Ísland langefst á lista Riot Games Samúel Karl Ólason skrifar 4. mars 2021 14:59 Kynningarmynd um mótin sem haldin verða hér á landi í maí. Forsvarsmenn fyrirtækisins Riot Games lögðu áherslu á að vel væri haldið á sóttvörnum í landinu þar sem eitt stærsta rafíþróttamót yrði hýst. Starfsmenn Riot litu einnig til netaðstöðu enda væri það gífurlega mikilvægt fyrir mót af þessu tagi. Mótið verður haldið í Laugardalshöll í maí. Ráðgjafar Riot skrifuðu upp lista af borgum þar sem skilyrðum fyrirtækisins væri náð. Hægt og rólega síuðu þeir borgir úr þessum lista og að endingu voru nokkrar eftir. Þar á meðal var Reykjavík. Í samtali við blaðamann Washington Post segir Nick Troop, sem stýrir rafíþróttaviðburðum í leiknum League of Legends hjá Riot Games, að Ísland hafi verið öðrum ríkjum framar. Sérstaklega þegar komi að vörnum gegn Covid-19 en sömuleiðis varðandi internetið og aðstöðu. „Það sem við viljum veita keppendum okkar og áhorfendum er eðal samkeppni og hún næst best þar sem við getum náð saman liðunum og leyft þeim að spila í LAN umhverfi þar sem engar kerfistruflanir koma niður á keppni þeirra,“ sagði Nick Troop. Íslandsstofa hafði milligöngu um að koma Riot Games í samband við Reykjavíkurborg og aðra þjónustuaðila sem koma að undirbúning mótsins. Riot og Íslendingar hafa unnið að því að stilla saman strengi sína frá því í janúar og Troop segir viðtökurnar meðal Íslendinga hafa verið verulega góðar. League of Legends er einn vinsælasti tölvuleikur heims og áhorf á beinar útsendingar frá keppnum atvinnumanna njóta gríðarlegra vinsælda. Alls horfðu um 23 milljónir manns á beina útsendingu frá úrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu í leiknum sem fram fór í Shanghaí í desember síðastliðnum, og um hundrað milljón einstakir áhorfendur fylgdust með útsendingum frá heimsmeistaramótinu 2019. Meira er í húfi varðandi leikinn Valorant, samkvæmt frétt Washington Post. Leikurinn var gefinn út um það leiti sem heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar var að hefjast og verður þetta í fyrsta sinn sem lið frá mismunandi svæðum heimsins koma saman og keppa í leiknum. Keppendur munu þurfa í sex daga einangrun við komuna til Íslands og þar að auki þurfa þeir að hafa farið í PCR próf innan við þremur sólarhringum fyrir komuna til landsins. Riot segir viðbúnaðinn varðandi sóttvarnir vera mjög svipaðan þeim sem var í Shanghaí þegar fyrirtækið hélt mót þar í september. Rafíþróttir Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira
Mótið verður haldið í Laugardalshöll í maí. Ráðgjafar Riot skrifuðu upp lista af borgum þar sem skilyrðum fyrirtækisins væri náð. Hægt og rólega síuðu þeir borgir úr þessum lista og að endingu voru nokkrar eftir. Þar á meðal var Reykjavík. Í samtali við blaðamann Washington Post segir Nick Troop, sem stýrir rafíþróttaviðburðum í leiknum League of Legends hjá Riot Games, að Ísland hafi verið öðrum ríkjum framar. Sérstaklega þegar komi að vörnum gegn Covid-19 en sömuleiðis varðandi internetið og aðstöðu. „Það sem við viljum veita keppendum okkar og áhorfendum er eðal samkeppni og hún næst best þar sem við getum náð saman liðunum og leyft þeim að spila í LAN umhverfi þar sem engar kerfistruflanir koma niður á keppni þeirra,“ sagði Nick Troop. Íslandsstofa hafði milligöngu um að koma Riot Games í samband við Reykjavíkurborg og aðra þjónustuaðila sem koma að undirbúning mótsins. Riot og Íslendingar hafa unnið að því að stilla saman strengi sína frá því í janúar og Troop segir viðtökurnar meðal Íslendinga hafa verið verulega góðar. League of Legends er einn vinsælasti tölvuleikur heims og áhorf á beinar útsendingar frá keppnum atvinnumanna njóta gríðarlegra vinsælda. Alls horfðu um 23 milljónir manns á beina útsendingu frá úrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu í leiknum sem fram fór í Shanghaí í desember síðastliðnum, og um hundrað milljón einstakir áhorfendur fylgdust með útsendingum frá heimsmeistaramótinu 2019. Meira er í húfi varðandi leikinn Valorant, samkvæmt frétt Washington Post. Leikurinn var gefinn út um það leiti sem heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar var að hefjast og verður þetta í fyrsta sinn sem lið frá mismunandi svæðum heimsins koma saman og keppa í leiknum. Keppendur munu þurfa í sex daga einangrun við komuna til Íslands og þar að auki þurfa þeir að hafa farið í PCR próf innan við þremur sólarhringum fyrir komuna til landsins. Riot segir viðbúnaðinn varðandi sóttvarnir vera mjög svipaðan þeim sem var í Shanghaí þegar fyrirtækið hélt mót þar í september.
Rafíþróttir Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira