Lömuð kona fær ekki þjónustu á næturnar: „Hún er logandi hrædd“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. mars 2021 20:01 Lömuð kona sem er með samning um sambærilega þjónustu og notendastýrða persónulega aðstoð fær ekki þjónustu á næturnar. Systir hennar segir konuna logandi hrædda. Elínborg Steinunnardóttir lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi í janúar fyrir ári síðan þegar lögregla veitti próflausum ökumanni sem var undir áhrifum vímuefna eftirför. Ökumaðurinn keyrði á 150 kílómetra hraða beint framan á bíl Elínborgar. Frosti Logason tók ítarlegt viðtal við Elínborgu í Ísland í dag í desember þar sem hún ræddi um eftirför lögreglu og afleiðingar hennar. Eftir slysið dvaldi Elínborg í 56 vikur á sjúkrahúsi og í endurhæfingu á Grensás. Hún fékk svo samning um sambærilega þjónustu og NPA í nóvember. Hún fór að fullu heim til sín í síðustu viku. „En svo fær hún upplýsingar um það síðastliðinn mánudag að héðan í frá verði engar næturvaktir og hún eigi að vera ein heima frá klukkan tólf á miðnætti til klukkan átta á morgnanna,“ sagði Borghildur Guðmundsdóttir, systir Elínborgar. Segir starfsfólkið áhyggjufullt Elínborg notast við hjólastól í daglegu lífi. Borghildur segir að velferðarsvið Reykjanesbæjar gefi þau svör að í skýrslu frá Grensás komi fram að Elínborg þurfi aðeins þjónustu sextán tíma sólarhrings og að bærinn hafi ekki heimild til að veita þjónustu umfram matið. Borghildur hrósar starfsfólki og ráðgjöfum Elínborgar en segir verkferla gallaða. „Það er hver heilvita maður sem veit það að hún getur ekki verið heima á næturnar alein. Ég hef talað við starfsfólkið hennar og þau eru öll mjög áhyggjufull og líður verulega illa því þau eru sett í þá stöðu að á miðnætti þá eiga þau að skilja hana eftir eina. Og það kemur kannski gos, það gæti einhver brotist inn, hún gæti fengið í magann. Þetta er ekki eðlilegt,“ sagði Borghildur. „Þetta er náttúrulega óskaplega dýr þjónusta að veita á kostnað Reykjanesbæjar en ég get alveg sagt það að systir mín er ekki efni í niðurskurð á þjónustu.“ Tekur svefntöflur til að vakna ekki ein Borghildur segir systur sína óttast að vera ein þar sem hún sé ekki sjálfbjarga að fullu. „Hún er bara logandi hrædd, logandi hrædd og eins og ég segi þá er það hennar lausn að taka svefntöflur af því að hún er svo hrædd við að vakna,“ sagði Borghildur. Starfsmaður á velferðarsviði Reykjanesbæjar sagðist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um málið. Heilbrigðismál Reykjanesbær Félagsmál Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sjá meira
Elínborg Steinunnardóttir lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi í janúar fyrir ári síðan þegar lögregla veitti próflausum ökumanni sem var undir áhrifum vímuefna eftirför. Ökumaðurinn keyrði á 150 kílómetra hraða beint framan á bíl Elínborgar. Frosti Logason tók ítarlegt viðtal við Elínborgu í Ísland í dag í desember þar sem hún ræddi um eftirför lögreglu og afleiðingar hennar. Eftir slysið dvaldi Elínborg í 56 vikur á sjúkrahúsi og í endurhæfingu á Grensás. Hún fékk svo samning um sambærilega þjónustu og NPA í nóvember. Hún fór að fullu heim til sín í síðustu viku. „En svo fær hún upplýsingar um það síðastliðinn mánudag að héðan í frá verði engar næturvaktir og hún eigi að vera ein heima frá klukkan tólf á miðnætti til klukkan átta á morgnanna,“ sagði Borghildur Guðmundsdóttir, systir Elínborgar. Segir starfsfólkið áhyggjufullt Elínborg notast við hjólastól í daglegu lífi. Borghildur segir að velferðarsvið Reykjanesbæjar gefi þau svör að í skýrslu frá Grensás komi fram að Elínborg þurfi aðeins þjónustu sextán tíma sólarhrings og að bærinn hafi ekki heimild til að veita þjónustu umfram matið. Borghildur hrósar starfsfólki og ráðgjöfum Elínborgar en segir verkferla gallaða. „Það er hver heilvita maður sem veit það að hún getur ekki verið heima á næturnar alein. Ég hef talað við starfsfólkið hennar og þau eru öll mjög áhyggjufull og líður verulega illa því þau eru sett í þá stöðu að á miðnætti þá eiga þau að skilja hana eftir eina. Og það kemur kannski gos, það gæti einhver brotist inn, hún gæti fengið í magann. Þetta er ekki eðlilegt,“ sagði Borghildur. „Þetta er náttúrulega óskaplega dýr þjónusta að veita á kostnað Reykjanesbæjar en ég get alveg sagt það að systir mín er ekki efni í niðurskurð á þjónustu.“ Tekur svefntöflur til að vakna ekki ein Borghildur segir systur sína óttast að vera ein þar sem hún sé ekki sjálfbjarga að fullu. „Hún er bara logandi hrædd, logandi hrædd og eins og ég segi þá er það hennar lausn að taka svefntöflur af því að hún er svo hrædd við að vakna,“ sagði Borghildur. Starfsmaður á velferðarsviði Reykjanesbæjar sagðist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um málið.
Heilbrigðismál Reykjanesbær Félagsmál Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sjá meira