Píratar eru lýðræðisflokkurinn Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar 9. mars 2021 07:30 Stundum sé ég umræður á samfélagsmiðlum um hvort og hve mikið Píratar séu vinstri eða hægri flokkur. Vitaskuld á sérhver maður sína eigin skilgreiningu á hugtökunum „vinstri” og „hægri”, nokkuð loðnum frá upphafi, utan þeirra sem nefna þau „úreld hugtök”; óumflýjanlega lýkur umræðunni þannig að enginn lærir neitt. Fyrir mig er svarið frekar einfalt: Píratar eru lýðræðisflokkurinn. Öll grunnstefna okkar Pírata snertur lýðræði: án borgararéttinda og friðhelgi einkalífsins yrðu kjósendur auðkúgaðir; án upplýsinga- og tjáningarfrelsis og gagnsæis gætu kjósendur ekki komist að skynsamlegum, þó ekki endilega einróma, ákvörðunum. Eflaust aðstoðar gagnrýnin hugsun líka, þó fáir flokkar segjast vera á móti henni, sem betur fer. Eftir er einungis málsgrein 6., krafa beins lýðræðis, sem annarrar hliðar á lýðræði sem Ísland skortir, og sjálfsákvörðunarréttar. Píratar eru lýðræðisflokkurinn! Bæði í því sem við segjum og hvernig við erum: enginn er yfir öðrum, meðal okkar er ekkert stigveldi og enginn formaður. Við viljum efla lýðræði á Íslandi, á öllum sviðum lífsins, þar með hagkerfinu. Er lýðræði vinstri eða hægri? Svarið við þessari spurningu var einu sinni skýrt. Allir núlifandi íslendingar hefðu setið til vinstri í þingi Frakklands árið 1789, nema þeir fáu sem vilja einveldi, guðveldi og þrælahald. Sem betur fer hefur veröldin breyst nokkuð í síðustu tvær aldir. Nema kannski þeir flokkar sem hunsuðu atkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá: þeir eru hugsanlega gamaldags hægrimenn. Nýja stjórnarskráin veitir vægt beint lýðræði gagnvart ríkinu Píratar vilja nýju stjórnarskrána því hún inniheldur margt gott, slíkt sem ákvæði um lýðræðislega stjórn á auðlindum Íslands og um upplýsingarétt, en einnig um beint lýðræði. Með beinu lýðræði gætum við Íslendingar öðlast margt sem væri erfitt bara með þingi. Alþingiskosningar eru takmarkaðar að því leyti að þær neyða kjósanda til að kjósa einn flokk til að sinna öllum málum er varða ríkið, þó að kjósandinn samþykki ekki allar skoðanir og áherslur flokksins. Kjósandi má vera hlynntur einum flokki fyrir eitt mál og öðrum fyrir annað. Með málskoti og frumkvæði geta kjósendur mótað samfélagið á beinni hátt og enn kosið flokka, til þess að vera stöðugir eða betri með ríkisfé eða örlátari gagnvart heilbrigðiskerfinu, án þess að einkennilegu áherslur þessara flokka njóti óhefts forgangs í lagamótun. Kaldhæðnislega sýnist sú mótsögn í ferli nýju stjórnarskrárinnar, því kjósendur kusu að innleiða nýja stjórnarskrá í atkvæðagreiðslu árið 2012 en, einu ári seinna, kusu flokka sem mynduðu ríkisstjórn sem hunsaði atkvæðagreiðslunni. Greinilega kusu kjósendur vegna annarra mála en einungis stjórnarskrár -- og eðlilega! En enn kaldhæðnislegra er að nýja stjórnarskráin af stjórnlagaráði kæmi ekki alveg í veg fyrir því að svipað gerðist aftur, því í henni stendur “Alþingi getur ákveðið að þjóðaratkvæðagreiðslan skuli vera bindandi.” Í Sviss geta kjósendur krafist bindandi atkvæðagreiðslu og Sviss er enn ríkt og stöðugt land. Greinilega er nýja stjórnarskráin ekki fullkomin en samt ágætis byrjun, þó við vildum kannski efla ákvæði um frumkvæði kjósenda. Píratar vilja nýju stjórnarskrána sem fyrst. En við viljum líka lýðræði í hagkerfinu Píratar eru lýðræðisflokkurinn og lýðræði varðar ekki bara ríkið og sveitarfélög. Tvö helstu valda á Íslandi, og flestum vestrænum löndum, eru stjórnvöld og peningar. Að vísu stýrir ríkið hagkerfinu svolítið, en leyfir öðrum aðilum að drottna að mestu leyti. Í hagkerfinu í dag er fátt og lítið af lýðræði að finna. Lífeyrissjóðir eiga mikinn hluta í mörgum fyrirtækjum landsins en sjóðsfélagar, sem oft vinna í þessum fyrirtækjum, hafa ekki mikil áhrif á hvernig sjóðirnir virka. Píratar vilja lýðræðisvæða lífeyrissjóðina þannig að allir sjóðsfélagar geti kosið stjórn hvers sjóðs. Meginþorri fullorðinna landsmanna vinna til að ná endum saman. Í flestum tilvikum eru vinnustaðir ekki lýðræðislegir og því upplifa starfsmenn ekki lýðræði í daglegu lífi. Stefna Pírata er því að láta starfsmenn, í öllum fyrirtækjum með fleiri en 50 starfsmönnum, kjósa að minnsta kosti þriðjung stjórnar fyrirtækis þeirra. Það myndi láta helming starfandi fólks upplifa lýðræði í atvinnulífi, en einungis snerta þau fáu stóru fyrirtæki. Einnig viljum við beita efnahagslegum hvötum til að fyrirtæki, stór sem smá, auki lýðræði í stjórn umfram lágmarkið, til að finna raunverulega jafnvægið þar sem skilvirknin er mest. Þetta er ekki öfgastefna. Á Svíþjóð geta starfsmenn í fyrirtækjum kosið fulltrúa í stjórn, ef fyrirtækið hefur fleiri en 25 starfsmenn. Á Danmörku eiga starfsmenn rétt á að kjósa þriðjung stjórnar í fyrirtækjum þar sem starfa fleiri en 35 starfsmenn. Á Noregi er þröskuldurinn 50 starfsmenn. Þessi nágrannalönd okkar eru ennþá rík og stöðug. Píratar eru ekki bara flokkur lýðræðis varðandi ríkið en einnig lífið allt. Höfundur er í framboði í prófkjöri Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Píratar Stjórnarskrá Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Stundum sé ég umræður á samfélagsmiðlum um hvort og hve mikið Píratar séu vinstri eða hægri flokkur. Vitaskuld á sérhver maður sína eigin skilgreiningu á hugtökunum „vinstri” og „hægri”, nokkuð loðnum frá upphafi, utan þeirra sem nefna þau „úreld hugtök”; óumflýjanlega lýkur umræðunni þannig að enginn lærir neitt. Fyrir mig er svarið frekar einfalt: Píratar eru lýðræðisflokkurinn. Öll grunnstefna okkar Pírata snertur lýðræði: án borgararéttinda og friðhelgi einkalífsins yrðu kjósendur auðkúgaðir; án upplýsinga- og tjáningarfrelsis og gagnsæis gætu kjósendur ekki komist að skynsamlegum, þó ekki endilega einróma, ákvörðunum. Eflaust aðstoðar gagnrýnin hugsun líka, þó fáir flokkar segjast vera á móti henni, sem betur fer. Eftir er einungis málsgrein 6., krafa beins lýðræðis, sem annarrar hliðar á lýðræði sem Ísland skortir, og sjálfsákvörðunarréttar. Píratar eru lýðræðisflokkurinn! Bæði í því sem við segjum og hvernig við erum: enginn er yfir öðrum, meðal okkar er ekkert stigveldi og enginn formaður. Við viljum efla lýðræði á Íslandi, á öllum sviðum lífsins, þar með hagkerfinu. Er lýðræði vinstri eða hægri? Svarið við þessari spurningu var einu sinni skýrt. Allir núlifandi íslendingar hefðu setið til vinstri í þingi Frakklands árið 1789, nema þeir fáu sem vilja einveldi, guðveldi og þrælahald. Sem betur fer hefur veröldin breyst nokkuð í síðustu tvær aldir. Nema kannski þeir flokkar sem hunsuðu atkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá: þeir eru hugsanlega gamaldags hægrimenn. Nýja stjórnarskráin veitir vægt beint lýðræði gagnvart ríkinu Píratar vilja nýju stjórnarskrána því hún inniheldur margt gott, slíkt sem ákvæði um lýðræðislega stjórn á auðlindum Íslands og um upplýsingarétt, en einnig um beint lýðræði. Með beinu lýðræði gætum við Íslendingar öðlast margt sem væri erfitt bara með þingi. Alþingiskosningar eru takmarkaðar að því leyti að þær neyða kjósanda til að kjósa einn flokk til að sinna öllum málum er varða ríkið, þó að kjósandinn samþykki ekki allar skoðanir og áherslur flokksins. Kjósandi má vera hlynntur einum flokki fyrir eitt mál og öðrum fyrir annað. Með málskoti og frumkvæði geta kjósendur mótað samfélagið á beinni hátt og enn kosið flokka, til þess að vera stöðugir eða betri með ríkisfé eða örlátari gagnvart heilbrigðiskerfinu, án þess að einkennilegu áherslur þessara flokka njóti óhefts forgangs í lagamótun. Kaldhæðnislega sýnist sú mótsögn í ferli nýju stjórnarskrárinnar, því kjósendur kusu að innleiða nýja stjórnarskrá í atkvæðagreiðslu árið 2012 en, einu ári seinna, kusu flokka sem mynduðu ríkisstjórn sem hunsaði atkvæðagreiðslunni. Greinilega kusu kjósendur vegna annarra mála en einungis stjórnarskrár -- og eðlilega! En enn kaldhæðnislegra er að nýja stjórnarskráin af stjórnlagaráði kæmi ekki alveg í veg fyrir því að svipað gerðist aftur, því í henni stendur “Alþingi getur ákveðið að þjóðaratkvæðagreiðslan skuli vera bindandi.” Í Sviss geta kjósendur krafist bindandi atkvæðagreiðslu og Sviss er enn ríkt og stöðugt land. Greinilega er nýja stjórnarskráin ekki fullkomin en samt ágætis byrjun, þó við vildum kannski efla ákvæði um frumkvæði kjósenda. Píratar vilja nýju stjórnarskrána sem fyrst. En við viljum líka lýðræði í hagkerfinu Píratar eru lýðræðisflokkurinn og lýðræði varðar ekki bara ríkið og sveitarfélög. Tvö helstu valda á Íslandi, og flestum vestrænum löndum, eru stjórnvöld og peningar. Að vísu stýrir ríkið hagkerfinu svolítið, en leyfir öðrum aðilum að drottna að mestu leyti. Í hagkerfinu í dag er fátt og lítið af lýðræði að finna. Lífeyrissjóðir eiga mikinn hluta í mörgum fyrirtækjum landsins en sjóðsfélagar, sem oft vinna í þessum fyrirtækjum, hafa ekki mikil áhrif á hvernig sjóðirnir virka. Píratar vilja lýðræðisvæða lífeyrissjóðina þannig að allir sjóðsfélagar geti kosið stjórn hvers sjóðs. Meginþorri fullorðinna landsmanna vinna til að ná endum saman. Í flestum tilvikum eru vinnustaðir ekki lýðræðislegir og því upplifa starfsmenn ekki lýðræði í daglegu lífi. Stefna Pírata er því að láta starfsmenn, í öllum fyrirtækjum með fleiri en 50 starfsmönnum, kjósa að minnsta kosti þriðjung stjórnar fyrirtækis þeirra. Það myndi láta helming starfandi fólks upplifa lýðræði í atvinnulífi, en einungis snerta þau fáu stóru fyrirtæki. Einnig viljum við beita efnahagslegum hvötum til að fyrirtæki, stór sem smá, auki lýðræði í stjórn umfram lágmarkið, til að finna raunverulega jafnvægið þar sem skilvirknin er mest. Þetta er ekki öfgastefna. Á Svíþjóð geta starfsmenn í fyrirtækjum kosið fulltrúa í stjórn, ef fyrirtækið hefur fleiri en 25 starfsmenn. Á Danmörku eiga starfsmenn rétt á að kjósa þriðjung stjórnar í fyrirtækjum þar sem starfa fleiri en 35 starfsmenn. Á Noregi er þröskuldurinn 50 starfsmenn. Þessi nágrannalönd okkar eru ennþá rík og stöðug. Píratar eru ekki bara flokkur lýðræðis varðandi ríkið en einnig lífið allt. Höfundur er í framboði í prófkjöri Pírata í Reykjavík.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar