Skoðun

Formaður VR þarf að hafa reynslu og það hefur Ragnar Þór Ingólfsson

Rannveig Sigurðardóttir skrifar

Kæru VR félagar, kjósum formann með framtíðarsýn, ekki þann sem ætlar að velta sér upp úr fortíðinni. Ragnar Þór Ingólfsson er verkalýðssinni og hefur unnið vel fyrir VR og látið verkin tala og nú eru kosningar til stjórnarstarfa í VR dagana 8. til 13 mars. Ég hef nú látið af áralöngum trúnaðarstörfum fyrir VR en ég hef alla tíð verið þekkt fyrir mínar skoðanir og segi: Mitt mat er að enginn sem ekki hefur reynslu af verkalýðsmálum ætti að gefa kost á sér til stjórnarstarfa eða formennsku.

Það stekkur enginn inn af götunni og ætlar að stjórna stærsta stéttarfélagi landsins án þekkingar. Mín skoðun hefur alltaf verið að þeir sem ætla að vinna að hag launamanna þurfa að hafa þekkingu. Þekkinguna öðlast þeir sem hafa gengt trúnaðarmannastöðu á vinnustað, setið síðan í trúnaðarráði VR og þá ætti leiðin að liggja til stjórnarsetu fyrir félagið. Verkalýðsmál eru rammpólitísk, en alls ekki flokkspólitísk og það hoppar enginn í formannssætið bara sí svona, þó að fyrir liggi reynsla í stjórnum í foreldrafélagi, íþróttafélagi eða kvenfélagi.

Við frambjóðendur segi ég: Vertu félagi þínu trúr og gakktu menntaveg verkalýðsmála til að vinna fyrir mig og aðra félagsmenn VR. Bið alla félagsmenn að huga vel að þessum málum áður en þeir kjósa sér nýja forystu. Félagsmenn nýtið kosningaréttinn VR til heilla og kjósið Ragnar Þór. Hann fær svo sannarlega mitt atkvæði.

Höfundur er fyrrverandi stjórnarmaður í VR og margt fleira




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×