Drap Covid borgarlínuna og byggðastefnuna? Tómas Ellert Tómasson skrifar 7. mars 2021 12:01 Það er nú orðið ljóst að heimsfaraldurinn sem geisað hefur í rúmt ár hefur umbylt heimsmynd okkar og flýtt fyrir ýmiskonar þróun sem þegar var komin af stað að einhverju leyti. Vinnufyrirkomulag hefur sem dæmi tekið miklum breytingum með aukinni fjarvinnu og með þeirri breytingu einni saman felast mikil tækifæri fyrir íslenska þjóð. Hvernig er staðan í Bandaríkjunum í dag? Í prentútgáfu Wall street journal í dag, laugardaginn 6. mars 2021, birtist áhugaverð grein um það hvernig fjarvinna er að endurmóta þéttbýlisfræðin í Bandaríkjum Norður Ameríku. Fyrirsögn hennar er „How Remote Work Is Reshaping America’s Urban Geography“[1] . Í greininni kemur fram að fyrir um ári síðan, rétt áður en faraldurinn hófst, hafi um 10% eða færri af vinnuaflinu í BNA unnið í fjarvinnu en að fyrir um mánuði síðan væri um helmingur af vinnuaflinu starfandi í fjarvinnu. Í dag er staðan sú að flestir af þeim eru það enn. Og kannanir meðal vinnuveitenda og starfsmanna benda til þess að þessi grundvallarbreyting á vinnufyrirkomulagi séu komin til að vera - til frambúðar. Ennfremur kemur þar fram að spár bendi til þess að allt að fjórðungur af 160 milljóna manna vinnuafli í Bandaríkjunum muni halda sig við fjarvinnu til lengri tíma litið og að mun fleiri muni líklega vinna í fjarvinnu hluta af sínum vinnutíma. Stórfyrirtækin sjá mikil tækifæri í þessari þróun og hafa mörg hver þegar tilkynnt starfsmönnum sínum sem nú vinna heima að þeir geti haldið áfram að gera það til frambúðar. Stórfyrirtækin sjá einnig fyrir sér að fjarvinnan muni skila þeim sparnaði í fjárfestingum á skrifstofuhúsnæði og að með því að geta boðið upp á fjarvinnu að þá eigi þau möguleika á að fá til sín hæfileikaríkari starfsmenn en ella. Hver eru áhrifin í BNA? Svo haldið sé áfram að vitna í grein WSJ, þá hafa áhrif fjarvinnubyltingarinnar nú þegar komið fram í hinum ýmsu myndum. Húsaleiga hefur lækkað og lausum störfum hefur fjölgað umtalsvert í stórborgunum, einkum í New York og San Francisco. Aftur á móti hefur leiga hækkað í minni borgum og úthverfum. Þá kemur þar fram að fjarvinna komi sér fyrst og fremst til góða fyrir faglærða sem eru næstum tvöfalt líklegri til að nýta sér fjarvinnu en aðrir starfsmenn. Ríflega 40 milljónir Bandaríkjamanna vinna hins vegar í lægra launuðum og áhættusömum störfum sem krefjast náins sambands við aðra starfsmenn eða viðskiptavini. Þau heimili sem þéna meira en $100.000 á ári eru sem dæmi meira en tvöfalt líklegri til að vinna fjarvinnu en þau sem þéna minna en $50.000. Einnig kemur þar fram að hvítir starfsmenn séu töluvert líklegri til að vinna fjarvinnu en afrísk ættaðir eða rómanskir. Því er einnig haldið þar fram að fjarvinnubyltingin muni breyta því hvernig Bandaríkjamenn vinna og lifa sínu lífi. Hún muni gera minni borgum, úthverfum og dreifbýlum betur kleift að keppa við stórborgirnar á grundvelli fjárhags og lífsgæða almennt. Og að Fjarvinnubyltingin muni færa meginþunga efnahagsþróunarinnar frá því að greiða hvata til stórra atvinnurekenda yfir í að fjárfesta og byggja upp lífsgæði samfélagsins í heild sinni þannig að eftir því sem afskekktari samfélög laði til sín fjarvinnustarfsmenn muni skattstofnar þeirra vaxa og gera þeim kleift að bæta skóla og opinbera þjónustu og koma öllum til góða. Að endingu muni þróunin svo verða sú að fyrirtækin komi líka til þessara svæða. Auk þess eru dregnir fram í greininni ýmsir kostir og gallar við þessa þróun. Tækifærin fyrir Ísland Eins og að framan greinir að þá hefur Covid haft víðtæk áhrif á vinnumarkaðinn og líf fólks í BNA. Það sama er að gerast og mun gerast á Íslandi. Hvaða tækifæri eru þá fólgin í því fyrir íslenska vinnumarkaðinn og íslenska þjóð að hrinda af stað öflugri fjarvinnustefnu til dæmis með byggingu „staðarráðuneyta“ á landsbyggðinni, eða að gera fólki betur kleift að vinna heima fyrir og halda í við þróunina sem nú þegar er hafin? - Tæpum hér á því helsta sem viðkemur hinu opinbera og starfsfólkinu en á alveg eins við fyrirtækin: Fyrir ríkið: Fellur vel að „Stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024“ Samnýting húsnæðis og störfum án staðsetningar – Fjarvinna Vinnustaður ríkisstarfsmanna með blönduðum störfum Það þarf ekki að flytja verkefni sérstaklega, til að skapa störf Þjóðhagslega hagkvæmt Umhverfisvænt – minna kolefnisspor Mengun vegna aksturs minnkar Eldsneytissparnaður Óvirkum vinnutímum í akstri fækkar Húsnæðiskostnaður er lægri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu Lítil starfsmannavelta Sýnileiki starfa ríkisins verða meiri Stuðlar að fjölbreytni vinnumarkaðar og mannlífs utan höfuðborgarsvæðisins Starfsánægja starfsmanna og starfstryggð eykst Eykur víðsýni starfsfólks ráðuneyta Styrkir samtal og samstarf ráðuneyta við sveitarfélög Fyrir sveitarfélögin: Stuðlar að eflingu byggðar og atvinnulífs á landsbyggðinni Efling þekkingarsamfélaga á landsbyggðinni Nýtt menntað starfsfólk, ný þekking í sveitarfélögin Aukin atvinnutækifæri sérmenntaðra Styður við að störf á vegum annarra fyrirtækja verði staðsett í samskonar eða sama umhverfi á landsbyggðinni Fjölbreyttara samfélag Skapar aðlaðandi umhverfi til að laða að fólk til búsetu Aukið útsvar, hærri laun á landsbyggðinni Hamingjusamari íbúar Fyrir starfsmanninn: Stutt að sækja vinnu Aksturskostnaður lækkar Stöðugt vinnuumhverfi Starfsmenn geta tekið virkari þátt í samfélaginu Lægri húsnæðiskostnaður Fjölbreyttara vinnuumhverfi Gæðastundum starfsmanna og fjölskyldna þeirra fjölgar Meiri sveigjanleiki fyrir starfsmenn Hvort sem Covid drap borgarlínuna og byggðastefnuna eður ei, að þá er að minnsta kosti orðin knýjandi þörf á því að stjórnmálamenn og hagsmunaaðilar stígi upp og líti á hina breyttu heimsmynd með það að markmiði að endurhugsa byggðastefnu landsins og framtíðar samgöngumáta í ljósi þess nýja raunveruleika sem Covid hefur fært okkur. Höfundur er byggingarverkfræðingur og bæjarfulltrúi Miðflokksins í sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Sveitarstjórnarmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Byggðamál Borgarlína Mest lesið Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Það er nú orðið ljóst að heimsfaraldurinn sem geisað hefur í rúmt ár hefur umbylt heimsmynd okkar og flýtt fyrir ýmiskonar þróun sem þegar var komin af stað að einhverju leyti. Vinnufyrirkomulag hefur sem dæmi tekið miklum breytingum með aukinni fjarvinnu og með þeirri breytingu einni saman felast mikil tækifæri fyrir íslenska þjóð. Hvernig er staðan í Bandaríkjunum í dag? Í prentútgáfu Wall street journal í dag, laugardaginn 6. mars 2021, birtist áhugaverð grein um það hvernig fjarvinna er að endurmóta þéttbýlisfræðin í Bandaríkjum Norður Ameríku. Fyrirsögn hennar er „How Remote Work Is Reshaping America’s Urban Geography“[1] . Í greininni kemur fram að fyrir um ári síðan, rétt áður en faraldurinn hófst, hafi um 10% eða færri af vinnuaflinu í BNA unnið í fjarvinnu en að fyrir um mánuði síðan væri um helmingur af vinnuaflinu starfandi í fjarvinnu. Í dag er staðan sú að flestir af þeim eru það enn. Og kannanir meðal vinnuveitenda og starfsmanna benda til þess að þessi grundvallarbreyting á vinnufyrirkomulagi séu komin til að vera - til frambúðar. Ennfremur kemur þar fram að spár bendi til þess að allt að fjórðungur af 160 milljóna manna vinnuafli í Bandaríkjunum muni halda sig við fjarvinnu til lengri tíma litið og að mun fleiri muni líklega vinna í fjarvinnu hluta af sínum vinnutíma. Stórfyrirtækin sjá mikil tækifæri í þessari þróun og hafa mörg hver þegar tilkynnt starfsmönnum sínum sem nú vinna heima að þeir geti haldið áfram að gera það til frambúðar. Stórfyrirtækin sjá einnig fyrir sér að fjarvinnan muni skila þeim sparnaði í fjárfestingum á skrifstofuhúsnæði og að með því að geta boðið upp á fjarvinnu að þá eigi þau möguleika á að fá til sín hæfileikaríkari starfsmenn en ella. Hver eru áhrifin í BNA? Svo haldið sé áfram að vitna í grein WSJ, þá hafa áhrif fjarvinnubyltingarinnar nú þegar komið fram í hinum ýmsu myndum. Húsaleiga hefur lækkað og lausum störfum hefur fjölgað umtalsvert í stórborgunum, einkum í New York og San Francisco. Aftur á móti hefur leiga hækkað í minni borgum og úthverfum. Þá kemur þar fram að fjarvinna komi sér fyrst og fremst til góða fyrir faglærða sem eru næstum tvöfalt líklegri til að nýta sér fjarvinnu en aðrir starfsmenn. Ríflega 40 milljónir Bandaríkjamanna vinna hins vegar í lægra launuðum og áhættusömum störfum sem krefjast náins sambands við aðra starfsmenn eða viðskiptavini. Þau heimili sem þéna meira en $100.000 á ári eru sem dæmi meira en tvöfalt líklegri til að vinna fjarvinnu en þau sem þéna minna en $50.000. Einnig kemur þar fram að hvítir starfsmenn séu töluvert líklegri til að vinna fjarvinnu en afrísk ættaðir eða rómanskir. Því er einnig haldið þar fram að fjarvinnubyltingin muni breyta því hvernig Bandaríkjamenn vinna og lifa sínu lífi. Hún muni gera minni borgum, úthverfum og dreifbýlum betur kleift að keppa við stórborgirnar á grundvelli fjárhags og lífsgæða almennt. Og að Fjarvinnubyltingin muni færa meginþunga efnahagsþróunarinnar frá því að greiða hvata til stórra atvinnurekenda yfir í að fjárfesta og byggja upp lífsgæði samfélagsins í heild sinni þannig að eftir því sem afskekktari samfélög laði til sín fjarvinnustarfsmenn muni skattstofnar þeirra vaxa og gera þeim kleift að bæta skóla og opinbera þjónustu og koma öllum til góða. Að endingu muni þróunin svo verða sú að fyrirtækin komi líka til þessara svæða. Auk þess eru dregnir fram í greininni ýmsir kostir og gallar við þessa þróun. Tækifærin fyrir Ísland Eins og að framan greinir að þá hefur Covid haft víðtæk áhrif á vinnumarkaðinn og líf fólks í BNA. Það sama er að gerast og mun gerast á Íslandi. Hvaða tækifæri eru þá fólgin í því fyrir íslenska vinnumarkaðinn og íslenska þjóð að hrinda af stað öflugri fjarvinnustefnu til dæmis með byggingu „staðarráðuneyta“ á landsbyggðinni, eða að gera fólki betur kleift að vinna heima fyrir og halda í við þróunina sem nú þegar er hafin? - Tæpum hér á því helsta sem viðkemur hinu opinbera og starfsfólkinu en á alveg eins við fyrirtækin: Fyrir ríkið: Fellur vel að „Stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024“ Samnýting húsnæðis og störfum án staðsetningar – Fjarvinna Vinnustaður ríkisstarfsmanna með blönduðum störfum Það þarf ekki að flytja verkefni sérstaklega, til að skapa störf Þjóðhagslega hagkvæmt Umhverfisvænt – minna kolefnisspor Mengun vegna aksturs minnkar Eldsneytissparnaður Óvirkum vinnutímum í akstri fækkar Húsnæðiskostnaður er lægri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu Lítil starfsmannavelta Sýnileiki starfa ríkisins verða meiri Stuðlar að fjölbreytni vinnumarkaðar og mannlífs utan höfuðborgarsvæðisins Starfsánægja starfsmanna og starfstryggð eykst Eykur víðsýni starfsfólks ráðuneyta Styrkir samtal og samstarf ráðuneyta við sveitarfélög Fyrir sveitarfélögin: Stuðlar að eflingu byggðar og atvinnulífs á landsbyggðinni Efling þekkingarsamfélaga á landsbyggðinni Nýtt menntað starfsfólk, ný þekking í sveitarfélögin Aukin atvinnutækifæri sérmenntaðra Styður við að störf á vegum annarra fyrirtækja verði staðsett í samskonar eða sama umhverfi á landsbyggðinni Fjölbreyttara samfélag Skapar aðlaðandi umhverfi til að laða að fólk til búsetu Aukið útsvar, hærri laun á landsbyggðinni Hamingjusamari íbúar Fyrir starfsmanninn: Stutt að sækja vinnu Aksturskostnaður lækkar Stöðugt vinnuumhverfi Starfsmenn geta tekið virkari þátt í samfélaginu Lægri húsnæðiskostnaður Fjölbreyttara vinnuumhverfi Gæðastundum starfsmanna og fjölskyldna þeirra fjölgar Meiri sveigjanleiki fyrir starfsmenn Hvort sem Covid drap borgarlínuna og byggðastefnuna eður ei, að þá er að minnsta kosti orðin knýjandi þörf á því að stjórnmálamenn og hagsmunaaðilar stígi upp og líti á hina breyttu heimsmynd með það að markmiði að endurhugsa byggðastefnu landsins og framtíðar samgöngumáta í ljósi þess nýja raunveruleika sem Covid hefur fært okkur. Höfundur er byggingarverkfræðingur og bæjarfulltrúi Miðflokksins í sveitarfélaginu Árborg.
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun