„Áfall fyrir Guðna að koma tillögunni ekki í gegn" Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2021 13:41 Guðni Bergsson er formaður KSÍ en honum tókst ekki að sannfæra ársþingið um að finna leiðir að því sem allir vilja, sem er að fjölga leikjum. vísir/vilhelm Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson fengu Atla Viðar Björnsson til sín í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag og þar var meðal annars rætt um þau vonbrigði íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar að geta ekki sæst á eina leið til að fjölga leikjum í efstu deild á Íslandi. Ríkharð Óskar Guðnason var ekki með í þættinum í dag en Atli Viðar Björnsson var gestur þáttarins í stað hans. Atli Viðar þekkir íslenska boltann vel og því við hæfi að fara yfir stærsta mál dagsins í fótboltanum hér heima. Fátt er nefnilega um meira rætt í íslenska knattspyrnuheiminum en það að ekki hafi tekist að fjölga leikjum í Pepsi Max deild karla. Báðar tillögurnar voru felldar á Ársþingi KSÍ því aukinn meirihluti fékkst hvorki fyrir fjórtán liða deild eða tólf liða deild með úrslitakeppni. Fram lagði til að fjölga í fjórtán lið en niðurstaða starfshóps KSÍ var að halda sig við tólf liða deild en spila í viðbót úrslitakeppni milli sex efstu liðanna annars vegar og sex neðstu liðanna hins vegar. „Mér fannst tillagan um úrslitakeppnina alls ekki spennandi þegar ég heyrði hana fyrst en þegar ég fór að pæla aðeins í henni og heyra útfærslur þá hugnaðist mér hún betur,“ sagði Atli Viðar Björnsson. San Marínó eina landið með færri leiki á bak við landstitil „Ég hefði alveg getað sætt mig við fjórtán liða deild því deildin þarfnast þess að fá fleiri leiki. Ég held að það sé bara ein karladeild í Evrópu sem er með færri leiki og þar sem þarf færri stig til að verða deildarmeistari og ég held að það sé San Marínó. Öll önnur lönd eru með fleiri leiki á bak við landstitlana,“ sagði Atli Viðar. „Mér finnst við vera á vondum stað og mér fannst fulltrúar á ársþingi KSÍ fremja afleik með því að hafna þessu öllu,“ sagði Atli Viðar. Íslenska deildin er á niðurleið og það sést best á gengi íslensku liðanna í Evrópukeppnunum síðustu ár en slakt gengi þar þýðir að Ísland er búinn að tapa Evrópusæti. Var versta mögulega niðurstaðan „Þetta var versta mögulega niðurstaðan. Ég fylgdist með þinginu og fjórtán liða tillagan var fyrst borin upp og hún var felld. Þá fannst mér einhvern vegin eins og það lægi beinast við að hin hlyti að verða samþykkt. Þeir sem náðu ekki fjórtán liða tillögunni í gegn sýnist manni að hafa farið í fýlu og ákveðið að sýna einhvern mótþróa víst að þeir náðu ekki sínu í gegn,“ sagði Atli Viðar. „Eins og Henry benti á þá erum við búnir að tapa Evrópusæti og fyrir utan það að það eru nú færri sem fá að fara í Evrópukeppni og upplifa það ævintýri þá eru þetta fullt af peningum. Það tapast 30 til 40 milljónir eða hvað það er sem kemur inn í hreyfinguna með einu Evrópusæti,“ sagði Atli Viðar. Gerðust sekir um dómgreindarbrest „Við vitum að hreyfingin stendur frammi fyrir því að selja sjónvarpsrétt og deildin hefði verið verðmætari með fleiri leikjum. Mér fannst með því að hafna öllu þá hafi menn gerst sekir um einhvers konar dómgreindarbrest,“ sagði Atli Viðar. „Tillaga starfshópsins er tillaga KSÍ og stjórn KSÍ leggur hana fram. Ég helt að það hljóti að vera mikil vonbrigði og ákveðið áfall fyrir Guðna Bergsson og KSÍ að koma þessu ekki í gegnum þingið,“ sagði Atli Viðar. Það má finna allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Sportið í dag Pepsi Max-deild karla KSÍ Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Sjá meira
Ríkharð Óskar Guðnason var ekki með í þættinum í dag en Atli Viðar Björnsson var gestur þáttarins í stað hans. Atli Viðar þekkir íslenska boltann vel og því við hæfi að fara yfir stærsta mál dagsins í fótboltanum hér heima. Fátt er nefnilega um meira rætt í íslenska knattspyrnuheiminum en það að ekki hafi tekist að fjölga leikjum í Pepsi Max deild karla. Báðar tillögurnar voru felldar á Ársþingi KSÍ því aukinn meirihluti fékkst hvorki fyrir fjórtán liða deild eða tólf liða deild með úrslitakeppni. Fram lagði til að fjölga í fjórtán lið en niðurstaða starfshóps KSÍ var að halda sig við tólf liða deild en spila í viðbót úrslitakeppni milli sex efstu liðanna annars vegar og sex neðstu liðanna hins vegar. „Mér fannst tillagan um úrslitakeppnina alls ekki spennandi þegar ég heyrði hana fyrst en þegar ég fór að pæla aðeins í henni og heyra útfærslur þá hugnaðist mér hún betur,“ sagði Atli Viðar Björnsson. San Marínó eina landið með færri leiki á bak við landstitil „Ég hefði alveg getað sætt mig við fjórtán liða deild því deildin þarfnast þess að fá fleiri leiki. Ég held að það sé bara ein karladeild í Evrópu sem er með færri leiki og þar sem þarf færri stig til að verða deildarmeistari og ég held að það sé San Marínó. Öll önnur lönd eru með fleiri leiki á bak við landstitlana,“ sagði Atli Viðar. „Mér finnst við vera á vondum stað og mér fannst fulltrúar á ársþingi KSÍ fremja afleik með því að hafna þessu öllu,“ sagði Atli Viðar. Íslenska deildin er á niðurleið og það sést best á gengi íslensku liðanna í Evrópukeppnunum síðustu ár en slakt gengi þar þýðir að Ísland er búinn að tapa Evrópusæti. Var versta mögulega niðurstaðan „Þetta var versta mögulega niðurstaðan. Ég fylgdist með þinginu og fjórtán liða tillagan var fyrst borin upp og hún var felld. Þá fannst mér einhvern vegin eins og það lægi beinast við að hin hlyti að verða samþykkt. Þeir sem náðu ekki fjórtán liða tillögunni í gegn sýnist manni að hafa farið í fýlu og ákveðið að sýna einhvern mótþróa víst að þeir náðu ekki sínu í gegn,“ sagði Atli Viðar. „Eins og Henry benti á þá erum við búnir að tapa Evrópusæti og fyrir utan það að það eru nú færri sem fá að fara í Evrópukeppni og upplifa það ævintýri þá eru þetta fullt af peningum. Það tapast 30 til 40 milljónir eða hvað það er sem kemur inn í hreyfinguna með einu Evrópusæti,“ sagði Atli Viðar. Gerðust sekir um dómgreindarbrest „Við vitum að hreyfingin stendur frammi fyrir því að selja sjónvarpsrétt og deildin hefði verið verðmætari með fleiri leikjum. Mér fannst með því að hafna öllu þá hafi menn gerst sekir um einhvers konar dómgreindarbrest,“ sagði Atli Viðar. „Tillaga starfshópsins er tillaga KSÍ og stjórn KSÍ leggur hana fram. Ég helt að það hljóti að vera mikil vonbrigði og ákveðið áfall fyrir Guðna Bergsson og KSÍ að koma þessu ekki í gegnum þingið,“ sagði Atli Viðar. Það má finna allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag Pepsi Max-deild karla KSÍ Mest lesið Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Handbolti Fleiri fréttir Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Sjá meira