Segir ósanngjarnt að hann sé í fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2021 11:28 Richard „Bigo“ Barnett á skrifstofu Nancy Pelosi. EPA/JIM LO SCALZO Richard Barnett, sem naut fimmtán mínútna heimsfrægðar í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, er ekki sáttur við að sitja í fangelsi. Hann missti stjórn á sér í dómsal í gær og gargaði á dómara í gegnum fjarfundarbúnað að hann ætti ekki að þurfa að sitja inni fram að réttarhöldum. Barnett var einn þeirra sem ruddi sér leið inn í þinghúsið sjálft, vopnaður rafmagnsbyssu, og fór inn á skrifstofu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Þar settist hann meðal annars í stól hennar fyrir myndatökur, stal umslagi af borði hennar og skrifaði skilaboð til hennar þar sem hann kallaði hana tík. Mynd af honum sitja við skrifborð Pelosi fór eins og eldur í sinu um internetið. Hann var handtekinn innan við viku síðar og hefur lýst því yfir að hann sé saklaus. Um þrjú hundruð manns hafa verið ákærð vegna árásarinnar hingað til. Mörg þeirra hafa kvartað hástöfum yfir hvernig komið hefur verið fram við þau. Ein kona frá Texas kvartaði til að mynda nýverið yfir því að hafa verið „útskúfuð“ (e. canceled) og að hún hafi ekki fengið að að fara í frí til Mexíkó. Barnett fór fyrir dómara á fjarfundi nýverið og öskraði hann á dómarann að ríkisstjórnin væri að draga mál hans á langinn en sleppa öllum öðrum úr haldi. Það væri ekki sanngjarnt. Hann sagði málaferlin gegn sér hafa verið algjört rugl, samkvæmt frétt Washington Post. Saksóknarar segja hættu á því að Bernett flýi, verði honum sleppt úr haldi. Það er byggt á því að hann sagði rannsakendum eftir að hann var handtekinn að eftir árásina á þinghúsið hefði hann keyrt til Arkansas, slökkt á síma sínum, notað einungis reiðufé og hulið andlit sitt. Þá sagði hann að lögregluþjónar fyndu ekkert merkilegt á heimili hans, því hann væri „gáfaður maðurׅ“ og hefði flutt byssur sínar. USA Today hefur eftir lögmanni Barnett að hann ætlaði að krefjast þess áfram að skjólstæðingi sínum yrði sleppt úr haldi og þóttist viss um að skammlíf frægð hans í kjölfar árásarinnar sé meðal ástæðna þess að honum hafi ekki verið sleppt. „Þetta eru Bandaríkin. Þú ert saklaus þar til sannað sé að þú sért sekur. Án þessarar myndar, held ég að hann væri laus. Já, ég held það,“ sagði lögmaðurinn Joseph McBride. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Sjá meira
Barnett var einn þeirra sem ruddi sér leið inn í þinghúsið sjálft, vopnaður rafmagnsbyssu, og fór inn á skrifstofu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Þar settist hann meðal annars í stól hennar fyrir myndatökur, stal umslagi af borði hennar og skrifaði skilaboð til hennar þar sem hann kallaði hana tík. Mynd af honum sitja við skrifborð Pelosi fór eins og eldur í sinu um internetið. Hann var handtekinn innan við viku síðar og hefur lýst því yfir að hann sé saklaus. Um þrjú hundruð manns hafa verið ákærð vegna árásarinnar hingað til. Mörg þeirra hafa kvartað hástöfum yfir hvernig komið hefur verið fram við þau. Ein kona frá Texas kvartaði til að mynda nýverið yfir því að hafa verið „útskúfuð“ (e. canceled) og að hún hafi ekki fengið að að fara í frí til Mexíkó. Barnett fór fyrir dómara á fjarfundi nýverið og öskraði hann á dómarann að ríkisstjórnin væri að draga mál hans á langinn en sleppa öllum öðrum úr haldi. Það væri ekki sanngjarnt. Hann sagði málaferlin gegn sér hafa verið algjört rugl, samkvæmt frétt Washington Post. Saksóknarar segja hættu á því að Bernett flýi, verði honum sleppt úr haldi. Það er byggt á því að hann sagði rannsakendum eftir að hann var handtekinn að eftir árásina á þinghúsið hefði hann keyrt til Arkansas, slökkt á síma sínum, notað einungis reiðufé og hulið andlit sitt. Þá sagði hann að lögregluþjónar fyndu ekkert merkilegt á heimili hans, því hann væri „gáfaður maðurׅ“ og hefði flutt byssur sínar. USA Today hefur eftir lögmanni Barnett að hann ætlaði að krefjast þess áfram að skjólstæðingi sínum yrði sleppt úr haldi og þóttist viss um að skammlíf frægð hans í kjölfar árásarinnar sé meðal ástæðna þess að honum hafi ekki verið sleppt. „Þetta eru Bandaríkin. Þú ert saklaus þar til sannað sé að þú sért sekur. Án þessarar myndar, held ég að hann væri laus. Já, ég held það,“ sagði lögmaðurinn Joseph McBride.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Sjá meira