Töluvert fleiri karlmenn tóku þátt í könnuninni en alls voru það 6692 sem svöruðu. Aðeins fleiri karlmenn sögðu sjálfsfróun vera jákvæða og heilbrigða í sambandi eða 92% á móti 79% kvenna.
Eins og sjá má á niðurstöðunum hér fyrir neðan er munurinn á svörum kynjanna ekki mjög mikill. Greinilegt er að flestir lesendur Vísis sem tóku þátt í könnuninni eru sammála um það að sjálfsfróun maka í sambandi sé jákvæð og heilbrigð þó aðeins fleiri konur séu því ósammála og segja hana óviðeignandi, eða 8% á móti 2% karla.
Hvernig er þitt viðhorf til sjálfsfróunar maka?
Niðurstöður*
KARLAR (3601)
Mér finnst sjálfsfróun jákvæð og heilbrigð í sambandi - 92%
Ég vil ekki vita af því þegar maki minn stundar sjálfsfróun - 5%
Mér finnst sjálfsfróun óviðeigandi í sambandi - 2%
KONUR (3091)
Mér finnst sjálfsfróun jákvæð og heilbrigð í sambandi - 79%
Ég vil ekki vita af því þegar maki minn stundar sjálfsfróun - 13%
Mér finnst sjálfsfróun óviðeigandi í sambandi - 8%
Umsjónarmaður Makamála mætti í Brennsluna á FM957 og ræddi niðurstöðurnar ásamt því að kynna til leiks nýja Spurningu vikunnar. Hægt er að hlusta á líflegar umræður hér fyrir neðan.
*Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.