Landin ekki á leið í stjörnulið Álaborgar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2021 09:30 Það eru fáir betri en Niklas Landin í sínu fagi. Marius Becker/Getty Images Danski landsliðsmarkvörðurinn Niklas Landin Jacobsen hefur framlengt samning sinn við þýska úrvalsdeildarfélagið THW Kiel. Er hann nú samningsbundinn til 30. janúar árið 2025. Þetta vekur athygli þar sem talið að hann væri á leið heim. Niklas Landin var ein af þeim dönsku ofurstjörnum sem hafa verið orðaðar við Álaborg undanfarið en liðið hefur verið að safna liði fyrir komandi tímabil. Einn albesti leikmaður heims, Mikkel Hansen, er á leiðinni til félagsins og Mads Mensah sömuleiðis. Þá hefur Bjarki Már Elísson verið orðaður við félagið eftir að samningur hans við Lemgo rennur út. Talið var að hinn 32 ára Landin yrði markvörður stjörnuliðs Álaborgar en nú hefur verið staðfest að svo verði ekki. Landin skrifaði undir nýjan samning við Kiel og fer ekki fet að því virðist fyrr en eftir tæp fjögur ár. Landin hefur leikið í Þýskalandi frá árinu 2012 og verður þar áfram. Hann gekk í raðir Rhein-Neckar Löwen frá Bjerringbro-Silkeborg á þeim tíma og samdi svo við Kiel árið 2015. Þar hefur hann verið allar götur síðan og staðið sig með prýði. Landin er mjög sigursæll og vann til að mynda Meistaradeild Evrópu með Kiel á síðasta ári sem og þýsku úrvalsdeildina. Til að bæta um betur þá varð hann einnig heimsmeistari með Dönum nú fyrr á þessu ári. Handbolti Danski handboltinn Þýski handboltinn Tengdar fréttir Segir Hansen ekki tapa fjárhagslega á skiptunum heim til Danmerkur Troels Troelsen, íþróttahagfræðingur, segir að Mikkel Hansen muni ekki fá verr greitt í Danmörku en hann gerir í Frakklandi. Þetta segir hann í löngu viðtali við BT um skiptin frá PSG til Álaborgar. 21. febrúar 2021 10:00 Langt því frá hættir eftir komu Hansen: Nýtt stjörnulið í líkingu við AG? Álaborg tilkynnti í gær að Mikkel Hansen muni spila með liðinu frá sumrinu 2022. Skiptin vöktu mikla athygli enda Hansen einn albesti leikmaður heims að snúa aftur heim. 20. febrúar 2021 07:01 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Sjá meira
Niklas Landin var ein af þeim dönsku ofurstjörnum sem hafa verið orðaðar við Álaborg undanfarið en liðið hefur verið að safna liði fyrir komandi tímabil. Einn albesti leikmaður heims, Mikkel Hansen, er á leiðinni til félagsins og Mads Mensah sömuleiðis. Þá hefur Bjarki Már Elísson verið orðaður við félagið eftir að samningur hans við Lemgo rennur út. Talið var að hinn 32 ára Landin yrði markvörður stjörnuliðs Álaborgar en nú hefur verið staðfest að svo verði ekki. Landin skrifaði undir nýjan samning við Kiel og fer ekki fet að því virðist fyrr en eftir tæp fjögur ár. Landin hefur leikið í Þýskalandi frá árinu 2012 og verður þar áfram. Hann gekk í raðir Rhein-Neckar Löwen frá Bjerringbro-Silkeborg á þeim tíma og samdi svo við Kiel árið 2015. Þar hefur hann verið allar götur síðan og staðið sig með prýði. Landin er mjög sigursæll og vann til að mynda Meistaradeild Evrópu með Kiel á síðasta ári sem og þýsku úrvalsdeildina. Til að bæta um betur þá varð hann einnig heimsmeistari með Dönum nú fyrr á þessu ári.
Handbolti Danski handboltinn Þýski handboltinn Tengdar fréttir Segir Hansen ekki tapa fjárhagslega á skiptunum heim til Danmerkur Troels Troelsen, íþróttahagfræðingur, segir að Mikkel Hansen muni ekki fá verr greitt í Danmörku en hann gerir í Frakklandi. Þetta segir hann í löngu viðtali við BT um skiptin frá PSG til Álaborgar. 21. febrúar 2021 10:00 Langt því frá hættir eftir komu Hansen: Nýtt stjörnulið í líkingu við AG? Álaborg tilkynnti í gær að Mikkel Hansen muni spila með liðinu frá sumrinu 2022. Skiptin vöktu mikla athygli enda Hansen einn albesti leikmaður heims að snúa aftur heim. 20. febrúar 2021 07:01 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Sjá meira
Segir Hansen ekki tapa fjárhagslega á skiptunum heim til Danmerkur Troels Troelsen, íþróttahagfræðingur, segir að Mikkel Hansen muni ekki fá verr greitt í Danmörku en hann gerir í Frakklandi. Þetta segir hann í löngu viðtali við BT um skiptin frá PSG til Álaborgar. 21. febrúar 2021 10:00
Langt því frá hættir eftir komu Hansen: Nýtt stjörnulið í líkingu við AG? Álaborg tilkynnti í gær að Mikkel Hansen muni spila með liðinu frá sumrinu 2022. Skiptin vöktu mikla athygli enda Hansen einn albesti leikmaður heims að snúa aftur heim. 20. febrúar 2021 07:01