Þingmenn í þjónustu þjóðar Magnús D. Norðdahl skrifar 4. mars 2021 13:31 Mælikvarði á gildi og árangur starfandi þingmanna er hvernig þeim hefur tekist að rækja hlutverk sitt. Samkvæmt ákvæðum stjórnarskrár er hlutverk Alþingis að setja lög, fara með fjárstjórnarvald, ráða skipun ríkisstjórnar og veita framkvæmdarvaldinu aðhald. Vísast í þessu samhengi til ákvæða 1., 2., 39., 40., 41. og 54. gr. stjórnarskrár lýðveldisins. Þingmenn Pírata hafa allt frá árinu 2012 sinnt hlutverki sínu af heilindum og fagmennsku. Lykilinn að farsælu gengi þingmanna hreyfingarinnar má að mínum dómi rekja til þess að grunnstefna Pírata fellur einkar vel að því hlutverki og þeim skyldum sem hvíla á þingmönnum. Píratar eru í eðli sínu framsæknir, byggja á gagnrýninni hugsun og vilja að stefnan hverju sinni taki mið af fyrirliggjandi gögnum og þekkingu. Þessi nálgun er í senn svarið við lýðskrumi annarra flokka og lykillinn að farsælu gengi Pírata í komandi alþingiskosningum. Þetta á við í víðu samhengi, allt frá umræðu um útlendingamál yfir í umræðu um sértækar framkvæmdir á landsbyggðinni. Sameinuð stöndum við Á landinu bjuggu á síðasta fjórðungi ársins 2020 samtals 368.590 manns samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Þetta er álíka fjöldi og gæti búið við eina götu í stórborg erlendis. Sem fámenn þjóð ættum við að hafa fulla burði til þess að tryggja jafnræði, samheldni og stuðning hvert við annað. Það er hins vegar erfitt að koma í veg fyrir misklíð og flokkadrætti þegar ekki er hugað nægjanlega vel að þeim hópum samfélagsins sem standa höllum fæti. Lykillinn að samfélagi einingar og samstöðu liggur í að tryggja velferð og mannsæmandi kjör allra þeirra sem búa á landinu. Þetta á við um öll kjördæmi landsins. Fái ég tækifæri til þess að starfa á Alþingi Íslendinga eftir næstu kosningar mun ég nýta krafta mína og baráttuvilja til þess að bæta hag þeirra sem hafa borið skarðan hlut frá borði, hvort sem það er atvinnulausir, láglaunafólk, erlent vinnuafl, hælisleitendur, vanrækt börn eða notendur geðheilbrigðisþjónustu. Ég hef sem sjálfstætt starfandi lögmaður marga hildina háð í þágu vanræktra hópa. Störf mín á Alþingi yrðu áframhald og útvíkkun á þeirri baráttu þar sem tækifæri gefst til þess að efla hag fleiri einstaklinga á heildstæðum grunni. Kraftur landsbyggðarinnar Rétt eins og lóan boðar komu vorsins er lýðskrum og óábyrgur loforðaflaumur vísbending um að kosningar eru í nánd. Sjálfkrýndir frelsarar vaða úr einu byggðarlagi í annað og lofa fjárútlátum eins og enginn sé morgundagurinn. Við aðstæður sem þessar er stefna Pírata mikilvægari en nokkru sinni fyrr þannig að upplýst umræða og skynsemi ráði för. Ef fjármunum er varið eftir duttlungum stjórnmálamanna án fullnægjandi greiningar á fýsileika hverju sinni er hætt við að mikilvæg tækifæri fari forgörðum. Það gefur augaleið að ef milljörðum er sóað í ákveðnar framkvæmdir, sem ekki skila tilætluðum árangri, mun skorta fjármuni í önnur og betri verkefni. Almennt er skynsöm nýting fjármuna á landsbyggðinni, sem byggir á fyrirliggjandi gögnum og þekkingu, forsenda sjálfbærrar uppbyggingar og bættrar afkomu þeirra sem þar búa. Í þessu samhengi er mikilvægt að þingmenn hlusti vel á vilja kjósenda og veiti þeim liðsinni og stuðning í að ráðast í mikilvæg og skynsamleg verkefni á þeirra eigin forsendum. Krafturinn, getan, þekkingin og viljinn býr í heimabyggð. Hlutverk þingmanna er að þjónusta kjósendur og búa til umgjörð þar sem hæfileikar íbúanna sjálfra fá að njóta sín í uppbyggingarstarfi. Í samtölum mínum við kjósendur í Norðvesturkjördæmi eru nokkur atriði sem hafa borið á góma oftar en önnur. Ber þar hæst skortur á innviðum, fullnægjandi samgöngum og umhverfi sem býður upp á raunveruleg tækifæri til atvinnusköpunar þar sem til verða góð og vellaunuð störf til framtíðar. Þá hafa kjósendur nefnt mikilvægi þess að tryggja afhendingaröryggi raforku, auka frelsi minni útgerða til sjósóknar, breikka Vesturlandsveg og efla tekjustofna sveitarfélaga. Fái ég tækifæri til að starfa á Alþingi eftir næstu kosningar er ég reiðubúinn að bjóða fram krafta mína og allan minn baráttuvilja til þess að hefja byggðir Norðvesturkjördæmis til vegs og virðingar í nánu samráði við íbúana sjálfa. Þeir stjórnmálaflokkar, sem hafa haft meirihluta í kjördæminu á síðustu árum, hafa fengið sitt tækifæri og nú er komið að öðrum að leiða nauðsynlegar og löngu tímabærar umbætur í kjördæminu. Píratar eru framsæknir, byggja á gagnrýninni hugsun og vilja að stefnan hverju sinni taki mið af fyrirliggjandi gögnum. Þannig næst árangur. Áframhaldandi árangur Pírata Píratar eru frjálslynt og félagshyggjusinnað umbótaafl í íslensku samfélagi. Árangur Pírata á þeim níu árum sem hreyfingin hefur starfað er eftirtektarverður og þá sérstaklega þegar hreyfingin náði inn tíu þingmönnum árið 2016. Þeim fækkaði árið 2017 en allar forsendur eru til þess að fjölga þeim aftur. Fái ég stuðning í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi mun ég beita mér af fullum krafti til þess að árangur Pírata verði sem allra bestur í næstu alþingiskosningum. Höfundur er lögmaður og sækist eftir fyrsta sæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús D. Norðdahl Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Mælikvarði á gildi og árangur starfandi þingmanna er hvernig þeim hefur tekist að rækja hlutverk sitt. Samkvæmt ákvæðum stjórnarskrár er hlutverk Alþingis að setja lög, fara með fjárstjórnarvald, ráða skipun ríkisstjórnar og veita framkvæmdarvaldinu aðhald. Vísast í þessu samhengi til ákvæða 1., 2., 39., 40., 41. og 54. gr. stjórnarskrár lýðveldisins. Þingmenn Pírata hafa allt frá árinu 2012 sinnt hlutverki sínu af heilindum og fagmennsku. Lykilinn að farsælu gengi þingmanna hreyfingarinnar má að mínum dómi rekja til þess að grunnstefna Pírata fellur einkar vel að því hlutverki og þeim skyldum sem hvíla á þingmönnum. Píratar eru í eðli sínu framsæknir, byggja á gagnrýninni hugsun og vilja að stefnan hverju sinni taki mið af fyrirliggjandi gögnum og þekkingu. Þessi nálgun er í senn svarið við lýðskrumi annarra flokka og lykillinn að farsælu gengi Pírata í komandi alþingiskosningum. Þetta á við í víðu samhengi, allt frá umræðu um útlendingamál yfir í umræðu um sértækar framkvæmdir á landsbyggðinni. Sameinuð stöndum við Á landinu bjuggu á síðasta fjórðungi ársins 2020 samtals 368.590 manns samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Þetta er álíka fjöldi og gæti búið við eina götu í stórborg erlendis. Sem fámenn þjóð ættum við að hafa fulla burði til þess að tryggja jafnræði, samheldni og stuðning hvert við annað. Það er hins vegar erfitt að koma í veg fyrir misklíð og flokkadrætti þegar ekki er hugað nægjanlega vel að þeim hópum samfélagsins sem standa höllum fæti. Lykillinn að samfélagi einingar og samstöðu liggur í að tryggja velferð og mannsæmandi kjör allra þeirra sem búa á landinu. Þetta á við um öll kjördæmi landsins. Fái ég tækifæri til þess að starfa á Alþingi Íslendinga eftir næstu kosningar mun ég nýta krafta mína og baráttuvilja til þess að bæta hag þeirra sem hafa borið skarðan hlut frá borði, hvort sem það er atvinnulausir, láglaunafólk, erlent vinnuafl, hælisleitendur, vanrækt börn eða notendur geðheilbrigðisþjónustu. Ég hef sem sjálfstætt starfandi lögmaður marga hildina háð í þágu vanræktra hópa. Störf mín á Alþingi yrðu áframhald og útvíkkun á þeirri baráttu þar sem tækifæri gefst til þess að efla hag fleiri einstaklinga á heildstæðum grunni. Kraftur landsbyggðarinnar Rétt eins og lóan boðar komu vorsins er lýðskrum og óábyrgur loforðaflaumur vísbending um að kosningar eru í nánd. Sjálfkrýndir frelsarar vaða úr einu byggðarlagi í annað og lofa fjárútlátum eins og enginn sé morgundagurinn. Við aðstæður sem þessar er stefna Pírata mikilvægari en nokkru sinni fyrr þannig að upplýst umræða og skynsemi ráði för. Ef fjármunum er varið eftir duttlungum stjórnmálamanna án fullnægjandi greiningar á fýsileika hverju sinni er hætt við að mikilvæg tækifæri fari forgörðum. Það gefur augaleið að ef milljörðum er sóað í ákveðnar framkvæmdir, sem ekki skila tilætluðum árangri, mun skorta fjármuni í önnur og betri verkefni. Almennt er skynsöm nýting fjármuna á landsbyggðinni, sem byggir á fyrirliggjandi gögnum og þekkingu, forsenda sjálfbærrar uppbyggingar og bættrar afkomu þeirra sem þar búa. Í þessu samhengi er mikilvægt að þingmenn hlusti vel á vilja kjósenda og veiti þeim liðsinni og stuðning í að ráðast í mikilvæg og skynsamleg verkefni á þeirra eigin forsendum. Krafturinn, getan, þekkingin og viljinn býr í heimabyggð. Hlutverk þingmanna er að þjónusta kjósendur og búa til umgjörð þar sem hæfileikar íbúanna sjálfra fá að njóta sín í uppbyggingarstarfi. Í samtölum mínum við kjósendur í Norðvesturkjördæmi eru nokkur atriði sem hafa borið á góma oftar en önnur. Ber þar hæst skortur á innviðum, fullnægjandi samgöngum og umhverfi sem býður upp á raunveruleg tækifæri til atvinnusköpunar þar sem til verða góð og vellaunuð störf til framtíðar. Þá hafa kjósendur nefnt mikilvægi þess að tryggja afhendingaröryggi raforku, auka frelsi minni útgerða til sjósóknar, breikka Vesturlandsveg og efla tekjustofna sveitarfélaga. Fái ég tækifæri til að starfa á Alþingi eftir næstu kosningar er ég reiðubúinn að bjóða fram krafta mína og allan minn baráttuvilja til þess að hefja byggðir Norðvesturkjördæmis til vegs og virðingar í nánu samráði við íbúana sjálfa. Þeir stjórnmálaflokkar, sem hafa haft meirihluta í kjördæminu á síðustu árum, hafa fengið sitt tækifæri og nú er komið að öðrum að leiða nauðsynlegar og löngu tímabærar umbætur í kjördæminu. Píratar eru framsæknir, byggja á gagnrýninni hugsun og vilja að stefnan hverju sinni taki mið af fyrirliggjandi gögnum. Þannig næst árangur. Áframhaldandi árangur Pírata Píratar eru frjálslynt og félagshyggjusinnað umbótaafl í íslensku samfélagi. Árangur Pírata á þeim níu árum sem hreyfingin hefur starfað er eftirtektarverður og þá sérstaklega þegar hreyfingin náði inn tíu þingmönnum árið 2016. Þeim fækkaði árið 2017 en allar forsendur eru til þess að fjölga þeim aftur. Fái ég stuðning í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi mun ég beita mér af fullum krafti til þess að árangur Pírata verði sem allra bestur í næstu alþingiskosningum. Höfundur er lögmaður og sækist eftir fyrsta sæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar