Filippus prins er látinn Samúel Karl Ólason skrifar 9. apríl 2021 11:09 Filippus prins hafði glímt við veikindi og dvaldi á um tíma sjúkrahúsi fyrr á árinu. EPA/ANDY RAIN Filippus prins, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar er látinn. Hann lést í morgun í Windsor-kastala að því er segir í tilkynningu frá bresku konungshöllinni. Hann varð 99 ára. Filippus prins, sem bar einnig titilinn hertoginn af Edinborg, hefði átt hundrað ára afmæli í júní. Hann fæddist í Korfú í Grikklandi þann 10. júní 1921. Faðir hans var Andrés, prins Grikklands og Danmerkur, og móðir hans var prinsessan Aðalheiður af Battenberg. Að neðan má sjá tilkynninguna frá bresku konungshöllinni. It is with deep sorrow that Her Majesty The Queen has announced the death of her beloved husband, His Royal Highness The...Posted by The Royal Family on Friday, 9 April 2021 Fullt nafn Filippusar var Filippus Schleswig-Holstein-Sonderburg-Glücksburg. Fjölskylda hans var gerð útlægð frá Grikklandi þegar hann var barn og var hann að mestu menntaður í Bretlandi. View this post on Instagram A post shared by The Royal Family (@theroyalfamily) Prinsinn þjónaði í sjóher Bretlands í seinni heimsstyrjöldinni og tók þátt í hernaði í Miðjarðarhafinu og Kyrrahafinu. Eftir stríðið hélt hann stöðu sinni og stjórnaði hann freigátunni Magpie allt til ársins 1952, þegar hann giftist Elísabetu. Hér má sjá gamalt viðtal við hann um tíma hans í seinni heimsstyrjöldinni. Filippus hitti Elísabetu drottningu fyrst árið 1939 en trúlofun þeirra var opinberuð í júlí 1947. Fyrr það ár hafði Filippus afsalað kröfu sinni að krúnum Grikklands og Danmerkur og tekið upp ættarnafn móður sinnar, Mountbatten. Filippus og Elísabet giftu sig í nóvember 1947. Það var svo árið 1952 sem Elísabet tók við völdum í Bretlandi og árið 1957 veitti hún honum titilinn prins og sameinað ættarnafn, Mountbatten-Windsor. Saman áttu þau fjögur börn. Karl, Önnu Elísabetu, Andrés og Játvarð. Barnabörnin eru nú átta og barnabarnabörnin tíu. Árið 2009 varð hann sá maki drottningar eða konungs Bretlands sem hafði verið lengst í stöðu sinni. Í gegnum árin kom Filippus að ýmsum málefnum og góðgerðasamtökum sem sneru náttúruvernd, hernum, vísindum, tækni og íþróttum og hreyfingu barna. Árið 1951 birtist hann til að mynda í stuttri mynd um verk Playing Fields samtakanna sem gerðu leikvelli fyrir börn. Bretland Kóngafólk Andlát Andlát Filippusar prins Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Filippus útskrifaður og kominn aftur til Windsor Filippus prins, hertogi af Edinborg, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er kominn aftur í Windsor kastalann með Elísabetu Bretadrottningu. Hann var fluttur á sjúkrahús fyrir mánuði síðan, þann 16. febrúar, þar sem honum leið ekki vel. 16. mars 2021 12:17 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Filippus prins, sem bar einnig titilinn hertoginn af Edinborg, hefði átt hundrað ára afmæli í júní. Hann fæddist í Korfú í Grikklandi þann 10. júní 1921. Faðir hans var Andrés, prins Grikklands og Danmerkur, og móðir hans var prinsessan Aðalheiður af Battenberg. Að neðan má sjá tilkynninguna frá bresku konungshöllinni. It is with deep sorrow that Her Majesty The Queen has announced the death of her beloved husband, His Royal Highness The...Posted by The Royal Family on Friday, 9 April 2021 Fullt nafn Filippusar var Filippus Schleswig-Holstein-Sonderburg-Glücksburg. Fjölskylda hans var gerð útlægð frá Grikklandi þegar hann var barn og var hann að mestu menntaður í Bretlandi. View this post on Instagram A post shared by The Royal Family (@theroyalfamily) Prinsinn þjónaði í sjóher Bretlands í seinni heimsstyrjöldinni og tók þátt í hernaði í Miðjarðarhafinu og Kyrrahafinu. Eftir stríðið hélt hann stöðu sinni og stjórnaði hann freigátunni Magpie allt til ársins 1952, þegar hann giftist Elísabetu. Hér má sjá gamalt viðtal við hann um tíma hans í seinni heimsstyrjöldinni. Filippus hitti Elísabetu drottningu fyrst árið 1939 en trúlofun þeirra var opinberuð í júlí 1947. Fyrr það ár hafði Filippus afsalað kröfu sinni að krúnum Grikklands og Danmerkur og tekið upp ættarnafn móður sinnar, Mountbatten. Filippus og Elísabet giftu sig í nóvember 1947. Það var svo árið 1952 sem Elísabet tók við völdum í Bretlandi og árið 1957 veitti hún honum titilinn prins og sameinað ættarnafn, Mountbatten-Windsor. Saman áttu þau fjögur börn. Karl, Önnu Elísabetu, Andrés og Játvarð. Barnabörnin eru nú átta og barnabarnabörnin tíu. Árið 2009 varð hann sá maki drottningar eða konungs Bretlands sem hafði verið lengst í stöðu sinni. Í gegnum árin kom Filippus að ýmsum málefnum og góðgerðasamtökum sem sneru náttúruvernd, hernum, vísindum, tækni og íþróttum og hreyfingu barna. Árið 1951 birtist hann til að mynda í stuttri mynd um verk Playing Fields samtakanna sem gerðu leikvelli fyrir börn.
Bretland Kóngafólk Andlát Andlát Filippusar prins Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Filippus útskrifaður og kominn aftur til Windsor Filippus prins, hertogi af Edinborg, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er kominn aftur í Windsor kastalann með Elísabetu Bretadrottningu. Hann var fluttur á sjúkrahús fyrir mánuði síðan, þann 16. febrúar, þar sem honum leið ekki vel. 16. mars 2021 12:17 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Filippus útskrifaður og kominn aftur til Windsor Filippus prins, hertogi af Edinborg, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er kominn aftur í Windsor kastalann með Elísabetu Bretadrottningu. Hann var fluttur á sjúkrahús fyrir mánuði síðan, þann 16. febrúar, þar sem honum leið ekki vel. 16. mars 2021 12:17