Áfengissalan gekk áfallalaust fyrir sig í Hlíðarfjalli Sylvía Hall skrifar 6. mars 2021 20:08 Skíðafólk getur nú fengið sér áfengan drykk í veitingasölunni í Hlíðarfjalli. Vísir/Vilhelm Áfengissala hófst í Hlíðarfjalli um helgina og gátu gestir því fengið sér áfengan drykk í veitingasölunni. Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður segir daginn hafa gengið þokkalega heilt yfir þrátt fyrir örlitla byrjunarörðugleika. „Einhverjir fóru með dósirnar út, sem á ekki að gera. Það var sólríkt og fallegur dagur en það á ekki að vera með áfengi nema inni á veitingastaðnum. Það verður lagfært,“ segir Brynjar í samtali við Vísi, en áfengið er aðeins leyfilegt inni í skíðaskála og í veitingasalnum. Hann segir veðrið hafa verið gott í dag sem og færið. Líkt og undanfarnar helgar er mikið líf fyrir norðan þar sem bæði heimamenn og gestir hafa flykkst í fjallið eftir að skíðasvæðin opnuðu aftur um miðjan janúar. „Það er í rauninni búið að vera uppselt. Við erum með takmarkað magn í sölu og það selst eiginlega alltaf upp.“ Fjölmargir hafa skellt sér til Akureyrar í skíðafrí undanfarnar helgar.Vísir/Tryggvi Páll Þekkist víða að fá sér drykk eftir brekkurnar Í skíðaferðum erlendis eru vel þekkt svokölluð eftirskíðapartý, eða après ski, þar sem fólk fær sér drykk og dansar eftir langan dag á skíðum. Brynjar segi þessa stemningu vel þekkta, þó hún hafi ekki fest rætur hér á landi. „Það er náttúrulega selt áfengi á flestum skíðasvæðum en þetta er eitthvað sem fólk er ekki vant hér. Það tekur kannski tíma fyrir fólk að venjast en ég held að það sé allt í lagi að fólk fái sér einn bjór með mat, menn fara ekkert að finna á sér eftir það,“ segir Brynjar og bætir við að drykkja á svæðinu hafi verið að aukast áður en farið var af stað með áfengissölu um helgina. „Við erum búin að finna fyrir því að drykkja á svæðinu hefur verið mikil áður en við byrjuðum með þetta. Það er sennilega margt sem spilar í það, fólk er búið að vera lengi inni og lítið að hittast og svo fer fólk kannski saman á skíði og tekur með sér einn bjór. Maður skilur það.“ Hann segir þetta auka þjónustu við gesti sem hafa áhuga á því að fá sér drykk í fjallinu. Það sé allt í lagi svo lengi sem fólk hagi sér af skynsemi og valdi ekki öðrum gestum óþægindum. Þá sé stranglega bannað að skíða undir áhrifum. „Ef við sjáum að einhver er fullur skíðum þá er viðkomandi ekki að fara að koma aftur.“ Skíðasvæði Áfengi og tóbak Akureyri Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira
„Einhverjir fóru með dósirnar út, sem á ekki að gera. Það var sólríkt og fallegur dagur en það á ekki að vera með áfengi nema inni á veitingastaðnum. Það verður lagfært,“ segir Brynjar í samtali við Vísi, en áfengið er aðeins leyfilegt inni í skíðaskála og í veitingasalnum. Hann segir veðrið hafa verið gott í dag sem og færið. Líkt og undanfarnar helgar er mikið líf fyrir norðan þar sem bæði heimamenn og gestir hafa flykkst í fjallið eftir að skíðasvæðin opnuðu aftur um miðjan janúar. „Það er í rauninni búið að vera uppselt. Við erum með takmarkað magn í sölu og það selst eiginlega alltaf upp.“ Fjölmargir hafa skellt sér til Akureyrar í skíðafrí undanfarnar helgar.Vísir/Tryggvi Páll Þekkist víða að fá sér drykk eftir brekkurnar Í skíðaferðum erlendis eru vel þekkt svokölluð eftirskíðapartý, eða après ski, þar sem fólk fær sér drykk og dansar eftir langan dag á skíðum. Brynjar segi þessa stemningu vel þekkta, þó hún hafi ekki fest rætur hér á landi. „Það er náttúrulega selt áfengi á flestum skíðasvæðum en þetta er eitthvað sem fólk er ekki vant hér. Það tekur kannski tíma fyrir fólk að venjast en ég held að það sé allt í lagi að fólk fái sér einn bjór með mat, menn fara ekkert að finna á sér eftir það,“ segir Brynjar og bætir við að drykkja á svæðinu hafi verið að aukast áður en farið var af stað með áfengissölu um helgina. „Við erum búin að finna fyrir því að drykkja á svæðinu hefur verið mikil áður en við byrjuðum með þetta. Það er sennilega margt sem spilar í það, fólk er búið að vera lengi inni og lítið að hittast og svo fer fólk kannski saman á skíði og tekur með sér einn bjór. Maður skilur það.“ Hann segir þetta auka þjónustu við gesti sem hafa áhuga á því að fá sér drykk í fjallinu. Það sé allt í lagi svo lengi sem fólk hagi sér af skynsemi og valdi ekki öðrum gestum óþægindum. Þá sé stranglega bannað að skíða undir áhrifum. „Ef við sjáum að einhver er fullur skíðum þá er viðkomandi ekki að fara að koma aftur.“
Skíðasvæði Áfengi og tóbak Akureyri Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira