Segir að ef hann verði ekki kosinn forseti fari Messi frá Barcelona Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. mars 2021 16:00 Joan Laporta vill verða forseti Barcelona á nýjan leik. getty/Albert Llop Joan Laporta segir að ef einhver annar en hann verði kosinn forseti Barcelona fari Lionel Messi frá félaginu í sumar. Forsetakosningarnar hjá Barcelona fara fram á sunnudaginn. Laporta þykir líklegastur til að verða kosinn en auk hans eru Victor Font og Toni Freixa í framboði. Laporta var áður forseti Barcelona á árunum 2003-10. Samningur Messis við Barcelona rennur út í sumar og þá getur hann farið frítt frá félaginu sem hann hefur verið hjá frá aldamótum. Messi vildi fara frá Barcelona síðasta sumar en hann var verulega ósáttur við Josep Maria Bartomeu, þáverandi forseta félagsins. Ekkert varð úr því en líklegt þykir að Messi yfirgefi herbúðir Barcelona eftir þetta tímabil. Argentínski snillingurinn hefur meðal annars verið orðaður við Manchester City og Paris Saint-Germain. Laporta segir að hann einn geti komið í veg fyrir að Messi fari frá Barcelona. „Ég er viss um að ef einhver annar en ég vinnur kosningarnar verður Messi ekki lengur hjá félaginu. Samband okkar er gott og það ríkir gagnkvæm virðing milli okkar,“ sagði Laporta. „Við munum gera honum tilboð í takt við stöðu félagsins. Kannski getum við ekki keppt fjárhagslega um hann en Messi stjórnast ekki af peningum. Hann vill ljúka ferlinum á eins háu getustigi og hægt er.“ Messi steig sín fyrstu skref í aðalliði Barcelona á valdatíma Laportas. Hann réði einnig Pep Guardiola til félagsins. Fjárhagsstaða Barcelona er erfið en skuldir félagsins ku nálgast milljarð evra, þrátt fyrir að allir leikmenn liðsins hafi tekið á sig launalækkun vegna kórónuveirufaraldursins. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski boltinn Tengdar fréttir Pep tjáði sig um Bartomeu: Saklaus þar til dómstólarnir sanna annað Pep Guardiola, fyrrverandi knattspyrnustjóri Barcelona og núverandi stjóri Manchester City, segist fylgjast með því sem er að gerast hjá Barcelona. 3. mars 2021 13:30 Fyrrum forseti Barcelona handtekinn og húsleit á Nývangi Það gekk mikið á hjá Barcelona í morgun aðeins nokkrum dögum áður en félagið kýs sér nýjan forseta. 1. mars 2021 11:23 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira
Forsetakosningarnar hjá Barcelona fara fram á sunnudaginn. Laporta þykir líklegastur til að verða kosinn en auk hans eru Victor Font og Toni Freixa í framboði. Laporta var áður forseti Barcelona á árunum 2003-10. Samningur Messis við Barcelona rennur út í sumar og þá getur hann farið frítt frá félaginu sem hann hefur verið hjá frá aldamótum. Messi vildi fara frá Barcelona síðasta sumar en hann var verulega ósáttur við Josep Maria Bartomeu, þáverandi forseta félagsins. Ekkert varð úr því en líklegt þykir að Messi yfirgefi herbúðir Barcelona eftir þetta tímabil. Argentínski snillingurinn hefur meðal annars verið orðaður við Manchester City og Paris Saint-Germain. Laporta segir að hann einn geti komið í veg fyrir að Messi fari frá Barcelona. „Ég er viss um að ef einhver annar en ég vinnur kosningarnar verður Messi ekki lengur hjá félaginu. Samband okkar er gott og það ríkir gagnkvæm virðing milli okkar,“ sagði Laporta. „Við munum gera honum tilboð í takt við stöðu félagsins. Kannski getum við ekki keppt fjárhagslega um hann en Messi stjórnast ekki af peningum. Hann vill ljúka ferlinum á eins háu getustigi og hægt er.“ Messi steig sín fyrstu skref í aðalliði Barcelona á valdatíma Laportas. Hann réði einnig Pep Guardiola til félagsins. Fjárhagsstaða Barcelona er erfið en skuldir félagsins ku nálgast milljarð evra, þrátt fyrir að allir leikmenn liðsins hafi tekið á sig launalækkun vegna kórónuveirufaraldursins. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Pep tjáði sig um Bartomeu: Saklaus þar til dómstólarnir sanna annað Pep Guardiola, fyrrverandi knattspyrnustjóri Barcelona og núverandi stjóri Manchester City, segist fylgjast með því sem er að gerast hjá Barcelona. 3. mars 2021 13:30 Fyrrum forseti Barcelona handtekinn og húsleit á Nývangi Það gekk mikið á hjá Barcelona í morgun aðeins nokkrum dögum áður en félagið kýs sér nýjan forseta. 1. mars 2021 11:23 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira
Pep tjáði sig um Bartomeu: Saklaus þar til dómstólarnir sanna annað Pep Guardiola, fyrrverandi knattspyrnustjóri Barcelona og núverandi stjóri Manchester City, segist fylgjast með því sem er að gerast hjá Barcelona. 3. mars 2021 13:30
Fyrrum forseti Barcelona handtekinn og húsleit á Nývangi Það gekk mikið á hjá Barcelona í morgun aðeins nokkrum dögum áður en félagið kýs sér nýjan forseta. 1. mars 2021 11:23