Lögreglan vill yfirheyra verjanda í Rauðagerðismálinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2021 06:45 Morð var framið við Rauðagerði í Reykjavík um miðjan febrúar. Skjólstæðingur Steinbergs Finnbogasonar sat í gæsluvarðhaldi vegna málsins í tvær vikur en var látinn laus í síðustu viku. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt fram kröfu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þess efnis að Steinbergur Finnbogason, verjandi Íslendings sem sat í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að morðinu í Rauðagerði, verði kallaður til sem vitni í málinu. Fallist dómurinn á þá kröfu lögreglunnar mun Steinbergur ekki lengur geta sinnt störfum verjanda í málinu. Því myndi þurfa að skipa Íslendingnum nýjan verjanda. Íslendingurinn situr ekki lengur í gæsluvarðhaldi en sætir farbanni. Steinbergur ritar aðsenda grein um málið í Fréttablaðið í dag undir yfirskriftinni „Ljótur leikur lögreglu“. Þá er fjallað um greinina á forsíðu blaðsins. Í greininni rifjar Steinbergur upp þegar hann var handtekinn árið 2016 er hann kom í skýrslutöku með skjólstæðingi sínum. Sá maður var grunaður um aðilda að umfangsmiklu peningaþvætti. Í kjölfarið var Steinbergur úrskurðaður í gæsluvarðhald og húsleit gerð bæði á heimili hans og lögmannsskrifstofu þar sem skjöl voru afrituð og haldlögð. Í fyrra var ríkið svo dæmt til að greiða Steinbergi bætur vegna þessara aðgerða lögreglu. Sjaldgæf örþrifaráð lögreglu Steinbergur segir í grein sinni í dag að með kröfu sinni sé lögreglan í raun að neyða skjólstæðing hans í Rauðagerðismálinu til þess að skipta um verjanda. Lýsir Steinbergur þessum aðferðum lögreglu sem sjaldgæfum örþrifaráðum. „Þetta er ljótur leikur í stöðunni. Látum vera, þótt sorglegt sé, að þetta er í annað sinn sem þessum hælkróki er beitt á mig – síðast m.a. með fyrirvaralausu gæsluvarðhaldi, húsleitum og fleira sem lögreglan hefur ekki enn bitið úr nálinni með. Alvarlegra er hvernig lögreglan vegur að réttindum og andlegri líðan hins grunaða. Þar er sparkað illa í liggjandi mann. Hann valdi sér lögmann sem hann treysti, hann trúði honum fyrir öllum atriðum sem honum voru kunnug, hann hagaði vitnisburði sínum og svörum að viðhöfðu samráði við lögmann sinn og náði með honum ákveðnum áfangasigrum í vörn sinni gagnvart sakargiftum. Ekki er nóg með að lögreglan ætli að neyða hann til að skipta um lögmann í miðjum klíðum heldur á að leiða trúnaðarmanninn, lögmann hans, í vitnastúkuna þar sem reynt verður að rekja úr honum garnirnar. Væntanlega mun þessi leikur lögreglunnar auka sakborningnum enn frekar áhyggjur og eru þær þó nægar fyrir,“ segir Steinbergur í grein sinni en hana má lesa í heild sinni í Fréttablaðinu í dag. Morð í Rauðagerði Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Fallist dómurinn á þá kröfu lögreglunnar mun Steinbergur ekki lengur geta sinnt störfum verjanda í málinu. Því myndi þurfa að skipa Íslendingnum nýjan verjanda. Íslendingurinn situr ekki lengur í gæsluvarðhaldi en sætir farbanni. Steinbergur ritar aðsenda grein um málið í Fréttablaðið í dag undir yfirskriftinni „Ljótur leikur lögreglu“. Þá er fjallað um greinina á forsíðu blaðsins. Í greininni rifjar Steinbergur upp þegar hann var handtekinn árið 2016 er hann kom í skýrslutöku með skjólstæðingi sínum. Sá maður var grunaður um aðilda að umfangsmiklu peningaþvætti. Í kjölfarið var Steinbergur úrskurðaður í gæsluvarðhald og húsleit gerð bæði á heimili hans og lögmannsskrifstofu þar sem skjöl voru afrituð og haldlögð. Í fyrra var ríkið svo dæmt til að greiða Steinbergi bætur vegna þessara aðgerða lögreglu. Sjaldgæf örþrifaráð lögreglu Steinbergur segir í grein sinni í dag að með kröfu sinni sé lögreglan í raun að neyða skjólstæðing hans í Rauðagerðismálinu til þess að skipta um verjanda. Lýsir Steinbergur þessum aðferðum lögreglu sem sjaldgæfum örþrifaráðum. „Þetta er ljótur leikur í stöðunni. Látum vera, þótt sorglegt sé, að þetta er í annað sinn sem þessum hælkróki er beitt á mig – síðast m.a. með fyrirvaralausu gæsluvarðhaldi, húsleitum og fleira sem lögreglan hefur ekki enn bitið úr nálinni með. Alvarlegra er hvernig lögreglan vegur að réttindum og andlegri líðan hins grunaða. Þar er sparkað illa í liggjandi mann. Hann valdi sér lögmann sem hann treysti, hann trúði honum fyrir öllum atriðum sem honum voru kunnug, hann hagaði vitnisburði sínum og svörum að viðhöfðu samráði við lögmann sinn og náði með honum ákveðnum áfangasigrum í vörn sinni gagnvart sakargiftum. Ekki er nóg með að lögreglan ætli að neyða hann til að skipta um lögmann í miðjum klíðum heldur á að leiða trúnaðarmanninn, lögmann hans, í vitnastúkuna þar sem reynt verður að rekja úr honum garnirnar. Væntanlega mun þessi leikur lögreglunnar auka sakborningnum enn frekar áhyggjur og eru þær þó nægar fyrir,“ segir Steinbergur í grein sinni en hana má lesa í heild sinni í Fréttablaðinu í dag.
Morð í Rauðagerði Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira