Handbolti

Jóhann Gunnar valdi og teiknaði upp bestu sóknir umferðarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhann Gunnar Einarsson sýnir hér sókn Hauka í Vestmannaeyjum.
Jóhann Gunnar Einarsson sýnir hér sókn Hauka í Vestmannaeyjum. Skjámynd/S2 Sport

Það var kynntur nýr liður í Seinni bylgjunni um helgina og þar voru valdar þrjár frábærar sóknir frá síðustu umferð Olís deildarinnar.

Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, var aftur kominn í teiknitölvuna í síðasta þætti af Seinni bylgjunni en þar valdi hann bestu sóknir þrettándu umferðar Olís deildar karla í handbolta.

„Þeir félagarnir ætla að skipta aðeins um sæti,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og um leið færði Jóhann Gunnar sig yfir í teiknitölvuna. Skiptingin tók reyndar aðeins lengri tíma en áætlað var en menn höfðu bara gaman af.

„Nú erum við komnir með reynslubolta á tölvuna,“ sagði Henry Birgir og Jóhann Gunnar fékk orðið.

„Við erum komnir með nýjan lið. Ég ætla ekki að vera teikna mikið en þessi liður heitir: Þrjár flottustu sóknir umferðarinnar,“ sagði Jóhann Gunnar.

Sóknirnar sem Jóhann Gunnar valdi í frumsýningunni voru meðal annars óhefðbundin sókn hjá Haukum.

„Fylgist með Tjörva og Heimi Óla. Þeir eru að tala saman án þess að tala saman, bara með augngotum og bendingum. Svo bara vinna þeir saman og þetta þarf ekki að vera flókið,“ sagði Jóhann Gunnar.

Jóhann valdi líka sókn hjá Fram þar sem Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, var að mati Jóhanns kominn með yngri flokka kerfi inn í sína leikbók.

Þriðja sóknin var líka sókn Selfyssinga fyrir norðan. Það má sjá allar þrjár bestu sóknirnar í myndbandinu hér fyrir neðan.

Klippa: Seinni bylgjan: Bestu sóknir 13. umferðar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×