búa til tiltölulega ódýra dróna sem hægt væri að nota í orrustu. Dróna sem hægt væri að nota í verkefni sem talin eru of hættuleg fyrir flugmenn. Verkefnið gengur sömuleiðis út á að þróa dróna sem geta Þrjú fyrirtæki hafa unnið að frumgerðum fyrir áætlunina, þau Boeing, General Atomics Aeronautical Systems og Kratos Defense and Security Solutions. Fyrstu tilraunaflug Skyborg eiga að fara fram í sumar. Í samtali við Reuters segir einn yfirmanna Boeing að það sé mikilvægt fyrirtækinu að ná samningum við herafla Bandaríkjanna. Það sé markmið vinnu fyrirtækisins í Ástralíu, því markaðurinn í Bandaríkjunum sé svo stór. Þá segir fréttaveitan að sífellt fleiri vopnaframleiðendur beini sjónum sínum að drónum, samhliða því að forsvarsmenn herafla heimsins leita leiða til að draga úr kostnaði og auka getu.
Fréttir af flugi Ástralía Bandaríkin Hernaður Boeing Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Sjá meira