„Ekkert óeðlilegt í svona hrinum að virknin minnki og taki sig upp aftur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 3. mars 2021 08:10 Mikil jarðskjálftavirkni er nú á Reykjanesskaganum og virðist ekkert lát vera á skjálftunum. Vísir/Vilhelm Of snemmt er að lesa nokkuð í þá stöðu að færri stórir skjálftar hafa orðið á Reykjanesskaga síðasta tæpa sólarhringinn eða svo heldur en dagana á undan. Ekkert lát er á skjálftavirkninni þar sem fjöldi þeirra skjálfta sem mælst hefur frá miðnætti er svipaður og til dæmis í gær, eða um 600 skjálftar. Þetta segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Frá því á hádegi í gær hafa mælst nokkuð færri stórir skjálftar en síðustu daga. Tveir nokkuð snarpir skjálftar urðu í nótt, einn klukkan 02:12 að stærð 4,1 og annar sex mínútum síðar að stærð 3,2. „Það er ekkert óeðlilegt í svona hrinum að virknin minnki og taki sig upp aftur. Það er í raun of snemmt að segja til um það núna. Við munum funda með vísindaráði, háskólanum og almannavörnum í dag og þá verður þetta rætt betur,“ segir Elísabet aðspurð um hvað megi lesa í það að færri stórir skjálftar mælast. Hún segir í raun ekki rólegt á svæðinu þar sem skjálftavirknin hefur verið mest undanfarið. „Það er alveg jafnmikið af skjálftum en þeir eru ekki alveg jafnsterkir þannig að vonandi fékk fólk smá svefnfrið í nótt,“ segir Elísabet. Skjálftahrinan hófst af miklum krafti fyrir viku síðan og hafa síðan þá margir skjálftar yfir fjórum og nokkrir yfir fimm að stærð riðið yfir. Jarðvísindamenn telja líklegustu skýringuna fyrir skjálftunum þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mesta jarðskjálftavirknin hefur verið. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir E. Agnes tekur við starfi Gríms Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Sjá meira
Ekkert lát er á skjálftavirkninni þar sem fjöldi þeirra skjálfta sem mælst hefur frá miðnætti er svipaður og til dæmis í gær, eða um 600 skjálftar. Þetta segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Frá því á hádegi í gær hafa mælst nokkuð færri stórir skjálftar en síðustu daga. Tveir nokkuð snarpir skjálftar urðu í nótt, einn klukkan 02:12 að stærð 4,1 og annar sex mínútum síðar að stærð 3,2. „Það er ekkert óeðlilegt í svona hrinum að virknin minnki og taki sig upp aftur. Það er í raun of snemmt að segja til um það núna. Við munum funda með vísindaráði, háskólanum og almannavörnum í dag og þá verður þetta rætt betur,“ segir Elísabet aðspurð um hvað megi lesa í það að færri stórir skjálftar mælast. Hún segir í raun ekki rólegt á svæðinu þar sem skjálftavirknin hefur verið mest undanfarið. „Það er alveg jafnmikið af skjálftum en þeir eru ekki alveg jafnsterkir þannig að vonandi fékk fólk smá svefnfrið í nótt,“ segir Elísabet. Skjálftahrinan hófst af miklum krafti fyrir viku síðan og hafa síðan þá margir skjálftar yfir fjórum og nokkrir yfir fimm að stærð riðið yfir. Jarðvísindamenn telja líklegustu skýringuna fyrir skjálftunum þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mesta jarðskjálftavirknin hefur verið.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir E. Agnes tekur við starfi Gríms Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Sjá meira