Píratar eru lýðræðisflokkurinn Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar 9. mars 2021 07:30 Stundum sé ég umræður á samfélagsmiðlum um hvort og hve mikið Píratar séu vinstri eða hægri flokkur. Vitaskuld á sérhver maður sína eigin skilgreiningu á hugtökunum „vinstri” og „hægri”, nokkuð loðnum frá upphafi, utan þeirra sem nefna þau „úreld hugtök”; óumflýjanlega lýkur umræðunni þannig að enginn lærir neitt. Fyrir mig er svarið frekar einfalt: Píratar eru lýðræðisflokkurinn. Öll grunnstefna okkar Pírata snertur lýðræði: án borgararéttinda og friðhelgi einkalífsins yrðu kjósendur auðkúgaðir; án upplýsinga- og tjáningarfrelsis og gagnsæis gætu kjósendur ekki komist að skynsamlegum, þó ekki endilega einróma, ákvörðunum. Eflaust aðstoðar gagnrýnin hugsun líka, þó fáir flokkar segjast vera á móti henni, sem betur fer. Eftir er einungis málsgrein 6., krafa beins lýðræðis, sem annarrar hliðar á lýðræði sem Ísland skortir, og sjálfsákvörðunarréttar. Píratar eru lýðræðisflokkurinn! Bæði í því sem við segjum og hvernig við erum: enginn er yfir öðrum, meðal okkar er ekkert stigveldi og enginn formaður. Við viljum efla lýðræði á Íslandi, á öllum sviðum lífsins, þar með hagkerfinu. Er lýðræði vinstri eða hægri? Svarið við þessari spurningu var einu sinni skýrt. Allir núlifandi íslendingar hefðu setið til vinstri í þingi Frakklands árið 1789, nema þeir fáu sem vilja einveldi, guðveldi og þrælahald. Sem betur fer hefur veröldin breyst nokkuð í síðustu tvær aldir. Nema kannski þeir flokkar sem hunsuðu atkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá: þeir eru hugsanlega gamaldags hægrimenn. Nýja stjórnarskráin veitir vægt beint lýðræði gagnvart ríkinu Píratar vilja nýju stjórnarskrána því hún inniheldur margt gott, slíkt sem ákvæði um lýðræðislega stjórn á auðlindum Íslands og um upplýsingarétt, en einnig um beint lýðræði. Með beinu lýðræði gætum við Íslendingar öðlast margt sem væri erfitt bara með þingi. Alþingiskosningar eru takmarkaðar að því leyti að þær neyða kjósanda til að kjósa einn flokk til að sinna öllum málum er varða ríkið, þó að kjósandinn samþykki ekki allar skoðanir og áherslur flokksins. Kjósandi má vera hlynntur einum flokki fyrir eitt mál og öðrum fyrir annað. Með málskoti og frumkvæði geta kjósendur mótað samfélagið á beinni hátt og enn kosið flokka, til þess að vera stöðugir eða betri með ríkisfé eða örlátari gagnvart heilbrigðiskerfinu, án þess að einkennilegu áherslur þessara flokka njóti óhefts forgangs í lagamótun. Kaldhæðnislega sýnist sú mótsögn í ferli nýju stjórnarskrárinnar, því kjósendur kusu að innleiða nýja stjórnarskrá í atkvæðagreiðslu árið 2012 en, einu ári seinna, kusu flokka sem mynduðu ríkisstjórn sem hunsaði atkvæðagreiðslunni. Greinilega kusu kjósendur vegna annarra mála en einungis stjórnarskrár -- og eðlilega! En enn kaldhæðnislegra er að nýja stjórnarskráin af stjórnlagaráði kæmi ekki alveg í veg fyrir því að svipað gerðist aftur, því í henni stendur “Alþingi getur ákveðið að þjóðaratkvæðagreiðslan skuli vera bindandi.” Í Sviss geta kjósendur krafist bindandi atkvæðagreiðslu og Sviss er enn ríkt og stöðugt land. Greinilega er nýja stjórnarskráin ekki fullkomin en samt ágætis byrjun, þó við vildum kannski efla ákvæði um frumkvæði kjósenda. Píratar vilja nýju stjórnarskrána sem fyrst. En við viljum líka lýðræði í hagkerfinu Píratar eru lýðræðisflokkurinn og lýðræði varðar ekki bara ríkið og sveitarfélög. Tvö helstu valda á Íslandi, og flestum vestrænum löndum, eru stjórnvöld og peningar. Að vísu stýrir ríkið hagkerfinu svolítið, en leyfir öðrum aðilum að drottna að mestu leyti. Í hagkerfinu í dag er fátt og lítið af lýðræði að finna. Lífeyrissjóðir eiga mikinn hluta í mörgum fyrirtækjum landsins en sjóðsfélagar, sem oft vinna í þessum fyrirtækjum, hafa ekki mikil áhrif á hvernig sjóðirnir virka. Píratar vilja lýðræðisvæða lífeyrissjóðina þannig að allir sjóðsfélagar geti kosið stjórn hvers sjóðs. Meginþorri fullorðinna landsmanna vinna til að ná endum saman. Í flestum tilvikum eru vinnustaðir ekki lýðræðislegir og því upplifa starfsmenn ekki lýðræði í daglegu lífi. Stefna Pírata er því að láta starfsmenn, í öllum fyrirtækjum með fleiri en 50 starfsmönnum, kjósa að minnsta kosti þriðjung stjórnar fyrirtækis þeirra. Það myndi láta helming starfandi fólks upplifa lýðræði í atvinnulífi, en einungis snerta þau fáu stóru fyrirtæki. Einnig viljum við beita efnahagslegum hvötum til að fyrirtæki, stór sem smá, auki lýðræði í stjórn umfram lágmarkið, til að finna raunverulega jafnvægið þar sem skilvirknin er mest. Þetta er ekki öfgastefna. Á Svíþjóð geta starfsmenn í fyrirtækjum kosið fulltrúa í stjórn, ef fyrirtækið hefur fleiri en 25 starfsmenn. Á Danmörku eiga starfsmenn rétt á að kjósa þriðjung stjórnar í fyrirtækjum þar sem starfa fleiri en 35 starfsmenn. Á Noregi er þröskuldurinn 50 starfsmenn. Þessi nágrannalönd okkar eru ennþá rík og stöðug. Píratar eru ekki bara flokkur lýðræðis varðandi ríkið en einnig lífið allt. Höfundur er í framboði í prófkjöri Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Píratar Stjórnarskrá Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Stundum sé ég umræður á samfélagsmiðlum um hvort og hve mikið Píratar séu vinstri eða hægri flokkur. Vitaskuld á sérhver maður sína eigin skilgreiningu á hugtökunum „vinstri” og „hægri”, nokkuð loðnum frá upphafi, utan þeirra sem nefna þau „úreld hugtök”; óumflýjanlega lýkur umræðunni þannig að enginn lærir neitt. Fyrir mig er svarið frekar einfalt: Píratar eru lýðræðisflokkurinn. Öll grunnstefna okkar Pírata snertur lýðræði: án borgararéttinda og friðhelgi einkalífsins yrðu kjósendur auðkúgaðir; án upplýsinga- og tjáningarfrelsis og gagnsæis gætu kjósendur ekki komist að skynsamlegum, þó ekki endilega einróma, ákvörðunum. Eflaust aðstoðar gagnrýnin hugsun líka, þó fáir flokkar segjast vera á móti henni, sem betur fer. Eftir er einungis málsgrein 6., krafa beins lýðræðis, sem annarrar hliðar á lýðræði sem Ísland skortir, og sjálfsákvörðunarréttar. Píratar eru lýðræðisflokkurinn! Bæði í því sem við segjum og hvernig við erum: enginn er yfir öðrum, meðal okkar er ekkert stigveldi og enginn formaður. Við viljum efla lýðræði á Íslandi, á öllum sviðum lífsins, þar með hagkerfinu. Er lýðræði vinstri eða hægri? Svarið við þessari spurningu var einu sinni skýrt. Allir núlifandi íslendingar hefðu setið til vinstri í þingi Frakklands árið 1789, nema þeir fáu sem vilja einveldi, guðveldi og þrælahald. Sem betur fer hefur veröldin breyst nokkuð í síðustu tvær aldir. Nema kannski þeir flokkar sem hunsuðu atkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá: þeir eru hugsanlega gamaldags hægrimenn. Nýja stjórnarskráin veitir vægt beint lýðræði gagnvart ríkinu Píratar vilja nýju stjórnarskrána því hún inniheldur margt gott, slíkt sem ákvæði um lýðræðislega stjórn á auðlindum Íslands og um upplýsingarétt, en einnig um beint lýðræði. Með beinu lýðræði gætum við Íslendingar öðlast margt sem væri erfitt bara með þingi. Alþingiskosningar eru takmarkaðar að því leyti að þær neyða kjósanda til að kjósa einn flokk til að sinna öllum málum er varða ríkið, þó að kjósandinn samþykki ekki allar skoðanir og áherslur flokksins. Kjósandi má vera hlynntur einum flokki fyrir eitt mál og öðrum fyrir annað. Með málskoti og frumkvæði geta kjósendur mótað samfélagið á beinni hátt og enn kosið flokka, til þess að vera stöðugir eða betri með ríkisfé eða örlátari gagnvart heilbrigðiskerfinu, án þess að einkennilegu áherslur þessara flokka njóti óhefts forgangs í lagamótun. Kaldhæðnislega sýnist sú mótsögn í ferli nýju stjórnarskrárinnar, því kjósendur kusu að innleiða nýja stjórnarskrá í atkvæðagreiðslu árið 2012 en, einu ári seinna, kusu flokka sem mynduðu ríkisstjórn sem hunsaði atkvæðagreiðslunni. Greinilega kusu kjósendur vegna annarra mála en einungis stjórnarskrár -- og eðlilega! En enn kaldhæðnislegra er að nýja stjórnarskráin af stjórnlagaráði kæmi ekki alveg í veg fyrir því að svipað gerðist aftur, því í henni stendur “Alþingi getur ákveðið að þjóðaratkvæðagreiðslan skuli vera bindandi.” Í Sviss geta kjósendur krafist bindandi atkvæðagreiðslu og Sviss er enn ríkt og stöðugt land. Greinilega er nýja stjórnarskráin ekki fullkomin en samt ágætis byrjun, þó við vildum kannski efla ákvæði um frumkvæði kjósenda. Píratar vilja nýju stjórnarskrána sem fyrst. En við viljum líka lýðræði í hagkerfinu Píratar eru lýðræðisflokkurinn og lýðræði varðar ekki bara ríkið og sveitarfélög. Tvö helstu valda á Íslandi, og flestum vestrænum löndum, eru stjórnvöld og peningar. Að vísu stýrir ríkið hagkerfinu svolítið, en leyfir öðrum aðilum að drottna að mestu leyti. Í hagkerfinu í dag er fátt og lítið af lýðræði að finna. Lífeyrissjóðir eiga mikinn hluta í mörgum fyrirtækjum landsins en sjóðsfélagar, sem oft vinna í þessum fyrirtækjum, hafa ekki mikil áhrif á hvernig sjóðirnir virka. Píratar vilja lýðræðisvæða lífeyrissjóðina þannig að allir sjóðsfélagar geti kosið stjórn hvers sjóðs. Meginþorri fullorðinna landsmanna vinna til að ná endum saman. Í flestum tilvikum eru vinnustaðir ekki lýðræðislegir og því upplifa starfsmenn ekki lýðræði í daglegu lífi. Stefna Pírata er því að láta starfsmenn, í öllum fyrirtækjum með fleiri en 50 starfsmönnum, kjósa að minnsta kosti þriðjung stjórnar fyrirtækis þeirra. Það myndi láta helming starfandi fólks upplifa lýðræði í atvinnulífi, en einungis snerta þau fáu stóru fyrirtæki. Einnig viljum við beita efnahagslegum hvötum til að fyrirtæki, stór sem smá, auki lýðræði í stjórn umfram lágmarkið, til að finna raunverulega jafnvægið þar sem skilvirknin er mest. Þetta er ekki öfgastefna. Á Svíþjóð geta starfsmenn í fyrirtækjum kosið fulltrúa í stjórn, ef fyrirtækið hefur fleiri en 25 starfsmenn. Á Danmörku eiga starfsmenn rétt á að kjósa þriðjung stjórnar í fyrirtækjum þar sem starfa fleiri en 35 starfsmenn. Á Noregi er þröskuldurinn 50 starfsmenn. Þessi nágrannalönd okkar eru ennþá rík og stöðug. Píratar eru ekki bara flokkur lýðræðis varðandi ríkið en einnig lífið allt. Höfundur er í framboði í prófkjöri Pírata í Reykjavík.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar