Ísland langefst á lista Riot Games Samúel Karl Ólason skrifar 4. mars 2021 14:59 Kynningarmynd um mótin sem haldin verða hér á landi í maí. Forsvarsmenn fyrirtækisins Riot Games lögðu áherslu á að vel væri haldið á sóttvörnum í landinu þar sem eitt stærsta rafíþróttamót yrði hýst. Starfsmenn Riot litu einnig til netaðstöðu enda væri það gífurlega mikilvægt fyrir mót af þessu tagi. Mótið verður haldið í Laugardalshöll í maí. Ráðgjafar Riot skrifuðu upp lista af borgum þar sem skilyrðum fyrirtækisins væri náð. Hægt og rólega síuðu þeir borgir úr þessum lista og að endingu voru nokkrar eftir. Þar á meðal var Reykjavík. Í samtali við blaðamann Washington Post segir Nick Troop, sem stýrir rafíþróttaviðburðum í leiknum League of Legends hjá Riot Games, að Ísland hafi verið öðrum ríkjum framar. Sérstaklega þegar komi að vörnum gegn Covid-19 en sömuleiðis varðandi internetið og aðstöðu. „Það sem við viljum veita keppendum okkar og áhorfendum er eðal samkeppni og hún næst best þar sem við getum náð saman liðunum og leyft þeim að spila í LAN umhverfi þar sem engar kerfistruflanir koma niður á keppni þeirra,“ sagði Nick Troop. Íslandsstofa hafði milligöngu um að koma Riot Games í samband við Reykjavíkurborg og aðra þjónustuaðila sem koma að undirbúning mótsins. Riot og Íslendingar hafa unnið að því að stilla saman strengi sína frá því í janúar og Troop segir viðtökurnar meðal Íslendinga hafa verið verulega góðar. League of Legends er einn vinsælasti tölvuleikur heims og áhorf á beinar útsendingar frá keppnum atvinnumanna njóta gríðarlegra vinsælda. Alls horfðu um 23 milljónir manns á beina útsendingu frá úrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu í leiknum sem fram fór í Shanghaí í desember síðastliðnum, og um hundrað milljón einstakir áhorfendur fylgdust með útsendingum frá heimsmeistaramótinu 2019. Meira er í húfi varðandi leikinn Valorant, samkvæmt frétt Washington Post. Leikurinn var gefinn út um það leiti sem heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar var að hefjast og verður þetta í fyrsta sinn sem lið frá mismunandi svæðum heimsins koma saman og keppa í leiknum. Keppendur munu þurfa í sex daga einangrun við komuna til Íslands og þar að auki þurfa þeir að hafa farið í PCR próf innan við þremur sólarhringum fyrir komuna til landsins. Riot segir viðbúnaðinn varðandi sóttvarnir vera mjög svipaðan þeim sem var í Shanghaí þegar fyrirtækið hélt mót þar í september. Rafíþróttir Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Mótið verður haldið í Laugardalshöll í maí. Ráðgjafar Riot skrifuðu upp lista af borgum þar sem skilyrðum fyrirtækisins væri náð. Hægt og rólega síuðu þeir borgir úr þessum lista og að endingu voru nokkrar eftir. Þar á meðal var Reykjavík. Í samtali við blaðamann Washington Post segir Nick Troop, sem stýrir rafíþróttaviðburðum í leiknum League of Legends hjá Riot Games, að Ísland hafi verið öðrum ríkjum framar. Sérstaklega þegar komi að vörnum gegn Covid-19 en sömuleiðis varðandi internetið og aðstöðu. „Það sem við viljum veita keppendum okkar og áhorfendum er eðal samkeppni og hún næst best þar sem við getum náð saman liðunum og leyft þeim að spila í LAN umhverfi þar sem engar kerfistruflanir koma niður á keppni þeirra,“ sagði Nick Troop. Íslandsstofa hafði milligöngu um að koma Riot Games í samband við Reykjavíkurborg og aðra þjónustuaðila sem koma að undirbúning mótsins. Riot og Íslendingar hafa unnið að því að stilla saman strengi sína frá því í janúar og Troop segir viðtökurnar meðal Íslendinga hafa verið verulega góðar. League of Legends er einn vinsælasti tölvuleikur heims og áhorf á beinar útsendingar frá keppnum atvinnumanna njóta gríðarlegra vinsælda. Alls horfðu um 23 milljónir manns á beina útsendingu frá úrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu í leiknum sem fram fór í Shanghaí í desember síðastliðnum, og um hundrað milljón einstakir áhorfendur fylgdust með útsendingum frá heimsmeistaramótinu 2019. Meira er í húfi varðandi leikinn Valorant, samkvæmt frétt Washington Post. Leikurinn var gefinn út um það leiti sem heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar var að hefjast og verður þetta í fyrsta sinn sem lið frá mismunandi svæðum heimsins koma saman og keppa í leiknum. Keppendur munu þurfa í sex daga einangrun við komuna til Íslands og þar að auki þurfa þeir að hafa farið í PCR próf innan við þremur sólarhringum fyrir komuna til landsins. Riot segir viðbúnaðinn varðandi sóttvarnir vera mjög svipaðan þeim sem var í Shanghaí þegar fyrirtækið hélt mót þar í september.
Rafíþróttir Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira