Er Íslandspóstur undanþeginn lögum? Þórir Helgi Sigvaldason skrifar 5. mars 2021 13:00 Nýverið tók póst- og fjarskiptastofnun ákvörðun um að veita Íslandspósti 509.000.000 króna fjárframlag vegna veitingar alþjónustu á árinu 2020. Alþjónusta er sú póstþjónusta sem allir eiga rétt á aðgangi að, á viðráðanlegu verði. Stofnunin hafði áður falið Íslandspósti að veita slíka þjónustu. Markmið fjárframlaga til alþjónustuveitanda er að tryggja póstþjónustu á svæðum þar sem ekki eru markaðslegar forsendur til að veita hana. Af þeim 509 milljónum króna sem póst- og fjarskiptastofnun veitti Íslandspósti voru 181 milljón fyrir að veita þjónustu á „óvirkum þéttbýlissvæðum“, þ.e. svæðum sem stofnunin telur að Íslandspóstur myndi ekki óneyddur veita þjónustu á. Niðurstaða stofnunarinnar var sú að aðeins væru markaðslegar forsendur fyrir dreifingu á höfuðborgarsvæðinu og 12 stærstu sveitarfélögum landsins. Þetta vakti stórfurðu hjá ýmsum aðilum sem hingað til hafa reynt að reka samkeppni við Íslandspóst og hafa gert út frá og þjónustað sveitarfélög líkt og Vík í Mýrdal, Stykkishólm, Patreksfjörð og Hvolsvöll, svo dæmi séu nefnd. Með ákvörðun stofnunarinnar komust þessir aðilar að því að engar markaðslegar forsendur væru fyrir rekstri þeirra og að ríkið teldi nauðsynlegt að styrkja Íslandspóst til þess dreifa pökkum á svæðum sem þeir hafa þjónustað um árabil. Ný lög um póstþjónustu, sem tóku gildi 1. janúar 2020, kveða á um að alþjónustuveitandi skuli innheimta sama gjald fyrir alþjónustu um allt land. Áður hafði þetta aðeins gilt um bréfasendingar en nú gildir þetta einnig um pakkasendingar. Pakkasendingar verða sífellt mikilvægari þáttur í póstþjónustu, en samkvæmt nýju lögunum er Íslandspósti skylt að láta sömu gjaldskrána gilda fyrir pakkasendingar um allt land. Við þessu brást Íslandspóstur með því að lækka gjaldskrá sína niður í allra lægsta verðið sem innheimt hafði verið áður, þ.e. verðið á höfuðborgarsvæðinu. Nú kostar það sama að senda pakka frá Síðumúla til Vopnafjarðar og kostar að senda sama pakka í Ármúlann. Af þeim 509 milljónum króna sem póst- og fjarskiptastofnun veitti Íslandspósti voru 126 milljónir til þess að bæta fyrirtækinu tap vegna kvaðarinnar um sama verð um allt land. Þetta vakti mikla furðu aðilanna sem reynt hafa að keppa við Íslandspóst, enda er skýrt kveðið á um það í lögunum að gjaldskrá fyrir alþjónustuna skuli taka mið af raunkostnaði við að veita þjónustuna að viðbættum hæfilegum hagnaði. Samkvæmt lögunum er því óheimilt að veita þjónustuna með tapi. Lögin eru fullkomlega skýrt og geyma engar undanþágur frá þessari reglu. Fyrir hönd nokkurra smærri flutningsaðila kvörtuðu Lögmenn Laugardal undan ólögmætri gjaldskrá Íslandspósts til póst- og fjarskiptastofnunar. Væntingar stóðu til þess að stofnunin myndi beita sér fyrir því að gjaldskráin yrði færð í lögmætt horf, enda bersýnilega ólögmæt og til verulegs tjóns fyrir samkeppnisaðila ríkisfyrirtækisins. Póst- og fjarskiptastofnun aðhafðist hins vegar ekkert vegna gjaldskrárinnar og ákvað þess í stað að styrkja Íslandspóst um 126 milljónir til þess að bæta fyrirtækinu tapið sem hlaust af því að veita þjónustuna undir kostnaðarverði. Í rökstuðningi fyrir ákvörðuninni vísar póst- og fjarskiptastofnu meðal annars til þess að engin greining hafa farið fram af hálfu Alþingis á fjárhagslegum afleiðingum laganna fyrir Íslandspóst, og að fylgni við skýrt orðalag laganna myndi hafa ófyrirséðar afleiðingar á rekstur fyrirtækisins. Póst- og fjarskiptastofnun veitti Íslandspósti þannig undanþágu frá skýru lagaákvæði um að gjaldskráin skyldi miðast við kostnaðarverð að viðbættum hæfilegum hagnaði, með vísan til þess að fylgni við lögin myndi hafa ósanngjarnar og ófyrirséðar afleiðingar á rekstur ríkisfyrirtækisins. Telji póst- og fjarskiptastofnun að lagasetning Alþingis hafi í för með sér neikvæðar afleiðingar getur stofnunin einnig beitt sér fyrir lagabreytingum. Stofnunin hefur hins vegar ekki heimild til þess að beinlínis víkja til hliðar skýrum lagaákvæðum með vísan til þess að Alþingi hafi ekki reiknað dæmið til enda! Mikið hefur verið skrifað um sóun á almannafé í rekstur Íslandspósts og neikvæðar afleiðingar slíks á samkeppnisrekstur. Með setningu nýrra laga um póstþjónustu gafst tækifæri til þess að gera upp fortíð ríkisfyrirtækisins, sníða því skýran lagaramma og finna rekstri þess heilbrigðari farveg í betri sátt við samkeppnisaðila. Núverandi staða er því mikil vonbrigði. Höfundur er lögmaður hjá Lögmönnum Laugardal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pósturinn Fjarskipti Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Nýverið tók póst- og fjarskiptastofnun ákvörðun um að veita Íslandspósti 509.000.000 króna fjárframlag vegna veitingar alþjónustu á árinu 2020. Alþjónusta er sú póstþjónusta sem allir eiga rétt á aðgangi að, á viðráðanlegu verði. Stofnunin hafði áður falið Íslandspósti að veita slíka þjónustu. Markmið fjárframlaga til alþjónustuveitanda er að tryggja póstþjónustu á svæðum þar sem ekki eru markaðslegar forsendur til að veita hana. Af þeim 509 milljónum króna sem póst- og fjarskiptastofnun veitti Íslandspósti voru 181 milljón fyrir að veita þjónustu á „óvirkum þéttbýlissvæðum“, þ.e. svæðum sem stofnunin telur að Íslandspóstur myndi ekki óneyddur veita þjónustu á. Niðurstaða stofnunarinnar var sú að aðeins væru markaðslegar forsendur fyrir dreifingu á höfuðborgarsvæðinu og 12 stærstu sveitarfélögum landsins. Þetta vakti stórfurðu hjá ýmsum aðilum sem hingað til hafa reynt að reka samkeppni við Íslandspóst og hafa gert út frá og þjónustað sveitarfélög líkt og Vík í Mýrdal, Stykkishólm, Patreksfjörð og Hvolsvöll, svo dæmi séu nefnd. Með ákvörðun stofnunarinnar komust þessir aðilar að því að engar markaðslegar forsendur væru fyrir rekstri þeirra og að ríkið teldi nauðsynlegt að styrkja Íslandspóst til þess dreifa pökkum á svæðum sem þeir hafa þjónustað um árabil. Ný lög um póstþjónustu, sem tóku gildi 1. janúar 2020, kveða á um að alþjónustuveitandi skuli innheimta sama gjald fyrir alþjónustu um allt land. Áður hafði þetta aðeins gilt um bréfasendingar en nú gildir þetta einnig um pakkasendingar. Pakkasendingar verða sífellt mikilvægari þáttur í póstþjónustu, en samkvæmt nýju lögunum er Íslandspósti skylt að láta sömu gjaldskrána gilda fyrir pakkasendingar um allt land. Við þessu brást Íslandspóstur með því að lækka gjaldskrá sína niður í allra lægsta verðið sem innheimt hafði verið áður, þ.e. verðið á höfuðborgarsvæðinu. Nú kostar það sama að senda pakka frá Síðumúla til Vopnafjarðar og kostar að senda sama pakka í Ármúlann. Af þeim 509 milljónum króna sem póst- og fjarskiptastofnun veitti Íslandspósti voru 126 milljónir til þess að bæta fyrirtækinu tap vegna kvaðarinnar um sama verð um allt land. Þetta vakti mikla furðu aðilanna sem reynt hafa að keppa við Íslandspóst, enda er skýrt kveðið á um það í lögunum að gjaldskrá fyrir alþjónustuna skuli taka mið af raunkostnaði við að veita þjónustuna að viðbættum hæfilegum hagnaði. Samkvæmt lögunum er því óheimilt að veita þjónustuna með tapi. Lögin eru fullkomlega skýrt og geyma engar undanþágur frá þessari reglu. Fyrir hönd nokkurra smærri flutningsaðila kvörtuðu Lögmenn Laugardal undan ólögmætri gjaldskrá Íslandspósts til póst- og fjarskiptastofnunar. Væntingar stóðu til þess að stofnunin myndi beita sér fyrir því að gjaldskráin yrði færð í lögmætt horf, enda bersýnilega ólögmæt og til verulegs tjóns fyrir samkeppnisaðila ríkisfyrirtækisins. Póst- og fjarskiptastofnun aðhafðist hins vegar ekkert vegna gjaldskrárinnar og ákvað þess í stað að styrkja Íslandspóst um 126 milljónir til þess að bæta fyrirtækinu tapið sem hlaust af því að veita þjónustuna undir kostnaðarverði. Í rökstuðningi fyrir ákvörðuninni vísar póst- og fjarskiptastofnu meðal annars til þess að engin greining hafa farið fram af hálfu Alþingis á fjárhagslegum afleiðingum laganna fyrir Íslandspóst, og að fylgni við skýrt orðalag laganna myndi hafa ófyrirséðar afleiðingar á rekstur fyrirtækisins. Póst- og fjarskiptastofnun veitti Íslandspósti þannig undanþágu frá skýru lagaákvæði um að gjaldskráin skyldi miðast við kostnaðarverð að viðbættum hæfilegum hagnaði, með vísan til þess að fylgni við lögin myndi hafa ósanngjarnar og ófyrirséðar afleiðingar á rekstur ríkisfyrirtækisins. Telji póst- og fjarskiptastofnun að lagasetning Alþingis hafi í för með sér neikvæðar afleiðingar getur stofnunin einnig beitt sér fyrir lagabreytingum. Stofnunin hefur hins vegar ekki heimild til þess að beinlínis víkja til hliðar skýrum lagaákvæðum með vísan til þess að Alþingi hafi ekki reiknað dæmið til enda! Mikið hefur verið skrifað um sóun á almannafé í rekstur Íslandspósts og neikvæðar afleiðingar slíks á samkeppnisrekstur. Með setningu nýrra laga um póstþjónustu gafst tækifæri til þess að gera upp fortíð ríkisfyrirtækisins, sníða því skýran lagaramma og finna rekstri þess heilbrigðari farveg í betri sátt við samkeppnisaðila. Núverandi staða er því mikil vonbrigði. Höfundur er lögmaður hjá Lögmönnum Laugardal
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun