„Áfall fyrir Guðna að koma tillögunni ekki í gegn" Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2021 13:41 Guðni Bergsson er formaður KSÍ en honum tókst ekki að sannfæra ársþingið um að finna leiðir að því sem allir vilja, sem er að fjölga leikjum. vísir/vilhelm Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson fengu Atla Viðar Björnsson til sín í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag og þar var meðal annars rætt um þau vonbrigði íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar að geta ekki sæst á eina leið til að fjölga leikjum í efstu deild á Íslandi. Ríkharð Óskar Guðnason var ekki með í þættinum í dag en Atli Viðar Björnsson var gestur þáttarins í stað hans. Atli Viðar þekkir íslenska boltann vel og því við hæfi að fara yfir stærsta mál dagsins í fótboltanum hér heima. Fátt er nefnilega um meira rætt í íslenska knattspyrnuheiminum en það að ekki hafi tekist að fjölga leikjum í Pepsi Max deild karla. Báðar tillögurnar voru felldar á Ársþingi KSÍ því aukinn meirihluti fékkst hvorki fyrir fjórtán liða deild eða tólf liða deild með úrslitakeppni. Fram lagði til að fjölga í fjórtán lið en niðurstaða starfshóps KSÍ var að halda sig við tólf liða deild en spila í viðbót úrslitakeppni milli sex efstu liðanna annars vegar og sex neðstu liðanna hins vegar. „Mér fannst tillagan um úrslitakeppnina alls ekki spennandi þegar ég heyrði hana fyrst en þegar ég fór að pæla aðeins í henni og heyra útfærslur þá hugnaðist mér hún betur,“ sagði Atli Viðar Björnsson. San Marínó eina landið með færri leiki á bak við landstitil „Ég hefði alveg getað sætt mig við fjórtán liða deild því deildin þarfnast þess að fá fleiri leiki. Ég held að það sé bara ein karladeild í Evrópu sem er með færri leiki og þar sem þarf færri stig til að verða deildarmeistari og ég held að það sé San Marínó. Öll önnur lönd eru með fleiri leiki á bak við landstitlana,“ sagði Atli Viðar. „Mér finnst við vera á vondum stað og mér fannst fulltrúar á ársþingi KSÍ fremja afleik með því að hafna þessu öllu,“ sagði Atli Viðar. Íslenska deildin er á niðurleið og það sést best á gengi íslensku liðanna í Evrópukeppnunum síðustu ár en slakt gengi þar þýðir að Ísland er búinn að tapa Evrópusæti. Var versta mögulega niðurstaðan „Þetta var versta mögulega niðurstaðan. Ég fylgdist með þinginu og fjórtán liða tillagan var fyrst borin upp og hún var felld. Þá fannst mér einhvern vegin eins og það lægi beinast við að hin hlyti að verða samþykkt. Þeir sem náðu ekki fjórtán liða tillögunni í gegn sýnist manni að hafa farið í fýlu og ákveðið að sýna einhvern mótþróa víst að þeir náðu ekki sínu í gegn,“ sagði Atli Viðar. „Eins og Henry benti á þá erum við búnir að tapa Evrópusæti og fyrir utan það að það eru nú færri sem fá að fara í Evrópukeppni og upplifa það ævintýri þá eru þetta fullt af peningum. Það tapast 30 til 40 milljónir eða hvað það er sem kemur inn í hreyfinguna með einu Evrópusæti,“ sagði Atli Viðar. Gerðust sekir um dómgreindarbrest „Við vitum að hreyfingin stendur frammi fyrir því að selja sjónvarpsrétt og deildin hefði verið verðmætari með fleiri leikjum. Mér fannst með því að hafna öllu þá hafi menn gerst sekir um einhvers konar dómgreindarbrest,“ sagði Atli Viðar. „Tillaga starfshópsins er tillaga KSÍ og stjórn KSÍ leggur hana fram. Ég helt að það hljóti að vera mikil vonbrigði og ákveðið áfall fyrir Guðna Bergsson og KSÍ að koma þessu ekki í gegnum þingið,“ sagði Atli Viðar. Það má finna allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Sportið í dag Pepsi Max-deild karla KSÍ Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Ríkharð Óskar Guðnason var ekki með í þættinum í dag en Atli Viðar Björnsson var gestur þáttarins í stað hans. Atli Viðar þekkir íslenska boltann vel og því við hæfi að fara yfir stærsta mál dagsins í fótboltanum hér heima. Fátt er nefnilega um meira rætt í íslenska knattspyrnuheiminum en það að ekki hafi tekist að fjölga leikjum í Pepsi Max deild karla. Báðar tillögurnar voru felldar á Ársþingi KSÍ því aukinn meirihluti fékkst hvorki fyrir fjórtán liða deild eða tólf liða deild með úrslitakeppni. Fram lagði til að fjölga í fjórtán lið en niðurstaða starfshóps KSÍ var að halda sig við tólf liða deild en spila í viðbót úrslitakeppni milli sex efstu liðanna annars vegar og sex neðstu liðanna hins vegar. „Mér fannst tillagan um úrslitakeppnina alls ekki spennandi þegar ég heyrði hana fyrst en þegar ég fór að pæla aðeins í henni og heyra útfærslur þá hugnaðist mér hún betur,“ sagði Atli Viðar Björnsson. San Marínó eina landið með færri leiki á bak við landstitil „Ég hefði alveg getað sætt mig við fjórtán liða deild því deildin þarfnast þess að fá fleiri leiki. Ég held að það sé bara ein karladeild í Evrópu sem er með færri leiki og þar sem þarf færri stig til að verða deildarmeistari og ég held að það sé San Marínó. Öll önnur lönd eru með fleiri leiki á bak við landstitlana,“ sagði Atli Viðar. „Mér finnst við vera á vondum stað og mér fannst fulltrúar á ársþingi KSÍ fremja afleik með því að hafna þessu öllu,“ sagði Atli Viðar. Íslenska deildin er á niðurleið og það sést best á gengi íslensku liðanna í Evrópukeppnunum síðustu ár en slakt gengi þar þýðir að Ísland er búinn að tapa Evrópusæti. Var versta mögulega niðurstaðan „Þetta var versta mögulega niðurstaðan. Ég fylgdist með þinginu og fjórtán liða tillagan var fyrst borin upp og hún var felld. Þá fannst mér einhvern vegin eins og það lægi beinast við að hin hlyti að verða samþykkt. Þeir sem náðu ekki fjórtán liða tillögunni í gegn sýnist manni að hafa farið í fýlu og ákveðið að sýna einhvern mótþróa víst að þeir náðu ekki sínu í gegn,“ sagði Atli Viðar. „Eins og Henry benti á þá erum við búnir að tapa Evrópusæti og fyrir utan það að það eru nú færri sem fá að fara í Evrópukeppni og upplifa það ævintýri þá eru þetta fullt af peningum. Það tapast 30 til 40 milljónir eða hvað það er sem kemur inn í hreyfinguna með einu Evrópusæti,“ sagði Atli Viðar. Gerðust sekir um dómgreindarbrest „Við vitum að hreyfingin stendur frammi fyrir því að selja sjónvarpsrétt og deildin hefði verið verðmætari með fleiri leikjum. Mér fannst með því að hafna öllu þá hafi menn gerst sekir um einhvers konar dómgreindarbrest,“ sagði Atli Viðar. „Tillaga starfshópsins er tillaga KSÍ og stjórn KSÍ leggur hana fram. Ég helt að það hljóti að vera mikil vonbrigði og ákveðið áfall fyrir Guðna Bergsson og KSÍ að koma þessu ekki í gegnum þingið,“ sagði Atli Viðar. Það má finna allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag Pepsi Max-deild karla KSÍ Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira