Náði ekki að kveðja föður sinn Stefán Árni Pálsson skrifar 8. mars 2021 10:30 Bassi missti föður sinn snemma á síðasta ári. Á dögunum fékk Ísland í dag að fylgjast með venjulegum degi í lífi raunveruleikastjörnunnar Patreks Jaime sem slegið hefur í gegn í þáttunum Æði á Stöð2+. Í gærkvöldi fengu áhorfendur Stöðvar 2 innsýn inn í líf Bassa Maraj sem einnig hefur farið á kostum í þáttunum. Bassi 22 ára gamall Reykvíkingur sem heitir í raun Sigurjón en vill ekki gefa upp fullt nafn. Bassi kom óvænt inn í fyrstu þáttaröðina og heillaði áhorfendur strax upp úr skónum með sínum fjöruga karakter. „Fyrst átti ég ekkert að vera í þáttunum og átti bara að vera í matarboði þarna í byrjun en þau hringdu í mig og leist geðveikt vel á mig og buðu mér að vera meira með. Ég hef alltaf verið mjög stór karakter og það fer alveg í taugarnar á fólki sko. Alveg frá því að ég var krakki. Ég er alltaf ótrúlega hávær og út um allt,“ segir Bassi. Í síðustu viku fór lokaþátturinn af seríu 2 af Æði í loftið á Stöð 2 +. Í þeim þætti vakti sérstaka athygli húðflúr sem þeir félagarnir fengu sér saman. Flúrarinn misskildi ákveðnar leiðbeiningar hjá genginu. Hann flúraði í raun setninguna Were the Baguette? en það átti að standa Were the bag at? „Það þýðir í raun, hvar er taskan mín? ég á skilið að fá alvöru pening,“ segir Bassi sem er í dag með húðflúr sem þýðir í raun allt annað. Hann hefur fengið mikla athygli á djamminu fyrir þetta flúr og segist alltaf vera að sýna það. „Það var bara verið að rífa mig á milli borða og segja að ég yrði að djamma með þeim. Það var hrikalegt og ég held ég fari ekkert mikið aftur niður í bæ. Þetta var alveg mega óþægilegt en alveg gaman samt.“ Bassi er einhleypur og segist ekki vera í þeim hugleiðingum að finna sér maka. „Mig langar ekki í kærasta. Ég er svo mikið frá mér um mig til mín.“ Í þáttunum er Bassi að vinna hörðum höndum að sínum eigin tónlistarferli og var til að mynda tónlistarmyndband skotið í einum þættinum. „Það er fullt á leiðinni frá mér. Þetta er eitthvað sem mig hefur alltaf langað að gera en þetta byrjaði í rauninni ekki fyrr en árið 2020 þar sem ég fór að gera þetta af einhverri alvöru.“ Ein dolla á viku Stjörnurnar í þáttunum eiga það allir sameiginlegt að vera samkynhneigðir og segir Bassi hafa áttað sig á sinni kynhneigð þegar hann var að byrja í grunnskóla. „Ég kem út úr skápnum þegar ég var sextán ára eða í fyrsta bekk í menntaskóla. Það var út af því að mamma mín var að berja á hurðina hjá mér og öskra, þér mun líða betur ef þú kemur út úr skápnum. Ég gerði bara samning við hana ef hún myndi kaupa handa mér dollu í hverri viku þá myndi ég gera það,“ segir Bassi en þar á hann við dollu af munntóbaki. „Hún stóð alveg við það í þrjár vikur.“ Hann segir að skrefið hafi verið nokkuð erfitt fyrir hann. „En ég var í kring um þannig fólk að það var öllum alveg sama. Það var enginn hissa og ég var í sjokki með það. Svo þegar ég var að segja afa mínum, sem er sjóari og við erum mjög góðir vinir, þá var hann bara ok, no shit. Hann sagði bara, ég elska þig alltaf sama hvernig þú ert. Það var alveg best.“ Bassi segist ekki hafa lent í neinni stríðni í æsku og hann hafi í raun aldrei verið neitt sérstaklega kvenlegur. „Ég var alveg að æfa hokkí og mikið á krossara. En það var frelsandi að geta verið ég sjálfur en ég fór kannski aðeins yfir strikið í byrjun. Ég labbaði um með hárkollur og allt og mjög langar neglur.“ Snemma á síðasta ári féll faðir Bassa frá eftir stutta baráttu við krabbamein og var hann mikil stoð og stytta í hans lífi. Bassi segist sakna föður síns gríðarlega mikið. „Hann greinist með krabbamein í byrjun ársins 2019 og féll síðan frá 1. janúar 2020. Það var mjög erfitt. Sérstaklega því við vorum búnir að vera gera Æði og hann fékk aldrei að sjá það. Svo eru fullt af hlutum sem ég hef verið að gera núna og hann fær aldrei að sjá sem er alveg frekar erfitt. Það eru líka fullt af hlutum sem mig langar að segja við hann. Ég náði ekki almennilega að kveðja hann því ég var á Tenerife í ferð sem við áttum öll að vera saman í,“ segir Bassi sem hefur ekki náð að vinna úr missinum. „Þetta er bara fullt fullt af afneitun. Ég vil bara hlæja og vinna mikið. Ég á mjög erfitt með að takast á við allt svona. Ég tala ekki mikið um þetta.“ Bassi segist sakna stuðningsins sem hann fékk ávallt frá föður sínum. „Maður gat alltaf leitað til hans og hann vissi alltaf hvað maður átti að gera. Hann vissi alltaf allt.“ Bassi starfar í dag á leikskólanum Hulduheimar í Grafarvoginum og segir hann starfið vera frábært og gefandi. Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni. Æði Ísland í dag Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Í gærkvöldi fengu áhorfendur Stöðvar 2 innsýn inn í líf Bassa Maraj sem einnig hefur farið á kostum í þáttunum. Bassi 22 ára gamall Reykvíkingur sem heitir í raun Sigurjón en vill ekki gefa upp fullt nafn. Bassi kom óvænt inn í fyrstu þáttaröðina og heillaði áhorfendur strax upp úr skónum með sínum fjöruga karakter. „Fyrst átti ég ekkert að vera í þáttunum og átti bara að vera í matarboði þarna í byrjun en þau hringdu í mig og leist geðveikt vel á mig og buðu mér að vera meira með. Ég hef alltaf verið mjög stór karakter og það fer alveg í taugarnar á fólki sko. Alveg frá því að ég var krakki. Ég er alltaf ótrúlega hávær og út um allt,“ segir Bassi. Í síðustu viku fór lokaþátturinn af seríu 2 af Æði í loftið á Stöð 2 +. Í þeim þætti vakti sérstaka athygli húðflúr sem þeir félagarnir fengu sér saman. Flúrarinn misskildi ákveðnar leiðbeiningar hjá genginu. Hann flúraði í raun setninguna Were the Baguette? en það átti að standa Were the bag at? „Það þýðir í raun, hvar er taskan mín? ég á skilið að fá alvöru pening,“ segir Bassi sem er í dag með húðflúr sem þýðir í raun allt annað. Hann hefur fengið mikla athygli á djamminu fyrir þetta flúr og segist alltaf vera að sýna það. „Það var bara verið að rífa mig á milli borða og segja að ég yrði að djamma með þeim. Það var hrikalegt og ég held ég fari ekkert mikið aftur niður í bæ. Þetta var alveg mega óþægilegt en alveg gaman samt.“ Bassi er einhleypur og segist ekki vera í þeim hugleiðingum að finna sér maka. „Mig langar ekki í kærasta. Ég er svo mikið frá mér um mig til mín.“ Í þáttunum er Bassi að vinna hörðum höndum að sínum eigin tónlistarferli og var til að mynda tónlistarmyndband skotið í einum þættinum. „Það er fullt á leiðinni frá mér. Þetta er eitthvað sem mig hefur alltaf langað að gera en þetta byrjaði í rauninni ekki fyrr en árið 2020 þar sem ég fór að gera þetta af einhverri alvöru.“ Ein dolla á viku Stjörnurnar í þáttunum eiga það allir sameiginlegt að vera samkynhneigðir og segir Bassi hafa áttað sig á sinni kynhneigð þegar hann var að byrja í grunnskóla. „Ég kem út úr skápnum þegar ég var sextán ára eða í fyrsta bekk í menntaskóla. Það var út af því að mamma mín var að berja á hurðina hjá mér og öskra, þér mun líða betur ef þú kemur út úr skápnum. Ég gerði bara samning við hana ef hún myndi kaupa handa mér dollu í hverri viku þá myndi ég gera það,“ segir Bassi en þar á hann við dollu af munntóbaki. „Hún stóð alveg við það í þrjár vikur.“ Hann segir að skrefið hafi verið nokkuð erfitt fyrir hann. „En ég var í kring um þannig fólk að það var öllum alveg sama. Það var enginn hissa og ég var í sjokki með það. Svo þegar ég var að segja afa mínum, sem er sjóari og við erum mjög góðir vinir, þá var hann bara ok, no shit. Hann sagði bara, ég elska þig alltaf sama hvernig þú ert. Það var alveg best.“ Bassi segist ekki hafa lent í neinni stríðni í æsku og hann hafi í raun aldrei verið neitt sérstaklega kvenlegur. „Ég var alveg að æfa hokkí og mikið á krossara. En það var frelsandi að geta verið ég sjálfur en ég fór kannski aðeins yfir strikið í byrjun. Ég labbaði um með hárkollur og allt og mjög langar neglur.“ Snemma á síðasta ári féll faðir Bassa frá eftir stutta baráttu við krabbamein og var hann mikil stoð og stytta í hans lífi. Bassi segist sakna föður síns gríðarlega mikið. „Hann greinist með krabbamein í byrjun ársins 2019 og féll síðan frá 1. janúar 2020. Það var mjög erfitt. Sérstaklega því við vorum búnir að vera gera Æði og hann fékk aldrei að sjá það. Svo eru fullt af hlutum sem ég hef verið að gera núna og hann fær aldrei að sjá sem er alveg frekar erfitt. Það eru líka fullt af hlutum sem mig langar að segja við hann. Ég náði ekki almennilega að kveðja hann því ég var á Tenerife í ferð sem við áttum öll að vera saman í,“ segir Bassi sem hefur ekki náð að vinna úr missinum. „Þetta er bara fullt fullt af afneitun. Ég vil bara hlæja og vinna mikið. Ég á mjög erfitt með að takast á við allt svona. Ég tala ekki mikið um þetta.“ Bassi segist sakna stuðningsins sem hann fékk ávallt frá föður sínum. „Maður gat alltaf leitað til hans og hann vissi alltaf hvað maður átti að gera. Hann vissi alltaf allt.“ Bassi starfar í dag á leikskólanum Hulduheimar í Grafarvoginum og segir hann starfið vera frábært og gefandi. Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni.
Æði Ísland í dag Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira