Frelsi án ábyrgðar Högni Elfar Gylfason skrifar 6. mars 2021 10:31 Eftir lestur undanfarið um rekstrarvandræði Íslandspósts er ástæða til að staldra við og velta fyrir sér ástæðum og afleiðingum. Svona falla hvert vígið á fætur öðru. Á undanförnum árum hefur aðferð stjórnvalda við að koma rekstri grunnþjónustu landans í hendur einkarekinna fyrirtækja án þess að láta sig afleiðingarnar varða verið þessi: 1. Mikið harmakvein er stundað um að ríkið eigi ekki að vera í samkeppnisrekstri. 2. Lögum breytt svo fáeinir útvaldir geti hirt bestu bitana af ríkisfyrirtækjunum. 3. Ríkisfyrirtækin neydd til að skera niður grunnþjónustuna þar sem búið er að hirða bestu bitana. 4. Reglugerð breytt í því skyni að skera niður þjónustu við almenning og ábendingar um brot á lögum við þann gjörning hundsaðar. 5. Almenningur verður ósáttur við þjónustuna og reynir að einhverju leyti að komast hjá því að treysta á grunnþjónustu ríkisfyrirtækisins. 6. Ríkisfyrirtækið sker enn meira niður þjónustuna vegna minnkandi notkunar hennar sem er tilkomin vegna of hás verðs hennar. 7. Talsmenn óhefts frelsins án ábyrgðar krefjast stærri hluta af kökunni fyrir sína fáeinu útvöldu félaga. 8. Ríkisfyrirtækið tekur að mismuna þegnum landsins í verðlagningu og notar til þess reglur og afleiðingar “markaðarins” fremur en að miða við þá skyldu ríkisins að sjá öllum landsmönnum fyrir nauðsynlegri grunnþjónustu svo samfélagið gangi smurt fyrir sig. 9. Ríkisfyrirtækið er orðið órekstrarhæft og þarfnast greiðslna úr ríkissjóði til að fara ekki á hausinn. 10. Varðhundar frelsis án ábyrgðar reka upp ramakvein yfir ríkisstuðningi (sem er tilkominn vegna þess að þeir hirða sjálfir bestu bitana) og heimta stærri hluta kökunnar. 11. Ráðherrar frelsis án ábyrgðar gefa eftir og afhenda “frelsispostulum” frelsis án ábyrgðar alla þá bita sem þá langar að hirða. 12. Ríkisfyrirtækið orðið algjörlega órekstrarhæft. 13. Ráðherrar frelsis án ábyrgðar slá tvær flugur í einu höggi og niðurgreiða óarðbærasta hluta grunnþjónustunnar og þann eina sem eftir er með skattfé landsmanna. Þannig helst léleg lágmarksþjónusta vegna “góðvildar” ráðamanna og þeir fá atkvæði þrátt fyrir að bera sjálfir ábyrgð á eyðileggingu grunnþjónustunnar sem ríkisfyrirtækið veitti. 14. Þetta hefur verið algjört “win...win” dæmi fyrir ráðherra frelsis án ábyrgðar. Skoðanabræður þeirra eru komnir með arðbæran rekstur sem stolið var út úr grunnþjónustu ríkisfyrirtækis og þeir eru sjálfir “æðislegir” vegna þess að þeir styrkja ræflana sem þurfa á grunnþjónustunni að halda sem einkagróðafyrirtækin vildu ekki. Ef þetta er ekki uppskrift að frelsi án ábyrgðar ... 🤔🤔🤔. Höfundur er sauðfjárbóndi í Skagafirði og áhugamaður um þjóðmálin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pósturinn Högni Elfar Gylfason Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Eftir lestur undanfarið um rekstrarvandræði Íslandspósts er ástæða til að staldra við og velta fyrir sér ástæðum og afleiðingum. Svona falla hvert vígið á fætur öðru. Á undanförnum árum hefur aðferð stjórnvalda við að koma rekstri grunnþjónustu landans í hendur einkarekinna fyrirtækja án þess að láta sig afleiðingarnar varða verið þessi: 1. Mikið harmakvein er stundað um að ríkið eigi ekki að vera í samkeppnisrekstri. 2. Lögum breytt svo fáeinir útvaldir geti hirt bestu bitana af ríkisfyrirtækjunum. 3. Ríkisfyrirtækin neydd til að skera niður grunnþjónustuna þar sem búið er að hirða bestu bitana. 4. Reglugerð breytt í því skyni að skera niður þjónustu við almenning og ábendingar um brot á lögum við þann gjörning hundsaðar. 5. Almenningur verður ósáttur við þjónustuna og reynir að einhverju leyti að komast hjá því að treysta á grunnþjónustu ríkisfyrirtækisins. 6. Ríkisfyrirtækið sker enn meira niður þjónustuna vegna minnkandi notkunar hennar sem er tilkomin vegna of hás verðs hennar. 7. Talsmenn óhefts frelsins án ábyrgðar krefjast stærri hluta af kökunni fyrir sína fáeinu útvöldu félaga. 8. Ríkisfyrirtækið tekur að mismuna þegnum landsins í verðlagningu og notar til þess reglur og afleiðingar “markaðarins” fremur en að miða við þá skyldu ríkisins að sjá öllum landsmönnum fyrir nauðsynlegri grunnþjónustu svo samfélagið gangi smurt fyrir sig. 9. Ríkisfyrirtækið er orðið órekstrarhæft og þarfnast greiðslna úr ríkissjóði til að fara ekki á hausinn. 10. Varðhundar frelsis án ábyrgðar reka upp ramakvein yfir ríkisstuðningi (sem er tilkominn vegna þess að þeir hirða sjálfir bestu bitana) og heimta stærri hluta kökunnar. 11. Ráðherrar frelsis án ábyrgðar gefa eftir og afhenda “frelsispostulum” frelsis án ábyrgðar alla þá bita sem þá langar að hirða. 12. Ríkisfyrirtækið orðið algjörlega órekstrarhæft. 13. Ráðherrar frelsis án ábyrgðar slá tvær flugur í einu höggi og niðurgreiða óarðbærasta hluta grunnþjónustunnar og þann eina sem eftir er með skattfé landsmanna. Þannig helst léleg lágmarksþjónusta vegna “góðvildar” ráðamanna og þeir fá atkvæði þrátt fyrir að bera sjálfir ábyrgð á eyðileggingu grunnþjónustunnar sem ríkisfyrirtækið veitti. 14. Þetta hefur verið algjört “win...win” dæmi fyrir ráðherra frelsis án ábyrgðar. Skoðanabræður þeirra eru komnir með arðbæran rekstur sem stolið var út úr grunnþjónustu ríkisfyrirtækis og þeir eru sjálfir “æðislegir” vegna þess að þeir styrkja ræflana sem þurfa á grunnþjónustunni að halda sem einkagróðafyrirtækin vildu ekki. Ef þetta er ekki uppskrift að frelsi án ábyrgðar ... 🤔🤔🤔. Höfundur er sauðfjárbóndi í Skagafirði og áhugamaður um þjóðmálin.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun